„Ég er hamingjusamur og mér líður svo vel“ …

Ég skrapp í Arion banka við Hlemm til að sækja mér peninga, en það er partur af „nýja lífinu“ að nota peninga en ekki kreditkort. –  En það er nú ekki það sem þessi pistill fjallar um. –

Ég ætlaði s.s. að nota peningana til að versla m.a. heilsukökur að hætti Jóa Fel inní  Hagkaup,  sem ég nýlega hafði smakkað, en skipti um skoðun þegar ég sá að Yggdrasill var beint á móti bankanum og ég hlyti nú að fá eitthvað heilsusamlegt með kaffinu þar inni. –

Ég fann þar kúrbítsköku sem framleidd var í Sólheimum í Grímsnesi, svo það gat nú varla verið betra,  gekk að kassanum en fyrir framan mig stóð kona fyrir og sonur hennar ungur, kannski svona 10-11 ára gamall.   Allt í einu sagði hann hátt og snjallt úr eins manns hljóði:

„Ég er hamingjusamur og mér líður svo vel“ ….

Það fór einhver ánægjubylgja um mig,  ég leit á mömmuna sem brosti til stráksins síns og svo til mín. –  Afgreiðslukonan brosti fyrst til mömmunnar og svo þegar kom að mér,  brostum við ennþá báðar og ég leit á enn aðra konu sem stóð til hliðar við búðarborðið og við brostum hver við annarri.  –

Ég er enn með þessa vellíðunartilfinningu í maganum eftir þessa skemmtilegu upplifun í búðinni. –

Gott að leyfa sér að njóta stundarinnar, – hvað svo sem var að gerast í gær get ég sagt hvernig mér líður akkúrat núna:

„Ég er hamingjusöm og mér líður svo vel! …

Ef þú smellir HÉR getur þú lesið grein sem heitir Hamingjuforskotið

3 hugrenningar um “„Ég er hamingjusamur og mér líður svo vel“ …

  1. Bros er fyrsta viðbragðið. Notaleg orð eru næstu „atlot“. Kisa kemur og nuddar sér upp að manni. Það er kunnugleg snerting. Farið hljóðlega og nett að viðkomandi, svo hann veiti athygli og gefi kettinum smá mjólkurdreitil.
    Konan hér að ofan hefur verið í dásamlegu skapi þegar hún las pistilinn þinn, þess vegna verða viðbrögð hennar svona hamingjusöm.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s