Er fíkn þrá eftir faðmlagi? … örlítil umfjöllun um „Rocketman“

Kenning dr. Gabor Maté er að fíkn sé þrá eftir faðmlagi. Skv.. Brene Brown erum við „wired for love and connection“ .. eða víruð til að vera elskuð og í tengslum.

Í myndinni „Rocket Man“ um ævi Elton John, fáum við innsýn í æsku hans og uppeldi og fjölskyldutengsl eða tengslalaleysi. Foreldrar eru sýnd sem fjarlæg og kaldlynd – og hann er alltaf að bíða eftir viðurkenningu foreldra sinna og þráir sérstaklega hlýju og faðmlag frá föður sínum.

Í gegnum myndina eru myndbrot þar sem hann mætir sjálfum sér sem litlum dreng – og það fallegasta er þegar hann loksins tekur sjálfan sig í fangið.

Elton John hefur verið edrú í 30 ár og segir sjálfur að hann væri dáinn hefði hann ekki hætt að neyta hugbreytandi efna. Þegar við heyrum fólk segja að við þurfum að elska okkur sjálf, þá er það nákvæmlega þetta sem átt er við. Að við sem fullorðin – tökum okkur sem börn í fangið. Að við veitum sjálfum okkur athygli og virðingu og tengjumst okkur sjálfum. – Það er auðvitað yndislegt að eiga í fallegu sambandi við annað fólk, en við getum ekki stjórnað hvernig annað fólk er, sérstaklega þá foreldrar okkar.

Þessar væntingar og vonbrigði gagnvart foreldrum virðast vera gegnum gangandi hjá svo mörgum, – og þegar við hættum að ergja okkur yfir framkomu foreldra við okkur sem börn, og tökum fókusinn af þeim og yfir á okkur sjálf – föðmum okkur sjálf, þá hefst batinn. „The healing begins when the blaming game stops“ (Facing Codependence) – Ég hef þýtt það sem: Þegar ásökunum linnir hefst batinn. – Þegar við erum að horfa til baka, þá er það til að skilja okkar uppvöxt og aðstæður og hvers vegna við erum eins og við erum. Hvers vegna við bregðumst við eins og við bregðumst við, en alls ekki til að leita að sökudólgum. Ef við erum fókuseruð á sökudólga – missum við athyglina á okkur sjálfum og eyðum dýrmætum tíma í að reyna að breyta hegðun þeirra sem við höfum enga stjórn á. – Þau einu sem við getum í raun „stjórnað“ erum við sjálf. Svo elskum okkur – viðurkennum – og gefum okkur hlýtt og gott faðmlag, því við erum öll elskunnar virði.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s