Erum við að ráðast á annað fólk – tilfinningalega – til að halda sjálfum okkur á floti? …

Eftirfarandi pistill er þýðing af pistli sem ég sá á netinu eftir gaur sem heitir Artie. Hann talar um þrjár aðferðir sem við notum til að meiða fólk,   hvernig við ráðumst á tilfinningar þeirra.    Enginn sem er sjálf/ur vel stemmd/ur myndi ráðast á tilfinningar fólks.       Þess vegna þurfum við að lækna okkar innra sár – til að upplifa að við séum jafningjar annarra en ekki ýta fólki niður fyrir okkur – eða halda okkur sjálfum á floti með tilfinningaárásum.

Pistill Artie er einhvern veginn svona:

„Þegar við upplifum það að vera aldrei „nógu eitthvað“   .. gerist það stundum að við látum það bitna á öðrum sem vörn – gegn þessu slæma sári innra með okkur.   Hér eru þrjár algengustu britingarmyndir þess að við séum með tilfinningaleg sár  (og notum þá þessar aðferðir):

  1.  Ásökun  (að kenna öðrum  um) 

Það að ásaka eða kenna öðrum um er ein aðferðin sem við notum til að losa okkur við „aldrei nógu góð“ tilfinninguna.    Þetta er þegar við tökum einhvern „slæman hlut“ – hversu smávægilegan (t.d.:  „Hver gleymdi að taka brauðristina úr sambandi“??)  og koma sök á einhvern,  svo þeim sé „haldið“  aðeins neðar.

Það sem einkennir þetta – er að okkur finnst að ekkert geti  gerst óvart –  það hlýtur alltaf að vera einhver sem gerði það,   og verknaðurinn alltaf tekinn þannig að það sé „eitthvað að“  persónunni  („hún er alltaf að klikka –  hún á eftir að kveikja í húsinu einhvern daginn!!!! )

2.  Að bera saman 
Samanburður er að bera saman það sem ein manneskja gerir  og bera hana saman henni í óhag við aðra,  og  halda henni niðri með því.

“Hvers vegna getur þú ekki verið meira eins og  _____?”

“Hvers vegna getur þú ekki  þénað eins vel og  _____?”

“Hvers vegna ertu ekki í eins góðu formi og   ______?”

Grimmasti samanburðurinn er sá  (eins og kyn þitt, hæð eða kynhneigð)   sem þú gætir ekki gert neitt í til að breyta.   Þetta er hluti af hver þú ert – og samanburður er einungis notaður til að þú samsamir þig skömminni.  (Við að vera ekki eitthvað).

 

3.  Kaldhæðni og smánun. 

Það fólk sem hefur íklæðst kaldhæðnisgrímunni hefur að öllum líkindum sjálft verið fórnarlamb kaldhæðni – í dágóðan tíma lífs síns –  og þetta er mjög sértækt „neikvætt sjálfstal“  sem er óeðlilegt,  svo ef þú þekkir það,  lærðir þú það einhvers staðar, og oftast er það í bernsku.

Kalhæðnisárásin  leggur upp með það að: „allir viti eitthvað sem þú veist ekki – (vitleysingurin þinn)“ – og þetta er sérstaklega hvasst vopn til að halda öðrum niðri.  Það eru ótal aðrar aðferðir við að segja sama hlutinn án kaldhæðni,  og samt sem áður nota mildan húmor.  En sá sem vill hæðast gerir í því að  ýta hinum niður til að halda sjálfum sér á floti.

Hvernig á að lækna þetta sár?

Lykillinn að því að heila hið djúpa sár – er ekki að bæla þessa hörðu innri rödd  sem segir „aldrei nógu góð/ur“ .. – eða að deyfa hana með alkóhóli, mat eða meiri góðum verkum eða framkvæmdum,  en í stað þes að reyna að bjarga henni –  þessi  sterka innri rödd er nefnilega óaðskiljanlegur  hluti af okkur –  hluti af okkar djúpa innra sjálfi,  sem hefur verið skorið frá okkur –  og er slasað og finnur mikið til.

Það er að reyna að koma heim og þarf á hjálp okkar að halda.

Þetta er hin sanna þýðing á „recovery“ eða bata –  að endurheimta þennan útlæga hluta okkar,  svo við getum verið heil og heiluð. “

1374953_622977047739252_2040852161_n

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s