Að festast í hlutverkinu …

„Unknowing – we don´t know who we really are. It´s like an actor who is playing a role – and while he is playing the role he becomes the actor. If the actor goes off stage and still thinks he is Hamlet he has a problem.
Essentially we know we are not our roles. “  
Tenzin Palmo
Stundum leika menn – og konur – mörg hlutverk í sama leikritinu. –  Fólk eins og Laddi og Edda Björgvins býr til karaktera,   en smellur svo úr karakter þegar þau koma af leiksviðinu. –
Í lífinu leikum við mörg hlutverk, –  sjálf er ég í hlutverki dóttur, móður, ömmu o.s.frv. – og ég hef tekið á mig hlutverk bæði nýju konunnar og þeirar fyrrverandi.    Við erum í mörgum hlutverkum samtímis.   Hlutverkin okkar eru líka starfið okkar;  prestur, lögfræðingur, ræstitæknir,  eða hvað sem er.
Sum störf krefjast að við séum í „karakter“  –  eða fólk ætlast til að fólk í ábyrgðarstöðum hagi sér á ákveðinn hátt – og fólk í ábyrgðarstöðum vill standast væntingar.   Leikarar eru líka í hlutvekum utan sviðs,   þeir eru í hlutverki „þeirra frægu“  eða „Celebreties“

Hlutverkin eru í raun eins og mörg lög utan um okkur, – eins og Babúska.   Innst inni er kjarninn heill – og óbreytanlegur.

Við erum „nakin“ þegar við erum ekki með hlutverk,  og eins og sumir leikarar þá veðum við kannski feimnari eða viðkvæmari sem við sjálf en að vera í hlutverki.  Hlutverkið er skjól.
Kannski er þess vegna svona erfitt að vera þau sem við raunverulega erum.
Þegar við sleppum öllum hlutverkunum – og líka hugsunum okkar um hver við erum.  Þá bara ERUM við.

Babus31

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s