Sorgin er viðkvæm eins og ungabarnið ..

Ég rifjaði upp það sem ég skrifaði á Facebook 8. nóvember 2013 – en það var m.a. þetta (örlítið breytt):

„Aldur barns er talinn í mánuðum fyrsta árið, – og tíminn sem liðinn er frá andláti náins ástvinar er talinn í mánuðum.
Tíu mánaða gamalt barn er afskaplega ungt og viðkvæmt, og tíu mánaða sorg er afskaplega ung sorg – og viðkvæm.   Þá er mikilvægt að sorgin/barnið – eigi góða að sem bera það og vernda og sýna umhyggju.   
Það er stundum freistandi að missa fókusinn á ljósið og grúfa sig undir sæng, og stundum minnist ég orða spekingsins sem sagði, að þegar við værum að gera gott, kæmi stundum „hið illa“ og reyndi að bregða fyrir okkur fæti. – Ég held þó að „hið illa“ þoli ekki svo vel ljósið og verði eins og skessurnar og tröllin, að steini við geislana. –
Þess vegna er enn mikilvægara að halda fókus, stilla á rétta bylgjulengd og velja gleði og jákvæðni. –
 
Að vera sterk, er það eina sem er í boði, hafandi það í huga að berskjöldun og viðkvæmni  (vulnerability)  er líka styrkleiki. Að játa það að geta ekki allt, og að finna til, vera særð og aum, en halda samt áfram.
 
Ég þakka tóna lífsins, þakka fyrir andardráttinn, þakka fyrir kyrrðina og núið, því það er allt sem er.“
Við umgöngumst þessa sorg eins og við umgöngumst ungabarnið,  með kærleika og mildi,  en stöðvum ekki þroska þess með því að ofvernda það eða hlífa við því sem það þarf að læra.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s