Feður og dætur ..

Ég hef verið að lesa svo sorglegar fréttir undanfarið, sem innihalda samskipti feðra og dætra.  Þið vitið um hvaða fólk ég er að tala. Það skiptir ekki öllu máli, – og þessi pistill fjallar ekki um einstök mál heldur bara almennt um þessi tengsl, og það sama gildir um tengsl milli annarra í fjölskyldunni, hver svo sem þar eiga í hlut.  Auðvitað gæti þetta verið móðir og sonur, eða systir og bróðir.

Öll þessi vondu samskipti eiga sér rætur í sársauka. EInhver segir eitthvað eða gerir eitthvað út frá eigin sársauka.

Er allt þetta fólk sem tilheyrir sömu fjölskyldunni tilbúið til að ganga ósátt til hinstu hvílu? –   Hvað ef að einhver deyr og ekki hefur náðst sátt?

Það er svo sorglegt að horfa upp á ættingja, jafnvel í valdabaráttu, um eitthvað sem eyðist,  þ.e.a.s. þessi völd flytur enginn með sér inn í eilífðina. –  Sálin fer með okkur inn í eilífðina, sál sem hefur e.t.v. ekki náð að fyrirgefa.  Og eftir verður sál sem heldur nær ekki að fyrirgefa,  sál sem situr uppi með að vera búin að missa e.t.v. barnið sitt og kvaddi það ekki með sátt. –

Í mínum huga er fátt sorglegra.

Mér finnst þetta líka ákveðið vanþakklæti fyrir lífið.  Að eiga dóttur eða eiga föður, að eiga son, að eiga móður,  en ná ekki að njóta þess að eiga samskipti við hvort annað.

Sum sár eru svo djúp að þau er erfitt að heila,  en þar finnst mér að guðsfólkið,  eða sem telur sig trúa á kærleiksríkan Guð,  ætti einmitt að biðja Guð um lækningu og heilun.  Biðja Guð um að hjálpa sér við fyrirgefninguna.

Ég hef litla trú á illskunni, hvað sem hver segir.  Ég trúi að hún sé til, en ég trúi að það sé hægt að afvalda hana með elskunni.

Ég trúi ekki öðru en að faðir liggi andvaka að geta ekki talað við dóttur og að dóttir liggi andvaka að geta ekki talað við föður. Þetta er tap á báða bóga. –

Fyrirgefningin er stærsta gjöf sem hægt er að gefa sjálfum sér.  Hún þýðir ekki að við höfum samþykkt gjörðir eða orð hinna,  hún þýðir að við sleppum tökum á reiði, gremju, og öllu því sem hið vonda vill að við höldum fast í.  Ég trúi að við getum snúið á illskuna með því að samþykkja hana ekki,  og gera hana ekki að okkar. –

Við syndgum öll einhvern tímann, sum í smáu önnur í stóru. Við gerum öll mistök einhvern tímann.

Þegar ásakanirnar birtast á víxl í blöðunum – er það réttur vettvangur til fyrirgefningar? –   Munu ásakanir á víxl leysa málin?

Ef við viljum raunverulega ná bata og betra lífi, þrátt fyrir að vondir hlutir hafi gerst,  – þá þurfum við að sýna skilning en ekki stunda það sem kallað er „The Blaming Game.“ –

Hættum að leita að sökudólgum og förum að skilja AF HVERJU hlutirnir gerast, eða fólk hegðar sér á ákveðinn hátt. það er miklu farsælli leið til að leysa flest mál og deilur.

Lífið er of stutt og of mikilvægt til að því sé lifað í deilum, ekki gera ekki neitt, eins og þar stendur,  enginn einstaklingur getur verið hamingjusamur hvort sem sál hans er plöguð af skömm vegna vondra leyndarmála eða lifir með sál sem nær ekki að skína  vegna reiði og gremju.

Með von í hjarta að þessi skrif hjálpi til skilnings á mikilvægi þess að eyða ekki lífinu til einskis  .. okkar dýrmæta lífi.

