Sumarfrískrísa einhleypra …

Í fyrsta skipti sem ég heyrði af „sumarþunglyndi“  var það þegar ég var að vinna undir hatti Lausnarinnar. –    Það var reyndar samstarfsfélagi sem vakti athygli mína á þessu,  en hann sagði mér að  þegar færi að vora væru margir einhleypir  sem fengju kvíða fyrir sumrinu og þá sérstaklega sumarfrístímabilinu.

Ég þurfti að fá útskýringu,  en ég hafði alltaf tengt depurð og leiða frekar við skammdegið en sumartímann.

Ljósið hlyti jú að vera betra en myrkrið? –

En útskýringin kom:  „Jú,  þegar sumarið kemur fer fjölskyldufólk af stað í ferðalög um landið,   fer að grilla útí garði og einhvern veginn verða allir sýnilegri sem eru saman.     Þeir sem eru einhleypir –   eiga auðvitað oftast einhverja fjölskyldu,  eða vini, en ekki endilega einhleypa vini sem fara út í garð með þeim að grilla,  eða í tjaldútilegu.  –

Margir einstaklingar sem upplifa einmanakennd við að vera ekki í parasambandi,  jafnvel eftir dauðsfall maka eða skilnað,  upplifa hana af enn meira krafti yfir sumartímann. –

Það er í raun fátt sem kemur í stað þess sem fólk upplifir í góðu parasambandi.

Við erum misjöfn,  við manneskjurnar og sumir hafa það í sér að óska eftir félagsskap eða ganga í klúbba.   Einn klúbburinn er  „París“   en það er félagsskapur einhleypra  einstaklinga sem gera ýmislegt saman.    Ég veit af honum þar sem nokkrar vinkonur mínur hafa verið þar.

Ég er ekki „alvitur“  um slíkt – og e.t.v.  til  annar félagsskapur af þessari sort?   –

En einmanaleiki einhleypra yfir sumartímann – og í sumarfríi er mál sem er allt í lagi að setja upp á yfirborðið. –     Það gildir að sjálfsögðu alls ekki um alla – og  sumir eru alsælir með sig og myndu ekki vilja sjá líf sitt á neinn annan hátt,  og þá er þessi pistill ekki um það fólk.   Það er um fólk eins og vinur minn sagði mér frá og ég sagði frá í upphafi pistilsins.

Þessi vinur minn er nú fallinn frá svo pistillinn er ekki síst skrifaður í minningu hans.

12091407_10208128750474091_2519156810573685744_o

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s