Að troða ferköntuðum kubbi í kringlótta holu – það gengur aldrei upp!

Flest þekkjum við leikfangið sem gefið er börnum,  þetta með alls kyns formuðum holum til að fylla með alls kyns formuðum kubbum, –   Þetta er svokallað þroskaleikfang, og við brosum e.t.v. að því þegar við horfum á barnið rembast við að troða ferköntuðum kubbi í kringlótta holu.  Svo kemur að því – oftast – að barnið lærir formin og setur ferkantaða kubbinn í ferköntuðu holuna.

dót

Svo verðum við fullorðin, og fáum alls kyns þroska“leikföng“ –  þurfum að leysa þrautir.  Kannski förum við að troða ferköntuðum kubb í kringlótta gatið, reynum og reynum – en ekkert gengur.  Verðum ergileg eins og barnið – en hver ætli standi þá og brosi við? –   Er eitthvað stærra en við sem veit lausnirnar? –  Og ef svo er af hverju gerir þessi stærri aðili ekki eitthvað í því? –

Barnið verður að fá að læra, – og þarf að fá að setja kubbana sjálft í réttu götin,  því það er svo gaman að upplifa tilfinninguna! –    Sama er með okkur og okkar fullorðinsverkefni, – það er ákveðið „kikk“ sem við fáum út úr því að leysa okkar þrautir – þegar við náum að rata rétt.

Stundum þrjóskumst við við – og troðum áfram ferkantaða kubbnum í kringlótta gatið, – en við verðum bara ergilegri.  Kannski  svindlum við og sögum kubbinn til, en gleðin verður aldrei hin sama, svipað og  þegar hællinn eða táin var hogginn af systrunum í sögunni af Öskubusku, –  það var líka svindl.   Það að minnka fótinn gerði þær ekki að Öskubusku.

Boðskapur þessa pistils felst í því að við lærum með því að prófa okkur áfram, – og líka að við verðum að leyfa öðrum prófa sig áfram en ekki stela af þeim gleðinni – og þroskanum við að læra og ná árangri.

Við getum líka notað þetta sem dæmisögu um það að þegar við erum að reyna eitthvað sem við finnum að ekki passar, – þá þýðir lítið að reyna að troða – eða tálga,  – það verður aldrei hið rétta.   Það má nota dæmisöguna um mannleg samskipti.   Að þegar við hittum einhverja manneskju, – sem passar okkur ekki alveg,  og við förum að reyna að breyta henni, eða láta hana passa við okkur –  þá þýðir það að okkur líkar hún ekki eins og hún er og hún mun aldrei passa við okkur.

Það má líka hver hugsa þetta fyrir sig, – hvað við getum orðið pirruð þegar við erum að reyna eitthvað sem gengur ekki upp,  en kannski erum við búin að reyna að troða og troða og ekkert gengur en við erum of þrjósk til að hætta að reyna.   Of þrjósk til að prófa nýtt gat fyrir ferkantaða kubbinn.   En við lærum ekki öðru vísi en að reyna og prófa okkur áfram.  –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s