Sjálfstyrkingarviðtal … er það eitthvað sem þú þarft? ..

Stundum þurfum við einhvern til að segja okkur að við séum verðmæt – vegna þess að okkur vantar trú.   Trúna á okkur sjálf.  –

Þar sem ég er guðfræðimenntuð – fæ ég stundum spurninguna: „Ertu nokkuð með trúboð í fyrirlestrunum þínum?“ –   Þá svara ég yfirleitt:

„Eina trúboðið sem er í gangi núna er  trúin á ykkur sjálf“ ..    🙂 

Það er svo ótal margt sem okkur langar að gera,  eða dreymir um að gera – eða þorum ekki að gera  – og í flestum tilfellum gætum við gert það,  en vantar sjálfstraust og trú á eigin verðmæti og getu. –  Þá getur verið gott að ræða við „trúboða“  um eigið ágæti 😀 ..

Svo getur verið að við þurfum smá hjálp við að tengjast tilfinningum okkar og viðurkenna þær  –  því án þess að finna tilfinningar okkar erum við ekki að vera til ..

Vilt þú vera til?   Ertu að þrauka lífið – eða lifa því? –   

Vertu velkomin/n í viðtal   –  hægt að panta í gegnum  johanna.magnusdottir@gmail.com
Er með aðstöðu á Merkurgötu í Hafnarfirði 
Viðtalið kostar 8000.-   krónur

Einnig hægt að óska eftir fyrirlestrum fyrir hópa eða félagasamtök   (get komið út á land líka)  

codependent-no-more

„Okkar mesti ótti er ekki óttinn við okkar eigin ófullkomleika. Okkar mesti ótti er sá að geta okkar er takmarkalaus. Það er ljóminn frá okkur, ekki myrkrið í okkur, sem hræðir okkur flest. Það að gera lítið úr þér mun ekki gera heiminum gagn. Það er engin birta falin í því að þú gerir lítið úr sjálfum þér í þeim tilgangi að draga úr óöryggi annarra. Okkur er öllum ætlað að ljóma, líkt og börn gera. Getan til þess er ekki bara í sumum okkar, þetta getum við öll – og er við leyfum okkar eigin ljósi að ljóma, þá gefum við ómeðvitað öðru fólki leyfi til þess sama. Þegar við erum þannig frelsuð frá okkar eigin ótta, frelsar framkoma okkar sjálfkrafa aðra í kringum okkur.“

Marianne Williamson

Ein hugrenning um “Sjálfstyrkingarviðtal … er það eitthvað sem þú þarft? ..

  1. Flott🕵️‍♀️ Já takk ث

    On Wed, 15 Aug 2018 at 11:02, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, wrote:

    > johannamagnusdottir posted: „Stundum þurfum við einhvern til að segja > okkur að við séum verðmæt – vegna þess að okkur vantar trú. Trúna á okkur > sjálf. – Þar sem ég er guðfræðimenntuð – fæ ég stundum spurninguna: „Ertu > nokkuð með trúboð í fyrirlestrunum þínum?“ – Þá svara ég yfi“ >

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s