„Af því pabbi minn sinnti mér ekki þegar ég var barn og unglingur, ætla ég sko ekkert að sinna honum…“

Fyrirsögnin er tekin úr daglega lífinu, – eitthvað sem ég heyrði.  Faðirinn var afskiptalaus, og sonurinn upplifði áhugaleysi og tómlæti frá föður. –  Þeir töluðust varla við. –  Síðan varð sonurinn sjálfur faðir, en hann vildi að sjálfsögðu ekki að hans börn myndu alast upp við afskiptaleysi föðurs og sinnti þeim vel.  Hann vildi ekki verða eins og pabbi sinn.

Stundum lærum við af því sem fólk gerir og stundum af því sem fólk gerir ekki.

En nú var faðirinn orðinn lúinn og veikur af krabbameini, og þurfti aðstoð og hann rétti út hendi til sonarins, sem hann hafði ekki verið til staðar fyrir.

Hvernig á sonurinn að bregðast við?  Er ekki bara auga fyrir auga og tönn fyrir tönn?  Borga í því sama?

Hvað hefur þá lífið kennt syninum?    Jú, það kenndi honum að vera til staðar fyrir sín börn, – og reyndar var það pabbi hans sem kenndi honum það þó það væri með því að gera hið andstæða.   Sonurinn lærði af því hvernig hann vildi EKKI vera.

En hvað með að sinna þeim gamla á sjúkrabeði?    Af hverju ekki að vera föðurbetrungur, og stja kærleikann í fyrsta sæti, – og gefa skilyrðislausan kærleika?   Þá fyrst hefur sonurinn lært.  Lært að gefa án þess að einhver eigi fyrir því.

Ég er nokkuð viss um það að þegar upp er staðið yrði sonurinn sáttari við sjálfan sig,  að kveðja föður sinn með kærleika,  að fyrirgefa föður sínum en ekki dæma hann.   Faðirinn var vankunnandi í ´samskiptum, sem hann kannski lærði af sínum föður.

Þetta verður hugvekja mín í dag, – og kannski heyrir hana einhver sem á óuppgert við vanmáttugt foreldri og vill ekki fyrirgefa það sem einu sinni var.

En fyrirgefningin er lausn, og hún er gjöf til okkar sjálfra um að lifa frjáls.

Hlutverkin hafa snúist við, – þegar hinn aldni faðir þarfnast uppkomins sonar.  Þá er tækifæri til að snúa við blaðinu og verða kærleiksríkur kennari föður síns.

Tvisvar verður gamall maður barn. 

images

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s