Guð minn almáttugur! ..

Fyrirsögnin er algeng upphrópun, – yfirleitt þegar eitthvað alvarlegt hefur gerst eða hneykslanlegt jafnvel – og hefur sjaldnast eitthvað með Guð að gera, eða kannski allt með Guð að gera? –  Gaman að Eckhart Tolle sem hefur sagt að hugtakið Guð sé ónýtt,  en í raun sé allt hans spjall, spjall um Guð. –

En ég skil vel við hvað hann á – og ég held við vitum það öll og á Guði eru til álíka margar skilgreiningar og mennirnir eru margir og það talar hver og ein/n út frá sinni guðsmynd. –

Það er því rétt að ég taki hér fram að ég tala út frá minni guðsmynd, ekki fyrirframgefinni af reiðum Guð eða Guð dómhörku. –  Guðsmynd mín byggist á Guði  kærleika og samhygðar,  „Guð í alheimsgeimi og Guð í sjálfri mér“ – sbr. ljóð Steingrímst Thorsteinsson, en að sjálfsögðu er þar aðeins um einn Guð að ræða en ekki tvo. –

Það eru margir sem velt hafa fyrir sér almætti Guðs, – af hverju deyja og veikjast börn ef Guð er almáttugur, af hverju er svona mikil sorg og af hverju svona mikið óréttlæti? –

Auðvitað hef ég líka velt þessu fyrir mér eins og margir aðrir, – en ég hef komist að minni niðurstöðu, og það kemst hver að sinni. – Sumir hafa komist að þeirri niðurstöðu að Guð sé bara hreint ekkert almáttugur, en svo er e.t.v. ekki til neitt sem heitir almáttugur, því að aldrei er hægt að uppfylla allar óskir, – eins og tekið er fyrir í kvikmyndinni „Bruce Almighty“  þar sem allir óska sér að vinna stóra vinninginn í Lottóinu.-

Almætti Guðs liggur – á allt öðru plani en að uppfylla allar óskir eða svara öllum bænum. –

Almætti Guðs liggur í hinu skilyrðislausa. – 

Guð verður mér alltaf meiri og stærri vegna þessa eiginleika.  Eiginleikans að fyrirgefa og elska án skilyrða. –  Þar liggur almætti Guðs og þess vegna er m.a. talað um „Æðri mátt“ –

„Þekktu sjálfa/n þig, og þú munt þekkja alheiminn og Guð“ ..  þessi „sjálfur eða sjálf þú, ert ekki það sem þú gerir eða framkvæmir, heldur barnið sem fæddist í þennan heim, barnið sem gat horft á fingur sér og dáðst að þeim án dómhörku –  barninu sem hugsaði ekki „oh hvað ég er með ljóta og feita putta, eða hvað hafa þessar hendur gert til að vera stoltar af?“ – Heldur einungis virt fingur sína fyrir sér án þess að dæma og sem hluta af sjálfu sér. –

Ég held ég komist næst því að skilja elsku Guðs þegar ég lít til minna nánustu – og þá helst barnanna minna. –  Sama hvað börnin mín gera, hvað þau starfa, hvaða einkunnir þau fá, eða hverju þau klúðra, elskan til þeirra er alltaf til staðar.. –

Eftir því sem við eigum auðveldara með að elska fleiri án skilyrða, svo ekki sé talað um okkur sjálf.  Við þurfum ekki alltaf að sanna okkur, eða tilverurétt okkar til að þiggja ást, heldur aðeins að vera tilbúin að þiggja hana.  Að við eigum fyrirgefningu skylda, við þurfum aðeins að biðja um hana. –  Það gerum við með því að iðrast og vera auðmjúk. –

Lífið er flæði og Guð er flæði eða orka. Í Biblíunni er talað um „lifandi vatn“ og eilífa lind. –  Það er talað um barmafullan bikar, sem þýðir það að hafa nóg, en ekki hafa fengið allt of mikið af verkefnum – eða vera yfirkominn af sorg eins og sumir hafa mistúlkað þessi orð í 23. Davíðssálmi.

