Stundum þurfum við að stoppa til að skynja lífið ..

Þessi pistill er skrifaður af „sjúkrabeði“ – já er með flensu,  en ekki það illa haldin að geta ekki skrifað eða spekúlerað! –  Pistillinn er innblásinn af videói með Paulo Coelho sem hægt er að sjá í lok pistilsins þar sem hann lýsir upplifun sinni af því að festa jeppa sinn í eyðimörk og hvernig hann og samferðafólk vann úr því. – Ég hef sjálf verið að nota svipaða líkingu,  þegar ég hef verið að útskýra fyrir fólki setningu Eckhart Tolle:

“Accept – then act. Whatever the present moment contains, accept it as if you had chosen it. Always work with it, not against it.”

Þetta er líka það sem felst í sáttinni við aðstæður. – Það er ekki það sama og uppgjöf og langt í frá. –  þetta er munurinn á að vinna með aðstæður en ekki gegn þeim. –  Að gera það besta úr því sem komið er. – Það þýðir ekki að fara í að ásaka hvorki sjálfan sig né aðra fyrir að vera komin í ákveðnar aðstæður. – Það hjálpar engum, en við getum lært af aðstæðum,  skoðað af hverju við erum komin þangað sem við erum komin. –

Hvað gerum við þegar við festumst í eyðimörk?-

Ekki að það sé algeng lífsreynsla fólks á Íslandi, en þetta getur átt við hvað sem er.  Að lenda í hindrunum á lífsleiðinni,  bæði raunverulegum og hindrunum hugans. –

Jeppi Paulo og samferðamanna festist s.s. í eyðimörkinni. –  Þá talar hann um að gera það besta úr aðstæðum. –

„Surrender your self to God, but you do it with faith, – you are never alone“..

Þetta er svipuð upplifun og úr texta 23. Davíðssálms,  „Þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert því þú ert hjá mér“ ..

Fólk segist ekki þurfa hjálp, en Paulo segist alltaf þurfa fólk, ekki vegna einmanakenndar heldur vegna þess að það er svo gott að hafa einhvern við hlið sér. –

Hann tekur þetta dæmi úr eigin lífi, – að lenda á eða í hindrun, – og eins og áður sagði gera það besta úr því sem komið er. – Njóta samferðafólksins, og íhuga líf sitt. –  Það er í raun að sætta sig við aðstæður, og vinna þaðan úr þeim. –

„Every time I go astray please take me back“ er bæn Paulo til Guðs.

Texti sem ég nota sem bæn mína til Guðs er úr sálmabók

„Leið mig Guð eftir þinu réttlæti, gjör sléttan veg þinn fyrir mér því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhulta í náðum.“ –
Í þessum dimma dal sem við göngum, gengur Guð með okkur og býr okkur borð frammi fyrir fjendum okkar og sleppir aldrei af okkur hendinni. En við njótum ekki öryggis hans ef við finnum ekki fyrir því af því að við stoppum aldrei nógu lengi til að muna að við getum ekki barist ein heldur Guð/æðri máttur fyrir okkur og með okkur. –

Stundum þurfa hlutir að gerast til að við áttum okkur á að „við erum“ segir Paulo Coelho. –  Við getum þotið í gegnum lífið án þess að stoppa og hugsa,  eða veita lífinu eða sjálfum okkur athygli. –

Sjá betur í sögu Paulo:

2 hugrenningar um “Stundum þurfum við að stoppa til að skynja lífið ..

  1. Flott hjá þér Jóhanna. Þú ert svo djúp og andlega þenkjandi og það gefur mér svo mikið að lesa hugleiðingarnar þínar.
    Takk.

    Kv,

    Elín.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s