Sjálfstyrking og uppbygging eftir skilnað .. kvennanámskeið

Enn eru laus 2 sæti á námskeiðinu „Sátt eftir skilnað“  – sem haldið verður í Reykjavík  (Köllunarklettsvegi)   25. ágúst  kl. 09:00 – 16:00  og síðan eru fjögur skipti í eftirfylgni á miðvikudagskvöldum kl.  20:00 – 21:30.

Stórar breytingar í lífi okkar geta virkað eins og jarðskjálfti.  Allt það sem maður hélt að yrði hefur hrunið.  –  Og þá þarf að byggja upp á nýtt.  Stundum eitthvað eins og oft eitthvað öðruvísi. –

Í námskeiðinu Sátt eftir skilnað er markmiðið  að koma út úr þessum aðstæðum sterkari og með vald og ábyrgð á eigin lífi. –   Svo skaðar ekki að hitta konur  sem deila með reynslu sinni og eru með svipaðar hugleiðingar um lífið og tilveruna. –

Á námskeiðinu eru fluttir tveir fyrirlestrar  „Sorgarferli verður sáttarferli“  og  „Að þekkja verðmæti sitt“ ..     síðan er unnið saman úr þessum fyrirlestrum og hópurinn fylgist að í gegnum  tilfinningarnar sem óhjákvæmilega eru til staðar þegar lífið tekur óvænta stefnu. –

Námskeiðið kostar 32.900.-  krónur   og innifaldar eru léttar veitingar,   kaffi/te, kaffibrauð og ávextir – en hádegismatur laugardag er undanskilinn. –      Sniðugt fyrir hópinn að skreppa t.d. á Kaffi Laugalæk sem er í nágrenninu.

Ef þú vilt tryggja þér pláss –  hafðu samband  á johanna.magnusdottir@gmail.com

(Ef þú kemst ekki 25. ágúst en hefðir áhuga síðar –  er möguleiki að sett verði upp námskeið í   október – nóvember,  og sendu mér þá póst ef þú vilt fá fréttir af því).

Ef þú ert í stéttarfélagi verður hver og ein að athuga með möguleika á þátttöku í greiðslu,  en þetta flokkast undir  sjálfstyrkingu, lífsleikni eða annað slíkt.

Vertu hjartanlega velkomin!

Jóhanna Magnúsdóttir

win_20160119_195406

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s