Þið lögðuð af stað, hlið við hlið, með þann sameiginlega draum að eyða ævikvöldinu saman, – en einhvers staðar á leiðinni gerðist eitthvað – einhver óheiðarleiki, einhver sem vandaði sig ekki eða þið hreinlega þroskuðust í sitt hvora áttina. –
Draumsýnin um að ganga hönd í hönd út í sólarlag ævikvöldsins er þurrkuð út – og eftir stendur þú og hugsar einmitt: „Hvað gerðist?“ „Er eitthvað að mér?“ „Hvað er að honum/henni?“ .. Það eru alls konar spurningar, og sum svörin þekkjum við í hjartanu en sum alls ekki. –
Svo eru það tilfinningarnar allar sem geta verið svo erfiðar og kannski er það einmanaleiki og tómarúm sem toppar þessar tilfinningar. Það getur verið erfitt að upplifa sig eina/n – eftir að storminn lægir. Þess vegna, m.a. er gott að hitta aðrar manneskjur sem skilja þig og eru tilbúnar að deila sinni reynslu með þér.
Það er gert með skilningi og oft þarf að færa fókus.
Ef þú telur þig hafa þörf á svona námskeiði hafðu þá samband – eða bókaðu þig á johanna.magnusdottir@gmail.com
Námskeið fyrir konur 18. ágúst 2018 og 25. ágúst 2018 (Ég hef reynt að bjóða upp á þetta námskeið fyrir karla – en aðeins einu sinni hefur náðst í hóp, en ef þú ert karl að lesa þetta og hefur áhuga láttu mig vita og ég set upp námskeið.
Námskeiðið er haldið á Köllunarklettsvegi í Reykjavík. 09:00 – 16:00 og síðan eru 4 kvöld í eftirfylgni.
Verð fyrir námskeiðið er 29.900.- (ef greitt fyrir 2. ágúst – annars 32.900)
Innifalin hressing – kaffi – te – ávextir o.fl. Fyrirlestrar og gögn og eftirfylgni. (Hægt er að semja um skiptingu á greiðslu – eða afslátt ef það eru aðeins peningar sem eru að stoppa þig).
Byggt upp af fyrirlestrum og samtali.
Ath! – Ekki skiptir máli hvor að skilnaður er nýafstaðinn eða lengra liðið. Markmiðið er hamingjusamari þú. – Áttu það skilið?
Ef svarið er já – hafði þá samband johanna.magnusdottir@gmail.com
Ath! Einnig hægt að panta einkaviðtalstíma, hef mikla reynslu af því að hjálpa fólki að halda áfram með líf sitt eftir hvers konar áföll.