Lífsteppið ..

„In many oral traditions, wisdom is represented by a temple, with two columns at its entrance: Fear and Desire. When a man stands at this entrance, he looks at the column of Fear and thinks: “my God, what will I find further ahead?” Then he looks at the column of Desire and thinks: “my God, I’m so accustomed to that which I have, I wish to continue living as I have always lived.” And he remains still; this is what we call tedium.“ Paulo Coelho
Gróf þýðing – velkomið að koma með betri: –
Í margri söguhefðinni, er viskunni líkt við musteri, með tveimur súlum við innganginn: – Ótta og Löngun. – Þegar að einhver stendur við innganginn, lítur hann á súlu Óttans og hugsar: „Guð, hvað finn ég þarna lengra inni?“ – Síðan lítur hann á súlu Löngunar og hugsar: „Guð, ég er svo vanur því sem ég hef, ég vel að lifa eins og ég hef alltaf lifað.“  Hann heldur því kyrru fyrir; þetta er það sem við köllum leiðindi. –
Það er sorglegt ef við látum óttasúluna verða ráðandi. – Við þurfum líka að skoða af hverju óttumst við? – Hvað getur gerst – og hvað er það versta?  –
Það eru voða margir sem fylgja ekki draumum sínum, virða ekki þrár og langanir af ótta við mistök, að þeir velji rangt og að það gangi ekki upp það sem við ætluðum að láta ganga upp. –  Sá ótti tengist oft, hvað aðrir halda um okkur, við skömmumst okkar, búin að fara í nám aftur og aftur, eða í samband aftur og aftur og það gengur ekki upp.  – En auðvitað þurfum við að prófa til að vita. –
Sumir eru mjög brenndir eftir sambönd og lýsa því yfir að ætla aldrei aftur í samband, og það er vegna þess að þeir eru hræddir við að lenda í því sama aftur. –  Það sem við þurfum að gera er að vinna í okkur sjálfum,  það er sambandið við okkur sjálf sem skiptir öllu máli og þegar við förum að geta borið virðingu fyrir okkur og treyst okkur, þá fylgir yfirleitt virðing á móti og traust. –
Það má spyrja sig hvort sé verra, vonbrigði eða eftirsjá?
Ef við upplifum vonbrigði, þá höfum við a.m.k. prófað og sannreynt.
Ef við upplifum eftirsjá, að hafa ekki dveljum við oft í því að horfa til baka og hugsum „oh ef ég hefði“ .. – Það er auðvitað ekki rétta leiðin, við verðum að fyrirgefa okkur ef við gerðum ekki,  því eftirsjá er vondur staður að búa á. –
Enginn vill leiðinlegt líf. – Þegar nemendur voru að koma til mín og íhuga hvað þeir vildu læra í háskóla og voru ekki vissir, hvatti ég þau til að prófa, því að nám er aldrei eyðsla á tíma. – Þó að við klárum ekki viðkomandi nám, þá höfum við a.m.k. prófað og það verður oft bara trappa að því næsta eða bútur í bútasaumsteppið okkar. –  Það sama gildir um blessuð samböndin.   Það er vont að þora ekki í samband, og lifa í hræðslu við að eitthvað gæti mögulega farið úrskeiðis. –
Þess vegna þurfum við að vera svolítið hugrökk og láta eftir löngunum okkar til að vita hvað bíður inn í musteri viskunnar. – Því að það sem þar gerist verður auðvitað alltaf lærdómur,  stundum erfiður og ef það er ekki það sem hentar okkur,  þá höfum við a.m.k. lært af því. –
Viljum við eiga litlaust og einfalt líf – fullt af öryggi þar sem við hreyfum okkur ekki spönn frá rassi. Erum örugg í sófanum, eða viljum við eiga skrautlegt líf.
Sum reynsla kemur til okkar án þess að við biðjum um hana, henni er bara „dembt“ á okkur og við höfum ekki val. –  Önnur reynsla er sú sem við getum valið, sú leið sem er inn í musterið þar sem við fylgjum löngunum okkar. –
„Faith or Fear“ – eða Trú eða Ótta“  –  Það er gott að hafa trúna með eða traustið í farteskinu þegar við höldum af stað í átt að draumum og löngunum. –  Ég hef yfirleitt litið á elskuna sem andstæðu óttans, – og skrifaði grein þar sem ég talaði um að næra elskuna og svelta óttann. –  Það má alveg eins næra trúna/traustið og svelta óttann. –
Við komumst ekki framhjá óttanum, – við nálgumst hann með því að horfast í augu við hann og fara í gegnum hann. – Við segjum: „Þetta var erfið lífsreynsla að fara í gegnum“ – við förum semsagt í gegnum reynsluna og í gegnum lífið, en ekki framhjá því,  eða bíðum við dyrnar og látum okkur leiðast.  Nú eða hlaupa í burtu og gera allt annað, en það er flóttinn frá lífinu og tilfinningunum og kallast í daglegu tali: fíkn. –
Allt sem við gerum verður eins og bútur í bútasaumsteppinu okkar, það má kalla það „Lífsteppið“ – og þessi teppi geta litið út á mismunandi hátt. –  Sum eru komin hingað til að fara í gegnum lífið létt – og þá verður reynslan eins og úr leikskóla, segir Louise L. Hay, sem hefur reynt mikið. – Ef við fáum stóran pakka að glíma við, erum við eins og í háskóla. – Við útskrifumst þá úr þessu lífi með e.t.v. fimm háskólagráður eða meira. –
Mér finnst gott að líta á þetta svona, – ég deili lífsskoðunum Louise L. Hay og fleiri sem hugsa þetta svona. – Ég virði þá sem hugsa öðru vísi. –  Það léttir mér að takast á við sársaukann sem ég hef upplifað,  léttir mér líka að fella varnir  og leyfa mér að vera berskjölduð og grímulaus.
Það er vandlifað, en ég er þakklát því að ég veit að mitt lífsteppi verður mjög skrautlegt, og er reyndar orðið mjög skrautlegt,  bæði vegna þeirra erfiðu verkefna sem ég hef fengið í lífinu (og skemmtilegu)  og vegna þeirra sem ég hef valið og ákvarðana sem ég hef þorað að taka. –
Sagt „já“ á réttum stöðum og „nei“ á réttum (og oft röngum ;-)).
Skelli hér videóinu hennar Brené Brown með um „The Power of vulnerability“ –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s