Taktu álagið af þér ..

Erum við undir álögum samfélags?   Álög í fleirtölu, álag í eintölu! –  Margir kvarta undan álagi og þá er gott að skoða rætur þessa álags og þessara álaga. –

Við höfum allskonar væntingar til okkar sjálfra:  Við ÞURFUM  að gera þetta og við VERÐUM  að vera þarna og vera hinssegin og svona.    Að þurf að verða veldur álagi.

Þessi álög eru í raun lögð á okkur í bernsku að þurfa og verða – að þurfa að GERA alls konar hluti,  vegna þess að einhvers staðar urðu þau gölluðu  gildi til í samfélaginu til að það að GERA eitthvað  yki verðmæti okkar og gerði okkur gildandi manneskjur.

Okkur er innprentað að við séum „Human doings“  í stað „Human beings“  eða  við séum Manngerur í stað þess að vera Mannverur.

Við fæðumst skilyrðislaust verðmæt og erum gildandi manneskjur „No matter what“ – eða sama hvað syngur. –

Þegar við losnum undan álaginu að ÞURFA og VERÐA ..   þá frelsum við okkur sjálf úr álögum sem samfélagið setti á okkur.    Þá fer okkur frekar að LANGA og VILJA og það er bara svo miklu skemmtilegra að starfa og lifa á þeim forsendum. –

Eitt af því neikvæðasta orði sem við höfum yfir manneskju (okkur sjálf líka)  er orðið LETI.   Að vera latur er yfirleitt litið neikvæðum orðum.  Að vera latur = að vera ekki að gera neitt.     Hvernig líður okkur þegar við erum „löt“ – jú kannski fáum við samviskubit af því að vera ekki „dugleg“  eða að vera ekki að taka til, setja í þvottavél, eða eitthvað sem maður „Á“ að vera að gera.  (Held að þarna sé komið Á-ið í Álag).   Það er nefnilega hollt að vera löt og losna undan pressunni að vera að gera eitthvað.   Við þurfum líka að muna það að það að vera að gera eitthvað gerir okkur ekki merkilegri eða dýrmætari en aðrar manneskjur.  –

Það sem er skemmtilegast við það að leyfa sér leti og enga pressu,  er að þá er maður að setja í hlutlausa gírinn – og svo bara þegar maður er tilbúinn þá er skipt yfir í 1. gír og fyrr en varir ertu komin/n í  3. 4. 5. eða hversu hátt sem það nær –  en vegna þess að manni langar –  en ekki vegna þess að maður  „þarf“ ..

Það eru mörg verkefni sem krefjast þess að vera leyst af hendi og í raun „þarf“ að vinna því þau vinna sig ekki sjálf, –  en við getum breytt okkar hugarfari gagnvart þessum verkefnum.    „Mig langar að raða fötunum í fataskápnum því þá er betra að finna þau.“  „Mig langar að vaska upp,  því þá á ég hreina diska næst þegar ég borða.“   „Mig langar að fara út að ganga því ég veit hvað mér líður vel í fríska loftinu“  –

Ef maður finnur réttu forsendurnar þá verður allt léttara –  og maður bara „þarf“ ekki neitt!  ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s