424816_387786877901754_155458597801251_1714720_1712323506_n

Elsku unga manneskja …

Þetta bréf er stílað á þig sem íhugar tilgang lífsins og finnst hann jafnvel enginn.  Þetta bréf er stílað á þig sem situr heima og hugsar um allt sem þú getur EKKI gert, og sekkur því dýpra og dýpra niður í „EKKIГ –

Ungar manneskjur eru á öllum aldri, ungar manneskjur sem hugsa um það sem þær geta „EKKI“ gert. – Louise Hay er kona sem er 87 ára ung, eins og hún segir sjálf, en hún hugsar ekki um það sem hún getur ekki, heldur um það sem hún getur.

Hvað ef að tilgangur lífsins er nú að NJÓTA lífsins?  Við fáum oft mótstöðu,  ytri mótstöðu og þá er ekki möguleiki að njóta, en mótstaðan endist sjaldnast að eilífu, og stundum er það okkar að koma okkur úr aðstæðum sem veita mótstöðu.

Hvað þegar ytri mótstaðan er farin og eina mótstaðan sem eftir er er hugarástand þar sem þú hugsar „Ég get EKKI“ –

Það er fórnarlambshugsun, sem þarf að snúast yfir í hugsun sigurvegarans,  því öll erum við, sem drögum andann, sigurvegarar lífsins.  Andardrátturinn er forsenda þess að við lifum.

Þakklæti fyrir lífið er eitthvað sem við megum iðka meira,  – og kannski er það pinku van-þakklæti fyrir lífð að hugsa alltaf um þetta „EKKI“ –

Fókusinn skiptir máli, að hugsa upp, hugsa ljós og hugsa gleði, – hugurinn ber þig hálfa leið og svo þarf að koma sér.  Nei, ekki hugsa „EKKI“ – heldur  Ég GET – ÆTLA – SKAL  o.s.frv. – og svo má bæta við  „Mér þykir vænt um sjálfa/n mig“ –

 

Hægt er að hlusta ókeypis á hana Louise L. Hay á Youtube,  að vísu á ensku, þar sem hún les efni bókarinnar  „I CAN DO IT“

Ég set hlekk á það HÉR

codependent-no-more

Hvað ertu að hugsa?

Hugsanir eru ekki staðreyndir, ekki heldur þær sem við höfum hvað ástarsambönd varðar.. Það er til alls konar hugmyndafræði um sambönd og ástina eins og:

– Ástin er sársaukafull   (Love hurts)
– Það er ekki hægt að treysta konum/körlum
– Ég er ekki nógu góð/ur
– Hjarta mitt er lokað eða ég get ekki opnað hjarta mitt
– Ég er ekki elskaður/elskuð
– Það er engin/n meðvituð/meðvitaður  kona/karl á lausu
– Sambönd eru bara drama
– Það er ekkert til sem heitir „sönn ást“
– Ég er ekki nógu flott/ur/kynþokkafull/ur/verðmæt/ur
– Ég er of ung/ur / gamall/gömul fyrir ástina

Áttum okkur á því að við erum mjög líklega ómeðvitað að hugsa eina eða fleiri af þessum hugsunum.  Þær hafa stundum orðið til við vonda og/eða sársaukafulla fyrri reynslu

Þess vegna heldur fólk áfram að sækja tilfinningar úr fortíð og varpa þeim yfir á framtíð og varpa tilfinningum sem það hefur upplifað í fortíð í fyrra sambandi yfir á nýtt samband og yfir á nýjan maka.  Sum okkar hafa samsamað sig svo fullkomlega með þessum gömlu hugsunum og tilfinningum að þær lita alla tilveruna og verða eins og álög eða spádómur um framtíð sem við erum sjálf að uppfylla. 

Þegar samband gengur skrykkjótt – er það stundum vegna þess að við erum að varpa á það fyrri reynslu, nota útrunnar hugsanir og tilfinningar sem tilheyrðu öðru og liðnu tímabili á það sem er að gerast í dag.

Þegar við vörpum sárum en þó útrunnum hugsunum og tilfinningum yfir á samband – er það eins og að nýta  ruslahaug.

Það er því kominn tími til að kveðja gömlu hugsanirnar sem ekki þjóna okkur lengur – og taka upp nýrri og bjartsýnni hugsanir.

