„Enginn kemur að sjá mig“ …

Eftirfarandi pistill er í anda þess efnis sem ég hélt á fyrirlestrum mínum á námskeiðinu „Sátt eftir skilnað“ –  en þar deildi ég m.a. reynslu minni að ná fótfestu og sátt þegar „lífið“ ákvað að fara í aðra átt en í upphafi var ætlað.  Ég hef stundum kallað það þvingaða breytingu á lífinu,  jafnvel þó að við tökum sjálf af skarið þá er það eitthvað sem hefur orðið til þess að við neyðumst til að taka ákvarðanir sem við hefðum helst vilja að sleppa við. –  …  Pistillinn getur líka átt við margt annað, – og skilaboðin eru ýmis og þar á meðal að láta ekki aðstæður viðhalda stjórn á lífi okkar.  Við verðum í sumum tilfellum vissulega fórnarlömb,  en það er óþarfi að sitja fastur í því hlutverki.

479969_212909205514142_2108425776_n

„Ein ég sit og sauma, inní litlu húsi, enginn kemur að sjá mig, nema litla músin….“ ..  Flestir kannnast við þuluna sem hefst á þessum orðum og er hluti af barnaleik. –  En stundum líður sumum okkur svona, – eins og mús í húsi sem enginn kemur að heimsækja.

Fyrsta skiptið sem ég upplifði, að mér fannst, óbærilegan einmaleika var þegar við eiginmaður minn til 20 ára skildum árið 2002,  og ég flutti ein í íbúð. –   Það var yfirþyrmandi eftir að vera hluti af fimm manna fjölskyldu að fá bara börnin til sín við og við.   Það má segja að „hefðin“ sé að karlinn flytji út en í okkar tilfelli gerði konan það.

Ég hef alla tíð verið ákveðin að vera ekki fórnarlamb aðstæðna,  eða upplifa mig sem slíka.  (Auðvitað með undantekingum vegna þess að ég er svo fullkomlega ófullkomin).   Þá spyr maður (kona í þessu tilfelli) sig ekki,  „Hvað get ég ekki gert?“ –  Heldur „Hvað get ég gert?“ ..    og heldur ekki „Af hverju kemur engin/n í heimsókn?“ eða „Af hverju býður mér engin/n í heimsókn?“ …  Heldur  „Hvern ætti ég að heimsækja?“  og „Hverjum ætti ég nú að bjóða í heimsókn?“ …

Þá fór ég að halda skemmtileg konuboð, – og gerði þáverandi heimili mitt á Hallveigarstíg að skemmtilegum samkomustað.  Það var svo gaman hjá okkur stundum að yngri vinkonur mínar úr guðfræðideildinni mættu stundum í balldressinu og ætluðu fyrst að koma við á Hallveigarstígnum en fara svo út,  en enduðu bara með að vera fram á nótt við blaður og skemmtilegheit.

Stundum verðum við bara að hífa okkur upp á skóreimunum og fara af stað, ef okkur langar í selskap.   Ekkert „Æ,æ, ó, ó, aumingja ég“ … eða „enginn vill vera með mér“ ..  Auðvitað skal taka það fram að við sjálf ættum að vera okkar besti félagsskapur, það er eiginlega ómögulegt ef okkur finnst við sjálf leiðinleg!   Þá þarf aðeins að fara að hrista sjálfspíslarhvíslarann af öxlinni.  Þennan sem hvíslar „Þú ert ekki mikils virði“   „Hver heldur þú að þú sért?“  o.s.frv.

Það er svo gott að muna, svipað og ég skrifaði hér að ofan að hugsa: „Hvað get ÉG gert“ í stað „Hvað geta hinir gert“ …

Við getum auðvitað bent í austur og  bent í vestur og fundið út hver okkur þykir bestur!! ..

Við höfum valdið ….. (You have the POWER) ….

appelsina

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s