Náungakærleikur og náttúrsamtal … á gönguferð!

Býð upp á námskeið sem fer að mestu leyti fram á gönguferð á bökkum Suðurár í Heiðmörk. –
Hvar – hvernig – hvenær? –

Mæting við Tungufell (Hólmsland, Tungufell)
Dags: miðvikudag 7. júlí kl. 17:00 (ath breyttan tíma)
17:05 Kynning og grænn „living food“ hveitigrassnaps í boði fyrir þátttakendur
17:15 Lagt af stað í 3 km gönguferð sem skipt er upp í mismunandi náttúrusamtöl. Gangan er létt og engin hækkun, en það er þýft við árbakkann svo betra að vera vel skóuð, og kannski með göngustafi fyrir þau sem eru óörugg. –
18:30 Komið til baka í Tungufell og boðið upp á heitt kakó eða tesopa og upplifun rædd.
19:00 Lokið 🙂 …

Markmiðið er að læra svolítið í samræðulist og virkri hlustun – sem hjálpar okkur við að virða bæði náungann og náttúruna.

Þetta má vera pínku dularfullt og óráðið – eins og ævintýri og því verður ekki útskýrt – fyrr en komið er á staðinn hvað felst í „náttúrusamtali“ – ég fór sjálf á svona námskeið í Danmörku og hafði gaman af, og býð nú upp á það hér í okkar dásamlegu náttúru – og auðvitað bæti ég svolitlu af mínu efni í pakkann.

Við munum enda í Heilunarstofunni hjá mér – eða úti á palli, ef þannig viðrar.

Hámark 12 manns

Þátttökugjald kr. 3000.-

Bókið ykkur hjá johanna.magnusdottir@gmail.com eða í einkaskilaboðum á facebook s. 8956119


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s