Engum – eða fáum, dettur í hug að borða mat sem er kominn langt yfir síðasta neysludag? –  Af hverju að nota andlegt fæði sem er orðið ónýtt og er skaðlegt heilsu okkar og hamingju?

Gætum að hvað við hugsum ..

(Þessi grein er endursögn af grein á síðunni Ascended Relatiionships)

Ég skrifa minna þennan mánuð – en er að halda dagbók á framboðssíðunni minni www.kirkjankallar.wordpress.com  en ég er að sækja um stöðu sóknarprests á sunnanverður Snæfellsnesi, vonast til að ég geti skrifað þaðan frá 1. desember nk. 🙂  Það vantar ekki orkuna frá Jöklinum.

1237725_718572361489869_2098217819_n

Hugsaðu þig „Upp“ …

Þegar við erum langt niðri – er það stundum vegna þess að við höfum sokkið í kviksyndi. – Ekki raunverulegt kviksyndi, eða það sem við sjáum með berum augum, heldur kviksyndi neikvæðra hugsana. –

Ef við höfum náð að hugsa okkur niður,  hver er þá aðferðafræðin við að komast upp? –  Jú, við hugsum okkur upp.

Það er það sem við erum að gera með því að æfa jákvæðar staðhæfingar í stað neikvæðra,  það er það sem við erum að gera þegar við erum að sleppa tökum á því sem þyngir okkur og heldur aftur af okkur þannig að við erum föst í kviksyndinu. –

Að hugsa upp er „tækið“ – og ef við eigum erfitt með að gera það sjálf þurfum við leiðsögn við að læra á „tækið“ –

Nýtt námskeið  – „Ég get það“ –  hefst 21. október nk.  Verið velkomin! –  Skráning HÉR  ath, að það er hægt að fara fram á skiptingu greiðslna í 3 hluta.

971218_563124067057884_436886814_n(1)

Einföld formúla ánægjunnar ..

1. Þakklæti fyrir það góða sem er í lífi okkar (upplagt að minnast þess á hverjum degi seinni partinn, og endilega virkja alla fjölskyldumeðlimi, æði fyrir börn að alast upp við þennan sið).

2. Gleði – ánægja er afrakstur þakklætis, og kemur vegna þess að við höfum nú stillt fókusinn meira á það sem við erum þakklát fyrir og ánægð með í lífinu.

3. Jafnvægi – næst mun frekar þegar við erum glöð – við nennum ekki að ergja okkur á smámunum, á öðru fólki sem er í fýlu o.s.frv. –  ef við förum í gremju eða fýlu byrjum aftur á stigi 1 og þökkum meira og ef við spólum í sama fari þurfum við e.t.v. að fyrirgefa meira (sjálfum okkur líka).

4. árangur –  næst nú í því sem við tökum okkur fyrir hendur og í samskiptum.

Gleðin er ekki einungis besta víman, hún er besta orkan sem kemur okkur áfram að því markmiði sem við stefnum og að ganga í gleði hlýtur að vera mikill lífsárangur!

Eigum góðan dag og leikum okkur! –

426349_4403581721455_1819512707_n

 

Hvað gerist ef maki þinn „dansar“ ekki eftir þínu höfði?

Mikill samskiptaspekúlant var að falla frá, hann Hugó Þórisson – blessuð sé minning hans, – en ég sótti eitt sinn helgarnámskeið hjá honum og hlustaði a.m.k. 3svar á hann á fyrirlestrum. –

Það er ýmislegt sem situr eftir eins og ‘“Ég“ boðin,  að tala út frá sjálfum sér en ekki með ásökun,  og það að „Segja það sem maður meinar og meina það sem maður segir.“

Þó Hugó hafi aðallega gefið sig út sem ráðgjafi í samskiptum foreldra og barna þá gilda þessi samskiptaboð að sjálfsögðu milli fullorðins fólks.

Ferlið í samböndum vill of verða þannig að fólk kynnist með fyrirfram gefnar væntingar um hinn „fullkomna“ maka, og ætlar síðan hinum aðilanum alls konar hluti sem eru honum kannski alls ekkert eiginlegir.  Væntingar verða s.s. óuppfylltar og skapa óánægju og vonbrigði hjá þeim sem væntir og vonar og ætlast til.  Það versnar líka oft í því þegar annar aðilinn ætlast til að hinn hreinlega viti hvað hann eða hún er að hugsa og fer svo í gríðarlegt fýlu-eða gremjukast þegar hinn hegðar sér ekki skv. væntingum og tilætlun þess sem óskar.

