Að breyta samskiptamynstri …

Ef við værum að reyna að hitta bolta í körfu,  og köstuðum of stutt – þá gefur það auga leið að boltinn fer ekki í körfuna. –   Ættum við þá að kasta eins næst eða prófa að kasta örlítið lengra?    Við köstum kannski lengra,  og förum aðeins of langt – og boltinn fer framhjá.  –  Ættum við að kasta aftur eins?  –   Nei, auðvitað ekki,  við förum þá milliveginn og það kemur væntanlega að því að við gerum körfu!  –

Hvað með samskiptin okkar? –     Hvað með samskipti við maka, mömmu, börnin, vini .. vinnufélaga, eða bara hvern sem er.    Hvernig náum við að skora hjá þeim? –

Er eitthvað fólk sem við lendum alltaf í vandræðum með og rifrildi? –    Gæti verið að við séum alltaf að bregðast við því  á sama máta. –

einstein.jpg

Það var víst Albert Einstein sem sagði að það væri klikkun eða geðveiki að gera alltaf það sama aftur og aftur og búast við nýrri niðurstöðu.

Gott dæmi er t.d. foreldra og börn .  Dóttur sem  þolir ekki hvað mamma setur alltaf út á hana,  og hún bregst ALLTAF ein við með pirringi og svarar með kaldhæðni. –   Líklegt til árangurs (til að skora?) ..  Nei væntanlega ekki. –

Galdurinn er því að breyta aðferðafræðinni,  hvernig við svörum – er eins og að breyta fjarlægðinni frá körfunni. –

Ef við viljum breyta samskiptamynstri,  þýðir ekkert að ætla hinum aðilanum að breytast.   Það getur auðvitað gerst ef að hann/hún  vill það eða ætlar sér það,  en það er ekki okkar að breyta viðkomandi.    Við getum í raun séð hann fyrir okkur sem körfuboltakörfu, –  og við myndum ekki ætlast til þess að karfan færðist nær, heldur myndum við nálgast hana á annan hátt,   frá hlið, koma nær eða fara fjær.  –

Hér má sjá gott videó með Eckhart Tolle –  um samskipti við foreldra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s