Lausnin frá fíkn …


Eftirfarandi pistill er að hluta til efni frá mér – og að hluta til (sérstaklega listinn) úr þessari grein: https://psychcentral.com/blog/weightless/2019/03/how-to-reconnect-to-yourself#1

Dr. Gabor Mate útskýrir í mjög góðu og aðgengilegu videói að lausnin frá fíkn sé „to reconnect“ eða endutengjast sjálfum sér. Það hefur orðið rof á milli þín og …. þín. Við þurfum að komast frá því að vera ótengd sjálfum okkur – yfir því að vera tengd. Við leggjum kannski megin áherslu okkar á það að tengjast öðrum. „Finna ástina“ – „Finna sálufélagann“ .. þarna úti …. og þannig að tengjast öðrum. Eða þá að við finnum fyrir þessu rofi – þessari sundrungu eða tómi, en reynum að fylla það með einhverju sem er „EKKI VIГ .. þ.e.a.s. með efnum – áfengi, vímuefnum, með mat, með vinnu, með kynlífi, með öllu því sem kemur í raun utan frá, en er ekki hið innra.

Þetta útskýrir Eckhart Tolle svo vel þegar hann segir frá betlaranum sem vissi ekki að hann sat á kassa fullum af gulli. – Hann betlaði því hann vissi ekki hvað hann átti. Hann opnaði ekki kassann – því honum hreinlega datt ekki í hug að þar væri eitthvað. Hvað ef að við sjálf erum full af gulli, – við Íslendingar erum jú vigtuð skv. mælieiningu sem hér áður fyrr var notuð til að vega gull!! – Hvað er barnið margar merkur? – er spurt. Hversu mikið gull er barnið? – Það er aldrei spurning um að barnið sé EKKI gull 🙂 … Ef barnið er gull, erum við þá ekki sem fullorðin ennþá gull? 🙂 … Þetta var útirdúr – en samt …

Hvernig endurtengjumst við – sem höfum kannski verið lengi ótengd þessu barni og þessum fjársjóði sem við erum? – Hvernig verðum við eigin sálufélagar? Ég ákvað að spyrja þessarar spurningar á netinu og fann góðar upplýsingar sem ég deili hér með þér:

Málið er að þetta er ekki stór framkvæmd, eða stórt skref – þetta er eitt lítið skref í einu.
Hér eru skrefin:

  • Veittu sjálfum/sjálfri þér áhuga – og spyrðu þig þegar þú vaknar á morgnana: „Hvernig líður mér? (Þú þarft ekki að bíða eftir að annað fólk spyrji – eða sýni þér áhuga eða væntumþykju með þessari spurningu).
  • Reyndu að sleppa því að dæma tilfinningar þínar eða sjálfa/n þig fyrir að finna þær. Ekki segja: „Ég ætti ekki að vera leið/ur“ „Ég er hræðileg/ur fyrir að vera svona afbýðisöm/samur.“ „Ég er veikgeðja vegna þess að ég er svo kvíðin/n.“ „Ég er ömurleg/ur að vera svona reið/ur.“ …
  • Sittu í þögn, án þess að skoða símann þinn, án þess að hlusta á tónlist, án þess að gera nokkuð annað en að hlusta á hjartslátt þinn eða andardrátt.
  • Ástundaðu hugleiðslu, þú getur byrjað með stutta hugleiðslu en svo aukið við – muna litlu skrefin.
  • Farðu í göngutúr – án heyrnartólanna.
  • Hlustaðu á hljóðin í náttúrunni – sem geta hjálpað þér við að hlusta á sjálfa/n þig.
  • Skapaðu list. Skrifaðu smásögur eða heila bók. Málaðu mynd. Skrfiaðu ljóð um sjálfa/n þig, sólarlagið, um erfiða eða spennandi tilfinningu. Búðu til myndaalbúm með uppáhaldshlutunum þínum.
  • Dansaðu. Við rólega tónlist. Við hraða tónlist. Í danstímum með öðrum. Með sjálfum þér. Með einhverjum.
  • Spyrðu þig stundum: „Hvað er það sem ég elska/nýt þessa stundina?
  • Spyrðu þig: „Hvað liggur mér á hjarta?“ „Hvað er mér efst í huga?“ Þú getur kannski skrifað dagbók.
  • Verðu tíma í náttúrunni. Á strönd. Í garði. Við vatn. Í skógi. Á fjöllum.
  • Taktu sjálfsmyndir og virtu þig fyrir þér – með mildum augum.
  • Talaðu við meðferðaraðila – eða markþjálfa.
  • Útbúðu lista af draumum þínum, óskum og löngunum. Hugsaðu þér hvernig þér líður þegar óskir þínar rætast.
  • Farðu á stefnumót með sjálfri/ sjálfum þér einu sinni í mánuði, hvort sem það er að gera bara hvað sem er með þér, lesa bók á kaffihúsi, eða fara í ísbíltúr í uppáhaldsísbúðina þína og njóta.
  • Spyrðu þig: „Hvernig get ég látið mér þykja vænt um mig?“ „Hvernig get ég látið mér þykja vænt um mig – andlega, tilfinningalega og líkamlega. Í dag, þessa viku, í þessum mánuði?
  • Finndu eitthvað fallegt í einhverju. Í þínum eigin augum, í annarra augum, í augum barns, í himninum, í því sem þú ert að gera – í bók sem þú ert að lesa.
  • Útbúðu pláss á heimili þínu fyrir uppáhalds hlutina þína – bækur, olíur, dagbók, kerti, fjölskyldumyndir, róandi myndir, listaverk eftir börn, og verðu tíma þar á morgnana og kvöldin. – Einhvers konar altari – eða „safe place.“
  • Umvefðu þig með hlutum sem eru hvetjandi og vekjandi. Losaðu þig við hluti sem gera það ekki – eins mikið og það er mögulegt.

    Að endurtengjast okkur sjálfum þýðir að við hægjum á, hlustum, lærum, könnum, leikum, undrumst, erum forvitin og áhugasöm – og rannsakandi um það sem er að gerast hið innra.

    Fíkn er fjarvera … frá okkur sjálfum, að endurtengjast er samvera með okkur sjálfum.

    Lausnin frá fíkn – ert þú. Þú ert gullið – þú þarft bara að sjá þig.




Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s