Þá kemur inn þetta gullkorn að segja upphátt hvað við viljum, hvers við vonum og tala um þarfir okkar og langanir,  jafnvel framtíðarvonir og framtíðarsýn og sjá hvort þær smella saman. –

Það þýðir ekki að ætla maka sínum að sjá um okkar eigin hamingju, – eða taka ábyrgð á okkar hamingju, – svo ekki sé talað um ef við erum búin að ætla honum að vera öðru vísi en hann er, svo er hann bara alls ekkert þannig og fara þá að stjórnast með hann á þann hátt að breyta honum í eitthvað sem hann alls ekki er!!!..  og jú,  fara svo í megafýlu ef honum tekst ekki að vera það sem VIÐ viljum að hann sé. –

Flókið, pinku. – En þarna kemur inn stjórnsemin, og það að ef við hefjum samband á röngum forsendum,  þ.e.a.s. við ætlum okkur að breyta maka okkar til að „aðlaga“ hann að okkur þá er það nokkurn veginn dæmt til að mistakast.  Ef að einhver fæ ekki að vera sá sem hann raunverulega er finnur hann ekki hamingjuna sína og enn þá síður getum við ætlast til að viðkomandi geti gert okkur hamingjusöm.

Alltaf eru það sömu grunnlögmál sem virka, þ.e.a.s. í samskiptum,  við þurfum að vera sátt í eigin skinni til þess að eiga farsælt samband með öðru „skinni“  😉

Það á engin/n að orku-eða hamingjusjúga annan aðila til að fá hamingju og ekki eigum við heldur að þurfa að vera hamingjubrunnur fyrir aðra.  Það er hver og ein/n sinn eigin hamingjubrunnur. –

Um leið og við förum að ætlast til að uppspretta hamingju okkar liggi í annarri manneskju erum við að gefa frá okkur eigin mátt og vald – og fær hinni manneskjunni máttinn – gera hana að einhvers konar æðra mætti og jafnvel þannig að hún skyggi á okkar eigin æðra mátt.

Makinn verður þá einhvers konar „Guð“ í okkar lífi – og þegar makinn klikkar – fer ekki að OKKAR vilja,  þá missum við „trúna.“ –

Verum við sjálf – leyfum öðrum að vera þau sjálf – reynum ekki að breyta fólki – og látum ekki fólk breyta okkur.

Verum við sjálf og virkjum  okkar eigin uppsprettu gleði, gleði, gleði! 😉

to be yourself in a world that is constantly trying to make you something else is the greatest accomplishment copy

 

Að þroskast eftir skilnað ….

Reynsla mín af sorg – er sú að það er mjög erfitt að komast áfram ef við festumst í sorgarferlinu.  Sorg er yfirskrift yfir margar tilfinningar – og sorg er eitthvað sem við göngum í gegnum þegar eitthvað fer öðruvísi en við ætluðum.

Að festast í sorgarferli þýðir það t.d. að festast í reiði,  e.t.v. reiði út í maka vegna trúnaðarbrests.  Reiði út í maka fyrir að hafa brugðist,  – eða gremju hreinlega út í aðstæður,  svona átti þetta alls ekki að fara.

Það er ekkert nema eðlilegt að fara í gegnum sorgarferli,  en það er önnur sorg sem getur orðið meiri en hin eiginlega sorg eftir skilnað,  það er ef að enginn verði þroskinn,  en ég tel að ef að fólk lærir ekkert af þessu ferli og stöðvast í því eða flýi það þá komi ekki sá þroski sem okkur er ætlað að fá út úr ferlinu.

Sorg og þjáning er skóli – þungur skóli.

Diplóma þess skóla er sáttin,  og sáttinni náum við ekki nema að fara í gegnum tilfinningarnar, vð náum henni ekki í gegnum mat, áfengi, annað fólk – eða annan flótta eða bælingu tilfinninga.  Við verðum að taka þennan „bekk“ sjálf.

