„Ég er þú“ ….

Hvað þýðir það að elska náungann eins og sjálfan sig? –   Það er næstum eins og að við skiptum um hlutverk við náungann og gerðum það fyrir hann, sem við vildum gera fyrir okkur sjálf. –  Ef við værum flóttamaður myndum við vilja bjarga honum, og bjóða mannsæmandi líf? –  Ef við værum peningalaus og biðum í röð eftir mat,  myndum við vilja hjálpa okkur til að við þyrftum ekki að bíða í röð? –   Hjálpin verður að vera slík að allir fái að halda sinni mannlegu reisn.   Það þýðir að þegar við hjálpum setjum við okkur ekki ofar en sá/sú sem hjálpað er,  vegna þess að við erum í raun sá eða sú sem við erum að hjálpa og við getum aldrei verið stærri eða minni en önnur manneskja,  vegna þeirrar einföldu staðreyndar að allt fólk er skapað jafn verðmætt og mikilvægt.

Það gerir okkur ekki verðmætari það sem kemur að utan,   eignir okkar eða menntun.  Við erum í raun fullkomin þegar við fæðumst, – en erum misjafnlega opin fyrir að uppgötva það.

Við erum öll fræ af lífsins  tré,  en föllum á misjöfnum stöðum niður í jarðveginn.  Þegar við gerum okkur grein fyrir að ég er þú og þú ert ég,  erum við öll eitt þá eigum við kannski auðveldara með að samsama okkur náunganum,  jafnvel þessum sem okkur finnst leiðinlegur eða vondur,  vegna þess að það er bara leiðinlegi hluti okkar eða hinn illi.

Það er ýmislegt gott sem fylgir uppgötvuninni að vera eitt með öllum öðrum.   Það er þessi tenging við þau sem farin eru,  þau eru ekki undanskilin því að vera við.  Við sjáum okkur sjálf í náunga okkar, – lítum í spegil og sjáum andlit þeirra sem okkur eru mest tengd,  heyrum rödd þeira og skynjum návist þeirra í okkur sjálfum. –

Guð í okkur sjálfum og Guð í náunga okkar.  Kannski er það Guð (eins og ég skynja Guð) sem er tengingin milli mannfólksins.  –

Það er mikilvægt að rækta það góða í sér,  og gefa því meira rými, – leyfa náunganum að lifa sínu lífi og á sinni vegferð og leyfa okkur að lifa okkar lífi og okkar vegferð,  og láta gott af okkur leiða eins og okkur er mögulegt.  Gera það besta úr þessu fræi sem féll til jarðar.

„Féll til jarðar“ … skemmtilega orðað.  Því við búum á jörðinni, lifum á jörðinni og vöxum og döfnum á jörðinni.   Viðkvæm blóm og á okkur rignir, og það kemur stormur,  margir stormar,   og svo kemur sólin –  allt þarf að vera í jafnvægi svo við þrífumst.  Ekki of mikil rigning og ekki of lítil og ekki of mikil sól og ekki of lítil.   Ræktunarskilyrði þurfa að vera fyrir hendi.

Við erum ein eilífðar smáblóm …. öll sem eitt,  í blómagarði eilífðarinnar.  Svo kemur að því að blómið deyr,  en það samlagast moldinni á ný, og upp koma ný blóm – en við höfum samlagast jarðveginum og nýju blómin taka næringu úr þessum jarðvegi.

Ég er þú – og ég hef ekkert að fela.

Ég finn til …… þín

971890_412903325485195_97787239_n

Ein hugrenning um “„Ég er þú“ ….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s