þegar öðrum gengur vel …

Það er hægt að öfunda annað fólk ef því gengur vel,  en það er líka hægt að samgleðjast því.     Það að „ganga vel“  er reyndar mjög teygjanlegt og afstætt.  Það að ganga vel hjá einum er ekki endilega það sama hjá hinum.   Það er svona „miðað við“  eitthvað.  –
Fyrir suma er það að ganga vel að hafa heilsu,  en á meðan fyrir aðra þarf eitthvað svakalega mikið utanaðkomandi eins og að eiga mikið af peningum eða eignum.    Það er „ÞÁ“ sem gengur vel. –

Svo er annað.   Við „toppum“  á mismunandi tímum.     Stundum gengur vel hjá henni Siggu eða honum Óla – eða einhverjum – en fyrir ári gekk bara allt á afturfótunum hjá þeim.   Það er kannski pínku auðveldara fyrir suma að samgleðjast þeim þegar fer að ganga betur,  en þeim sem alltaf hafa verið „heppin“ ..    en enn kemur þetta með afstæðið inn í.
Þó að einhverjum virðist ganga vel – svona út á við –  þá er ekkert víst að viðkomandi sé svo sáttur og glaður í hjartanu,  þannig að kannski er hann bara ekkert öfundsverður? –

Í þessu öllu held ég að það sé best að líta bara í eigin barm og spyrja sig:  „Hvað er velgengni í mínum huga?“ ..      Kannski liggur svarið í spurningunni? –   „Í mínum huga“ .. Er velgengni kannski hugarfarslegur hlutur? –

Hvað ef að okkur líður vel mitt í stormi? –   Mitt í efnahagskreppu sitjum við og lesum bók við kertaljós og líður vel,   gengur okkur þá vel? –

Ég held að hugarfarið sé lykillinn að velgengni –  og um leið og við förum að öfundast út í náungann setjum við í bakkgír, –  okkur gengur ekki vel á meðan við getum ekki samglaðst   eða amk verið svona þokkalega hlutlaus,   því við vitum í raun ekkert hvað felst í þessari velgengni hans. –

Það „gengur“ vel … það er eitthvað sem gengur ..  það tikkar,  það er á hreyfingu,  það er lífið.  –

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s