Það er mikilvægt að stöðva ekki þetta flæði, en það stöðvast þegar við leyfum ekki tilfinningunum okkar að fara í gegnum okkur. –  Þegar við leyfum þeim að taka bólfestu innra með okkur. – Þær verða eins og hrúður á sálinni. –  Fyrirgefningin er ekki síst mikilvæg í eigin garð. – Ekkert okkar hefur lifað fullkomnu lífi, og við höfum e.t.v. eitthvað sem okkur líður illa með, – það hafa allir. – Það er mikilvægt að muna að það er þarna æðri máttur: Guð,  sem er tilbúin/n að samþykkja þig eins og þú ert,  en þú þarft líka að gera það sjálf/ur. –  Þess vegna er oft talað um að fela okkur æðri mætti,  þegar við viðurkennum þennan vanmátt okkar gagnvart sjálfum okkur og öðrum. –

„La, la, la, la Life goes on“ .. sungu Bítlarnir og margir textarnir þeirra er skemmtilega einföld lífsfílósófía. –

Hið ákjósanlega ástand okkar í lífinu er heilbrigði sem felst í jafnvægi og flæði. –  Sumir segja að veikindi og vandamál séu stíflur, og oft hafa þessar stíflur myndast (og oftast) vegna tilfinninga, – athugið að barn í móðurkviði skynjar tilfinningar móður og börn skynja andrúmsloft á heimili. –

Heilbrigði og hamingja móður og föður og allra sem í kringum eru er því mikilvæg fyrir heilsu barnsins og þess vegna er líka svo mikilvægt að þó að foreldrar skilji að þau biðji fyrir hamingju hins, því að ekkert barn á skilið óhamingjusama foreldra. –  Ég hef heyrt af fólki sem hefur óskað hinu óhamingju, – óskað barnsföður sínum eða barnsmóður óhamingju. –   Þá erum við komin langt frá skilyrðislausri fyrirgefningu og kærleika og langt frá Guði. –

En við erum ekki almáttug, en það er gott að skilja þetta – að þegar við óskum öðrum óhamingju þá virkar það eins og bjúgverpill og getur hitt aðra á leiðinni. –

Guð óskar ekki neinum óhamingju.

Guð elskar þig og mig skilyrðislaust, hefur trú á okkur og allt sem við þurfum að gera er að taka á móti og segja „takk“

Já, þar liggur almætti Guðs. –

Ég talaði um ójafnvægi og óréttlæti í heiminum, – hinn hungraði heimur kemur þá oft upp í hugann, – hvers vegna er hluti heimsins að deyja úr offitu á meðan hluti er að deyja úr hungri? –  Getum við eitthvað gert í því? –

Á meðan að auði heimsins er svona misskipt, á meðan við erum svona ófullkomin sjálf og treystum okkur ekki til að bjóða náunganum jafnan hlut, þá verður ójafnvægið.   (Ekki fara í sektarkenndina eða ásökun á hina .. við erum bara mannleg). –   Fyrst er að sjá hvað er að og síðan er kannski agnarsmár möguleiki á að fara að breyta. –

Við byrjum á að breyta okkur sjálfum, ná innra flæði, ná innra jafnvægi og ró. –  Prófa að elska alla skilyrðislaust og óska öllum hamingju og ástar. – Finna orkuna í sjálfum okkur hvernig hún breytist, og ef þetta gengur vel þá smitar það út frá okkur.

Skilyrðislaus ást, skilyrðislaus elska og skilyrðislaus hamingja.

Þá er bikarinn barmafullur og lífsfyllingu náð. –  Í bikarinn er flæði inn og út – „áin er djúp og breið og hún rennur til mín og hún rennur til þín.“ .. Tárin okkar eru gjöf Guðs og merki þess að losna sé um flæðið. –  Við tökum inn tilfinningar og við birtum þær með hlátri eða gráti,  sorgin og gleðin verða þannig systur sem styðja við flæðið. –  Milli þessara systra þarf að ríkja jafnvægi, alveg eins og í heiminum öllum. – …..

„The greatest wisdom is in simplicity. Love, respect, tolerance, sharing, gratitude, forgiveness. It’s not complex or elaborate. The real knowledge is free. It’s encoded in your DNA. All you need is within you. Great teachers have said that from the beginning. Find your heart, and you will find your way.“

Úr speki Maya indjána.

„Guðs ríki er innra með yður.“

Úr Biblíu kristinna manna.

Set hér í lokin eitt af uppáhalds ljóðunum mínum, sem ég finn styrk í þegar ég á erfitt eða líður illa. – og segi bara takk. –

Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.

Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.

Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?

Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.

(Sigurbjörn Einarsson)

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s