Margir skilja vegna þess að þeir telja sig ekki finna  hamingjuna í hjónabandinu –  en átta sig kannski ekki á því að í raun finna þeir ekki hamingjuna sem er innra með þeim sjálfum.

Í sjálfsrækt eftir skilnað er því nauðsynlegt og gagnlegt, að horfa inn á við – og fókusera á sjálfa/n sig.  Byggja sig upp, rækta og efla – virkja innri gleði, ást og frið.   Með því er líka verið að fyrirbyggja að farið sé í „sama“ sambandið aftur.

Það er ekkert á hverra færi að finna út úr þessu,  – en námskeiðin „Lausn eftir skilnað“ – byggja á því að viðurkenna sorgina eftir skilnað, gera sorgarferlið að þroskaferli og læra að setja fókusinn inn á við.  Ekki hanga á ásökun í garð makans,  jafnvel þótt hann hafi gerst brotlegur,  verið afskiptur eða tilfinningakaldur, –  ef fólk er skilið og ætlar að halda því til streitu þarf að taka fókusinn af fyrrverandi og setja hann heim á sjálfa/n sig. –

Enn er laust á námskeið sem hefst 5. október nk.  í Lausninni, námskeið fyrir konur í þetta sinn – og hægt að skrá sig ef smellt er HÉR   

Athugið að það eru engin tímamörk – hversu langt er liðið frá skilnaði,  þetta snýst ekki um tíma, heldur hvort að sátt sé náð eða ekki.  Stundum er fólk enn ósátt við sinn skilnað þó mörg ár séu liðin og er fast í gömlu fari.

Sáttin hefur þann töframátt að þá fyrst hefst nýr vöxtur.

552023_434727973207644_155458597801251_1864963_8980327_n

 

 

 

Ekki láta neikvætt fólk hafa áhrif ..

Mörg meðferðin ráðleggur fólki að klippa á samskipti sín við það fólk sem við eigum erfitt með að umgangast.  Það er oft auðveldara sagt en gert, sérstaklega ef þetta fólk er fjölskylda.-

Ef við hugsum neikvæðni sem myrkur og jákvæðni sem ljós, þá er eðlisfræðin þannig að ljósið sigrar myrkrið.  Þú kveikir á kerti í dimmu herberig og herbergið er ekki dimmt lengur. –  Dimman getur ekki verið þar sem er ljós. Ef þú kveikir á fleiri kertum verður enn meira ljós.

Þegar við förum í sjálfsvinnu,  þá liggur sú sjálfsvinna m.a. í því að uppgötva ljósmagnið hið innra.  Allt hið innra er eins og óþornandi uppspretta, en stundum þarf bara að skrúfa frá henni.  Fólk sem tjáir sem með neikvæðni sér ekki ljósið,  og/eða kann ekki að skrúfa frá þessum krana. –  Það hefur þó möguleikann að skrúfa frá okkar neikvæða krana, þ.e.a.s. ef við erum ekki sjálf ákveðin í að hafa hann lokaðan.

Ef við gerum okkur grein fyrir þessu, að það er undir okkur komið hvernig við bregðumst við neikvæðni, – að kannski þurfum við aðeins að herða og styrkja okkar eigin neikvæða krana og skrúfa betur frá þeim jákvæða,  þá förum við líka að átta okkur á okkar eigin ábyrg á okkar líðan.

Ef okkur líður illa i kringum neikvætt fólk, – sem er fjölskylda eða vinir, þá gætum við hreinlega sagt þeim frá því að það sé þarna einhver neikvæðni hið innra með okkur sem kviknar þegar neikvæð umræða fer af stað,  hvort þau myndu vera svo elskuleg,  – að halda neikvæðni í lágmarki í kringum okkur þar sem við hefðum í raun ekki meiri styrk en raun bæri vitni!

Ef þetta fólk raunverulega elskar okkur eða þykir vænt um þá verður það við beiðninni, – en annars hefur það val og við höfum þá gefið þeim tækifæri sem það hefði annars ekki fengið,  þ.e.a.s að við færum að hætta að umgangast það án þess að segja okkar hug.

