Matur og tilfinningar …. leyfðu þér að öskra …

Upp kemur óróleiki … hvað er til inní eldhúsi? –  Hmmm… súkkulaðikex? ..  tvö stykki hverfa eins og dögg fyrir sólu ofan í hyldýpið.  Það heyrist tómahljóð – því hyldýpið er svarthol sem hefur engan botn. –    Það líða nokkrar mínútur og þá kemur aftur óróleiki,  það eru afgangar á diski inní ísskáp –  kjúklingur frá því í gær, –  þú grípur læri og nartar af því og eins og kexið áður hverfur það líka í svartholið. –

Skrítið …   eða ekki.

Kannski á ekkert að vera að róa þennan óróleika? –   Kannski er það bara eins og að missa piss í skóna? –    Manni hlýnar í nokkrar sekúndur,  mesta lagi mínútur og verður svo aftur kalt. –

Kannski á bara að leyfa óróleikanum að vaxa og brjótast fram? –   Hvað gerist?  –    Hvað ef þessi óróleiki væri eins og barn í matvörubúð – sem stæði fyrir framan sælgætisrekkann og vildi fá nammi.   Á mamma að gefa nammi,  eða hafa vit fyrir barninu og segja nei? –   Verður þá ekki barnið alver snarbrjálað? –  Tekur kast?   Hvað ef það gerir það,   er það ekki bara að fá útrás sem það lærir með tímanum að eiga við.   Hættir að reyna að fá nammi,  ef það gengur aldrei upp? –

Hvað ef hugurinn virkar eins varðandi matarfíknina? –  Hvað ef þú segir:  „Nei“ ..  og tekur kast? –  Hversu mörg köst þarftu að taka – ef þú segir nei? –

Leyfum brjálaða barninu hið innra að öskra  í stað þess að leyfa því vaða endalaust í nammibarinn.

Árangurinn er „win-win“ ..   aukakílóin hætta að hrannast upp OG við tökumst á við tilfinningarnar sem annars eru bældar eða svæfðar með  áti. –

Þetta „meikar sens“ ..

Matur á matartíma  …    tilfinningar fá sitt rými .. og svo er svartholið fyllt með ljósi svo það verður ekki lengur svart.

 

(Þessi grein er skrifuð með innblæstri frá bókinni Yoga Nidra eftir Kamini Desai,  og  Women Food and God, eftir Geneen Roth.

FullSizeRender (3)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s