Að sýna samkennd; einstaklingi/starfsmanni/þjóð …..

Samkennd er annað orð yfir skilning. –  Öll þurfum við á stuðningi og samkennd að halda,  hvort sem við erum einstaklingar,  hluti af starfsfólki eða bara heil þjóð.

Það eru ekki allir sem átta sig á því hvað er að sýna samkennd og því vil ég varpa upp nokkrum dæmum:

Að sýna samkennd er að hlusta með athygli (og með því sýnum við líka viðkomandi virðingu)

Að sýna samkennd er að vera til staðar

Að sýna samkennd er að bjóða fram aðstoð

Samkennd er ekki að segja:

„Hugsaðu jákvætt“ ..

„Vertu sterk/ur“

„Þetta er ekki svo slæmt“ ..

o.s.frv. –

Það er svo mikilvægt að gera ekki lítið úr öðrum eða tilfinningum annarra –  og nota frasa eins og „hugsaðu jákvætt“ –   þegar einhver segir að honum líði illa.   „I feel your pain“ .. eða ég finn sársauka þinn, – hvað get ég gert? – er rétta nálgunin, eða a.m.k. í upphafi.  Seinna þegar búið er ná trausti má fara að ræða jákvæðni.

Það er vissulega þannig að það er betra að hugsa jákvætt, en þú dembir því ekki á manneskju sem er t.d. í miklum andlegum eða líkamlegum sársauka. –   En ef að hún fær hjálp og stuðning, getur vel verið að hún fari að hugsa jákvætt.   Það er nefnilega hægt að misnota frasana og þá virka þeir öfugt,  eða stuðandi á þann sem tekur á móti.

Dæmi um misnotkun á frasa er t.d. að segja við manneskju í sorg – sem er að rifja upp minningar:  „Lifðu í núinu“ …  þið sjáið hvað það er taklaust, en allt hefur nefnilega sinn tíma.  Sumt er viðeigandi og sumt ekki – og þar skipta bæði staður og stund máli.

Samkennd er ekki vorkunnsemi, –  það er gott að taka það fram, því fæstir vilja láta vorkenna sér.

Orðið sam-kennd  er eiginlega sama og sam-tilfinning.  Eða það að skilja tilfinningar hins aðilans.  Það þarf þroska til samkenndar og áhuga eða vilja til að setja sig í spor annarra.  –  Engin/n vill láta gera lítið úr tilfinningum sínum.

Hlustum, skiljum, virðum – þannig öðlumst við traust.

images

Ein hugrenning um “Að sýna samkennd; einstaklingi/starfsmanni/þjóð …..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s