Kannski er þetta ein af aðferðunum við að setja fólki mörk, þ.e.a.s. – hvað við látum bjóða okkur og hvers konar viðhorf umlykja okkar tilveru.

Svo höldum áfram að kveikja ljós og vera ljós.

Þökkum ljósið hið innra og biðjum um styrk til að láta það flæða.  Ef einhverjum líður illa með það ljós,  verður sá hinn sami að forða sér, en við eigum ekki að þurfa að hlaupa burt með ljósið.

1170720_498620266895180_1106913787_n

Á ég að týna mér eða þér? – um ójafnvægi í samböndum 1. hluti

Þessi pistill heitir á frummálinu:

„The split-level relationship“  og er eftir Steve Hauptman

Hér eru tvær spurningar sem við glímum við ef við viljum vera í heilbrigðu sambandi.

Hvernig get ég fengið þig án þess að týna mér?

Hvernig get ég fengið mig án þess að týna þér? 

Þessum spurningum er ekki auðsvarað, en það er hægt að glíma við þær.

En það er glíman sem skiptir máli.

Af hverju?

Vegna þess að hún framkallar grunnþarfir þess sem við höfum fram að færa í hvaða sambandi sem er.

Samband (connection) og frelsi. 

Samþykki annarrar persónu og að samþykkja sjálfa/n sig.

Heilan og raunverulegan maka,  og á sama tíma, heila/n og raunverulega/n þig.

Tvo raunverulega og heila einstaklinga.

Flestir sem höfundur þekkir eru sannfærðir um að ekki sé hægt að vera heil (þau sjálf) bæði á sama tíma.

Flestir eru úr fjölskyldum –  sem hafa alkóhólískt – eða ofbeldistengt mynstur eða eru á annan hátt vanvirkar – og hafa þar af leiðandi ekki haft möguleikann á að finna jafnvægið milli þess að vera í sambandi og vera frjáls.

Það sem þau lærðu var að hafa eitt þýddi að missa hitt.  Annað hvort var það samband eða frelsi.

Það að ávinna sér ást og samþykki foreldra, til dæmis, þýddi það að fórna mikilvægum hlutum í lífi þeirra sjálfra,  eins og frelsinu við að tjá sig frjálslega eða að sinna eigin þörfum.

Það er í fjölskyldunni sem við ólumst upp sem hvert okkar lærði sitt persónulega svar við þessum tveimur spurningum.

Hvernig get ég fengið þig án þess að týna mér?

Hvernig get ég fengið mig án þess að týna þér? 

Og svarið sem við tileinkuðum okkur varð að mikilvægum (þó að mestu ómeðvituðu) hluta grunnviðhorfa okkar til lífsins og sambanda okkar,  það sem höfundur kallar – okkar Plan A.

Sumir taka ákvörðun, „Þar sem ég get ekki haft okkur bæði, ætla ég að hafa MIG, og til fjandans með ÞIG“ – sálfræðingar kalla þetta hið sjálfhverfa svar (The narcissistic answer.)

Önnur ákveða, „Þar sem ég get ekki haft okkur bæði, ætla ég að haf ÞIG, og til fjandans með MIG“ – sem er hið „margfræga“ meðvirka svar.

Þá segir hinn sjálfhverfi maki  „ÉG fyrst,“ og hinn meðvirki svarar, „Já, elskan.“

Og þessar tvær persónugerðir enda saman með ótrúlega reglulegu millibili.

Þegar fylgst er með samskiptum þessa pars,  kemur  á óvart hversu fyrirsjáanleg samskiptin eru.  Í öllum aðstæðum finnur sjálfhverfi einstaklingurinn einhverja leið til þess að segja: „Ég fyrst/ur,“ og hinn meðvirki svarar „Já, elskan.“  Það er eins og þessir aðilar hafi sest niður fyrir langa löngu og skrifað undir samning um að gera þetta svona.

Sem þeir að hluta til gerðu.

Það hvernig þau svöruðu þessum tveimur spurningum hér að ofan,  eru að stærstum hluta ástæðan fyrir að þau löðuðust hvort að öðru.

Höfundur segir að flest pör sem leita ráðgjafar hjá honum fylgi þessu mynstri – svo mörg að hann ákvað að gefa þessu parasambandi nafn.

