Hvað veist þú um samband skilnaðar og meðvirkni? – Langar þig að læra svolítið um það og á sjálfa/n þig? – Hefur þú upplifað höfnun? Býrð þú við óuppgerða sorg eftir skilnað – jafnvel sem var fyrir mörgum árum, eða ertu nýskilin/n og veist ekki í hvorn fótinn þú átt að stíga? – Lofaðir þú annarri manneskju að treysta henni, elska og virða, – en gleymdir að lofa sjálfum/sjálfri þér? –
Í framhaldi af þessum spurningum ætla ég að bjóða upp á hið marg- eftirspurða námskeið „Sátt eftir skilnað“ – sem ég nú kalla „Frá sorg til sáttar eftir skilnað“ verður nú aftur í boði. –
Námskeiðið er fyrir öll þau sem vilja vinna úr erfiðum tifinningum við skilnað – hvort sem skilnaður er ný afstaðinn, eða eftir sitja tilfinningar.
Hvenær og hvernig og hvar?
Námskeiðið verður haldið laugardaginn 14. ágúst frá kl. 10:00 – 16:00 með eftirfylgni
fjögur kvöld – frá 20:00 – 21:30 – sem þátttakendur og leiðbeinendur koma sér saman um að hittast.
Staðsetning er í Hólmslandi, Tungufelli – (Heiðmörk).
Verð: 31.900.- bókunargjald kr. 3000.- (til að festa plássið) rest greiðist fyrir 5. ágúst.
Hámark 10 manns á námskeiði
Innifalin morgunhressing, ávextir, kaffi og te, hádegismatur og eftirmiðdagshressing.
Leiðbeinandi: Jóhanna Magnúsdóttir, kennari, ráðgjafi og guðfræðingur.
Dagskrá laugardags:
10:00 mæting, morgunhressing og kynning
11:00 Fyrirlestur
12:00 Úrvinnsla og samtal
13:00 Hádegismatur
14:00 Fyrirlestur
15:00 Úrvinnsla, samtal og heimferðarhugleiðsla.
16:00 Lokið ❤
Markmið námskeiðisins er að um leið og sorginni við skilnað er veitt athygli – að ná sátt við sjálfa/n sig og þá breyttu stöðu sem þú hefur í lífinu sem fráskilin/n einstaklingur.
Til að bóka þig eða fá nánari upplýsingar – hafðu samband í einkaskilaboðum á facebook, eða johanna.magnusdottir@gmail.com sími 8956119.
Umsögn 44 ára konu sem tók þátt í námskeiðinu „Lausn eftir skilnað“ „Mesta áfall í lífi mínu var að skilja. Mér fannst mér hafa mistekist, þetta var ekki ætlunin, ég var uppfull af sorg og skömm og föst þar. Ég hafði engar aðferðir og engin tæki til að vinna úr þessu áfalli. Á námskeiðinu Lausn eftir skilnað með Jóhönnu Magnúsdóttur kom léttirinn, því ég var ekki ein og til var leið til úrvinnslu. Lausn eftir skilnað er réttnefni námskeiðsins, það var mér ómetanlegt á leið minni til betra lífs.“
Bakvísun: Skilnaður – væntingar og vonbrigði | JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR,