Eftirfarandi texta skrifaði ég á facebook fyrr í vikunni; – svona að því tilefni gefnu að ég er á leið til Íslands. Jólaengilinn föndraði ég svo eftir að ég sá mynd af engli sem búinn var til úr tveimur grímum/möskum .. eða „mundbind“ eins og Danir kalla það – og teygju. – Finnst hann táknrænn og svo sannarlega verndandi.
….
Ég fylgi, að sjálfsögðu, þeim fyrirmælum sem sett eru upp við komuna til landsins. Fer í covid test – er svo komin með sóttkvíaraðstöðu í kjallaranum hjá systur minni. – Hvað um FRELSI mitt? – Stjórnendur landsins og heilbrigðisyfirvöld eru í fyrsta skipti að eiga við heimsfaraldur. Við verðum að gefa þeim „leyfi“ til að gera sitt besta og styðja við þau eins og við getum og fara að lögum. Allir eru að gera sitt besta.
Ef ég væri að keyra um nótt og það kæmi rautt ljós – þá myndi ég samt stoppa, því það er hluti af öryggiskerfinu. Það er líka hluti af öryggiskerfinu að fara í sóttkví, halda fjarlægð, nota grímu o.s.frv. – Hvers vegna ekki að leyfa hinum viðkvæmu og öldruðu að njóta vafans? Ég er ekki hrædd við að smitast sjálf, en alveg eins og ég myndi ekki vilja aka yfir á rauðu ljósi eða vilja aka undir áhrifum áfengis, vegna þess að ég myndi kannski geta orðið völd að umferðarslysi sem gæti jafnvel leitt til dauða annars fólks, þá tek ég ekki þann séns, – vegna „MÍNS“ frelsis að eiga það á hættu að mögulega skaða/smita annað fólk. –
„Frelsið er yndislegt ég geri það sem ég vil“ … á meðan ég (mögulega) skaða ekki annað fólk. …
Að öllu þessu sögðu, þá vil ég heldur ekki skaða fólk með munnsöfnuði – „verbal abuse“ … vil ekki senda þeim bölbænir eða reiði mína. Til að gera það besta úr öllum aðstæðum, þá munum eftir kærleikanum í garð náungans. Sendum hvert öðru blessun og sjáum hvort að það virkar ekki betur? …Það er fullorðins
