Ekki gefast upp á hinum sorgmæddu…

Sorg fylgir sársauki.  Sársauki sem þarf að finna sér farveg – og auðvitað er best ef að fólk getur grátið og tárin hreinsa sorgina.     En jafnvel þó við grátum, þá verður sársaukinn eftir, engin tár ná að hreinsa ….  sársaukinn situr eftir.
Hjartað er sem flakandi sár og fólk í sorg – fullt af sársauka, er viðkvæmt.  Það er viðkvæmt fyrir umhverfinu,  þráðurinn styttist og það er viðkvæmt fyrir vinunum.
„Þessi hringir ekki“ ..    „Af hverju kemur enginn í heimsókn?“ …   einhver sagði eitthvað MJÖG óviðeigandi. –     Allt sem aðrir gera, eða gera ekki,  verður einhvern veginn áhrifameira,  vegna þess að sjálfið er viðkvæmt.
Þetta getur orðið til þess að hin sorgmæddu verða reið –  sorgin og sársaukinn fær ekki bara útrás í tárum, heldur orðum.  Segir eitthvað  leiðinlegt eða særandi (á móti) við vinina sem verður jafnvel til þess að vinir fara og bara gefast upp á syrgjandanum.
„Hann var bara dónalegur!!!“  ..
Þetta líf getur verið  svo flókið – við verðum jafnvel þeim verst, sem við unnum mest.
Þá er málið að gefast ekki upp á syrgjandanum.
Hvers þörfnumst við – alltaf?   Við þörfnumst alltaf ástar – kærleika – umhyggju – skilnings – hlustunar  o.s.frv.

Til syrgjandans:   Vinir þínir eru ekki sérfræðingar í sorg og samskiptum.  Þeir finna kannski til með þér – en þeir vita ekki hvernig þeir eiga að vera, hvað þeir eiga að segja.   Þeir vilja vel – en eru vankunnandi.    Ekki dæma þá of hart.  ELSKUM

Til aðstandanda/vinar þess sem er í sorg:    Veitum vinum okkar og vinkonum í sorg athygli, – verum í sambandi, komum í heimsókn,  látum hann/hana vita að þau eru ekki ein.   Ekki dæma of hart.   ELSKUM.

Ég trúi að allir séu að gera SITT besta miðað við uppeldi og aðstæður sem þau búa við og kunnáttu í mannlegum samskiptum.    Mætum því fólki með mildi og í stað þess að dæma það,  þá mæta í auðmýkt og spyrja:  „Hvað get ég gert fyrir þig?“   „Mér þykir vænt um þig“ ..  o.s.frv.

 

be kind

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s