Námskeið m/ fjarfundabúnaði – Sátt eftir skilnað: Laugardag 4. apríl kl. 9:00 – 13:00 og síðan eru fjögur skipti í eftirfylgni á þriðjudagskvöldum kl. 20:00 – 21:30.
Þetta er námskeið sem ég hef haldið reglulega frá 2013, en að sjálfsögðu í öðru formi, en með breyttum tímum þarf að breyta aðstæðum.
Margar kvennanna sem hafa sótt námskeiðið í gegnum árin hafa eignast dýrmætar vinkonur í gegnum það að ganga saman í gegnum sorgina og uppbygginguna.
Ath! ég hef verið spurð út í karlanámskeið, ég hef haldið eitt með góðum árangri. Hef auglýst síðar en aldrei náð lágmarksfjölda. Karlmenn þurfa svo sannarlega á þessu að halda líka, en mitt val er að halda ekki blönduð námskeið, þó ég haldi þau svo sannarlega þegar um annað er að ræða.
—
Stórar breytingar í lífi okkar geta virkað eins og jarðskjálfti. Allt það sem maður hélt að yrði hefur hrunið. – Og þá þarf að byggja upp á nýtt. Stundum eitthvað eins og oft eitthvað öðruvísi. –
Í námskeiðinu Sátt eftir skilnað er markmiðið að koma út úr þessum aðstæðum sterkari og með vald og ábyrgð á eigin lífi. – Svo skaðar ekki að hitta konur sem deila með reynslu sinni og eru með svipaðar hugleiðingar um lífið og tilveruna. –
Það er svo gott að upplifa það að þú ert ekki ein ❤
Á námskeiðinu eru fluttir tveir fyrirlestrar „Sorgarferli verður sáttarferli“ og „Að þekkja verðmæti sitt“ .. síðan er unnið saman úr þessum fyrirlestrum og hópurinn fylgist að í gegnum tilfinningarnar sem óhjákvæmilega eru til staðar þegar lífið tekur óvænta stefnu. –
Þegar þú hefur skráð þig á námskeiðið og greitt staðfestingargjald – bæti ég þér í hóp á Facebook, þar set ég inn hlekk með Zoom fjarfundakerfi. 10 mín áður en við „hittumst“ kalla ég okkur saman. Við getum síðan tjáð okkur á skjánum.
Dagskráin er þannig:
Laugardagur 4. apríl
09:00 Hefst með kynningu á mér og ykkur.
10:00 Fyrirlestur „Frá sorg í sátt“ og umræður á eftir.
11:30 Fyrirlestur: „Um hið innra verðmæti“ og umræður á eftir.
13:00 Lokið –
Ath! tökum stutt kaffihlé þegar við á.
Þriðjudagskvöld: 7. 14. 21. 28. apríl kl. 20:30 – 22:00
Eftirfylgni og umræður.
Hópurinn getur einnig „talast við“ í facebook hópnum – og ég mun setja inn ítarefni þar.
Námskeiðið kostar kl. 24.000.- Hámarksfjöldi eru 10 konur (lágmark 5)
Ef þú vilt tryggja þér pláss – hafðu samband á johanna.magnusdottir@gmail.com
Vertu hjartanlega velkomin!
Jóhanna Magnúsdóttir