Vertu „glaða barnið :-)“ ..

Ég á marga frasa.  Einn af þeim er „Við erum öll særð börn særðra barna“ og hann nota ég til að útskýra af hverju fólk hegðar sér stundum eins og það hegðar sér – út frá tilfinningum hins særða barns.

Einn morguninn þegar ég var að ganga í vinnuna í fallegu vetrarveðri, þá hugsaði ég nýja hugsun, – og var hissa á að ég hefði ekki notað hana fyrr.

„Við erum öll glöð börn glaðra barna“ ..   Öll vorum við líka einhvern tímann glöð, eða örugglega langflest.   Þessari gleði má alls ekki gleyma og við megum ekki skammast okkar fyrir að gleðjast eins og börn.

Barnsleg gleði er einlæg gleði.  Stundum langar okkur að hoppa og skoppa og hlæja.   En þá kemur stundum einhver fullorðinn aðili (oftast við sjálf sko)  sem tekur í hnakkadrambið á okkur eða sussar á okkur.  – „Uss ekki þessi læti“ ..

Stundum er sussað á glöð börn, – „vertu ekki með þessi læti“ ..  eða eitthvað álíka.    En gleðin má alveg fá útrás, og það er mjög mikilvægt að hleypa gleðinni að,  fíflast svolítið og leika sér.

„Við erum öll glöð börn glaðra barna“ –  og svo koma barnabörn glaðra barna … 🙂

Hvenær hættum við eiginlega að leika okkur?

image

Ein hugrenning um “Vertu „glaða barnið :-)“ ..

  1. Yndislegt. Þú kannt þetta Jóhanna 😘 Og ert alveg frábær. Ég á einmitt svo erfitt með gleðina núna.. Þessi rödd sem þú talar um hljómar allt of hátt í höfðinu á mér. Kannski vegna þess að dóttir mín. Sem ég get einmitt „gleymt mér“ með er flutt erlendis og ég hef ekki séð hana í 4 mánuði. Ég þarf að finna aðra leið til að hlúa að barninu í mér aftur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s