13 ástæður ….

Í fyrsta skipti á ævinni lenti ég í „binge-watching“ –  sem ég veit ekki hvað kallast á íslensku, –   kannski „rað-áhorf“ á þáttaseríu sem kallast  „13 Reasons Why“  .. og fjallar um unga stúlku sem tekur líf sitt og aðdragandann að því;   einelti,  þöggun,  kynferðisofbeldi, meðvirkni o.fl. –

Meðvirkni birtist  nær undantekningalaust  þegar um brengluð mannleg samskipti er að ræða. –
Meðvirkni eru eðlileg viðbrögð við óeðlilegum aðstæðum (meðal annars).

Ég ætla ekki að rekja þessa seríu hér,  heldur það sem mér, frá mínum sjónarhóli, fannst standa upp úr.   Það er það að unglingar sem áttu í erfiðleikum,  leituðu ekki til foreldra sinna eða oft ekki neinna þegar að þeir upplifðu vanlíðan.

Það var þessi mikla þögn – og að eiga vandann með sjálfum sér.  –  Það var einnig það að draga rangar ályktanir og í stað þess að spyrja viðkomandi að hugsa frekar hvað hann eða hún var að hugsa!  –

Hvers vegna gæti þá mögulega farið illa  ….     (þegar ég skrifa „við“ .. þá er ég að tala út frá sjónarhóli barna og unglinga .. )   

Við tölum ekki við foreldra okkar,  eða önnur náin skyldmenni um það sem er að gerast og okkur líður illa út af.    Kannski vegna þess að við erum í skömm út af því sem gerðist eða teljum það okkur að kenna?

Eða:  Við tölum við foreldra eða náin skyldmenni,  en þau sýna ekki skilning – eða trúa ekki.    Kannski er fjölskyldan þannig að vandamál eru ekki rædd,  –  og það mikilvægasta af öllu að allt líti vel út fyrir aðra,   hvað sem það kostar?  ..   (Þöggun og yfirborðsmennska,  að láta eins og allt sé i lagi þó það sé ekki í lagi). 
—–
Eða:  Við teljum að við séum að gera mikið úr einhverju sem er mjög ómerkilegt og gerum okkur ekki grein fyrir hversu mikil áhrif þess sem gerðist eru.  –  Þess vegna látum við það vera að tala.     

Eða:  Við segjum frá og teljum það mikið – og að okkur líði illa,  EN viðkomandi  gerir lítið úr því sem kom upp – svo við verðum ringluð og förum að efast um eigin tilfinningar.

(Þegar við vorum lítil börn og grétum þegar við meiddum okkur,  og einhver sagði  „vertu ekki að gráta – þetta er ekkert vont“ ..  þá lærðum við að trúa betur öðrum hvernig okkur liði en okkur sjálfum.   – Þetta er mikil einföldun, enda ekki málið að gera langan pistil). 

—-

Eða:  Við segjum frá,  foreldrarnir taka því alvarlega,  virða það sem sagt er –  og leita til skólans eða félagsmálayfirvalda  – en stjórnendur skólans eða félagsmálayfirvöld taka ekki á vandanum –  hafa ekki úrræði, kunnáttu eða mannsskap.


Við viljum ekki vera „leiðinleg“ – og skemma einhverja stemmingu eða viðhorf sem eru almenn í unglingasamfélaginu.

Við erum í óvissu með muninn á réttu eða röngu og þorum ekki að standa með okkur.   Við kunnum ekki að setja mörkin og segja NEI,  –   jafnvel þó við finnum það á líkama okkar að það sé rangt þá „leyfum“ við því að gerast –  undir þeim formerkjum að vilja ekki vera „leiðinleg“  –   og jafnvel missa vináttu.

Dæmi:  Kærustupar hittist á heima hjá öðru þeirra.  Drengurinn vill horfa á klámmyndir í tölvunni,  en stúlkan vill það ekki.    Hún segir .. æ, ég veit það ekki … en meinar að hún vilji ekki,  en þorir ekki af ótta við að vera  „Tepra“ eða „leiðinleg“ enda er það notað á hana fljótt . „æ vertu ekki svona leiðinleg “ ..  og hún gefur eftir,  en upplifir skömm fyrir að gefa þannig „afslátt“  af sinni siðferðiskennd eða vilja.   Einnig upplifir hún að hún virðir ekki tilfinningar sínar – og þá ekki sjálfa sig.

Þetta er t.d. mjög algengt í kynlífshegðun,  ef að annar aðilinn er ekki tilbúinn.  En hinn beitir þrýstingi,  að viðkomandi vill ekki vera „leiðinleg/ur“ ..    en forsendan fyrir kynlífi er þá algjörlega brostin, –   og er ekki til að njóta heldur að geðjast eða þóknast,  og þá er komið ójafnvægi. –

Eins og fram kom í upphafi,  er meðvirkni stóri þátturinn í brengluðum samskiptum. –
Þau sem eru meðvirk,  eru háð – og ósjálfstæð.     Í tilfelli stúlkunnar sem vill ekki neita piltinum um að horfa á klámmyndir –  er óttinn við að missa forsenda þess að hún fer gegn eigin vilja.  –    Hún er skotin í stráknum  –  og telur sig jafnvel ekki eiga kost á að eiga kærasta NEMA með því að þóknast því sem hann vill. –

Þetta gildir að sjálfsögðu í báðar áttir.  Stúlka gæti farið fram á eitthvað við dreng sem hann vill alls ekki,  en gerir það í þeirra  „villutrú“  að hann þurfi að gera þetta til að halda í kærustuna. –

Það er ekki spurning – að málamiðlanir eru nauðsynlegar í samskiptum –   og það er allt í lagi að gera eitthvað fyrir hinn þó manni langi ekkert svakalega,   EN og stórt EN,  ef það brýtur gegn siðferðiskennd,  eða viðkomandi upplifir niðurlægingu á einhvern hátt við þá „málamiðlun“  þá er hún RÖNG. –

Okkur á að líða vel  og ef við finnum að það sem verið er að biðja okkur um,  hvort sem það er tengt kynlífi eða öðru,  – þá eigum við ÖLL að fá að vita það að við erum það verðmæt – að tilfinningar okkar  eru ekki á útsölu og það á ekki að gefa afslátt af þeim!

Niðurstaða:  Sjálfstyrking ungmenna,  – að þau læri að setja mörk,  virða sig og tilfinningar sínar  ætti að vera GRUNNFAG  í skólum landsins.    Foreldrafræðsla um meðvirkni einnig. – 

Þátturinn um 13 ástæður hvers vegna ..   endaði á því að fólk fór að segja sannleikann og aflétta þöggun.   Það er einnig stór hluti í að afbrengla samfélag leyndarmála,  yfirborðsmennsku og afneitun á vanda.

SANNLEIKURINN MUN GERA OKKUR FRJÁLS   

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s