Hann kallar það „split-level relationship“ –  við gætum kallað það „samband á aðskildu plani“ –  eins og að par búi í pallaraðhúsi og annar aðilinn sé alltaf skör neðar en hinn.

Þessi sambönd á aðskildu plani ganga um tíma, en brotna yfirleitt alltaf upp.  Á einhverjum tímapunkti áttar annað hvort annar aðilinn eða báðir að þeir eru ekki að fá það sem þeir þarfnast úr sambandinu.

Hin meðvirku taka yfirleitt eftir því fyrst. Þegar þessi maki er kvenkyns getur þetta leitt til þess sem höfundur kalla „The Walk-Away Wife“ – „Eiginkonan sem gengur burt.“ –  Ég mun skrifa sérstaklega um það síðar.

En hin sjálfhverfu hafa tilhneygingu til að vera óhamingjösum líka. Þau kvarta um einmanaleika,  skort á nánd við hinn meðvirka maka, eða skort á virðingu og umhyggju.  Þau geta upplifað óþolinmæði,  eirðarleysi, pirring, gremju.  Stundum neyta þau áfengis, eiturlyfja, ofnota mat, lifa í reiði eða halda framhjá, og líður svo illa með það.

Allt þetta á sér stað vegna þess að þessi sambönd á misjöfnu plani eru ófrávíkjanlega óheilbrigð.

Kunnugleg, vissulega.  Jafnvel þægileg, að því leyti að fólk veit hvað það hefur.  (Öryggistilfinningin).

En þessi sambönd eru ekki heilbrigð.  Þessi svör sem mynda ójafnvægi og samböndin á misjöfnu plani eru byggð á geta ekki uppfyllt tilfinningaþörf tveggja fullorðinna einstaklinga.  Og það endar með því að báðir aðilar upplifa sig svikin,  án þess að skilja hvers vegna.

Hvernig er batinn hjá svona pari?

Þá er hlutverkum víxlað.

Hinn meðvirki einstaklingur verður að þróa með sér hugrekki og æfa sig í að standa upp fyrir sjálfum sér.

Hinn sjálfhverfi  verður að þróa með sér samhug og æfa sig í að stíga niður,  æfa sig í að gefa í stað þess að heimta.

Auðvelt?  Nei.  Fyrir hvorugt þeirra er þetta auðvelt.

Aðeins nauðsynlegt til að vera á sama plani.  (Búa á sömu hæð).

Þýðing – Jóhanna Magnúsdóttir – http://www.johannamagnusdottir.com

Það er ekki í boði ..

Getur verið að fólk haldi að lausn þeirra mála finnist í því að finna sökudólga fyrir því hvernig komið er fyrir því? –

Eftir því sem það bendir meira á ytri aðstæður og annað fólk tekur það minni og minni ábyrgð á eigin lífi og endar með að vera gjörsamlega valdalaust.

Af hverju að taka af sér valdið, sinn eigin mátt og megin? – Af hverju að stilla sér upp sem fórnarlambi og upplifa sig föst í aðstæðum í stað þess að spyrja; „Jæja hvað get ÉG gert, og hvaða leið er nú best út úr þessum aðstæðum?“ .. Væl – vol – kvart og kvein. Það er allt í lagi að gráta og syrgja, og það er meira að segja leiðin til að halda áfram, en að festast í slíkum aðstæðum er ekki lausn, ekki bati og ekki í boði – svo talað sé gott leikskólamál.

Þetta framansagt varð að einlægum „status“ hjá mér á facebook sem margir voru sammála og langar mig að halda þessu hér til haga.  Í framhaldi fékk ég spurninguna:

  • „Að leiðbeina þeim sem biðja um aðstoð út úr svona ógöngum er meira en að segja það. Svona hugsunarháttur getur hafa viðgengist hjá fjölskyldum síðan langa langa amma bjó með honum langa langa afa „dagdrykkjumanni“ Þetta er svo „eðlilegt“ ástand út frá óeðlilegum aðstæðum. Er þetta ekki eitthvað í okkur öllum?“
    Svarið mitt var á þessa leið:
  •  Þetta er spurningin um að sleppa – um að fyrirgefa – og frelsa sig þannig úr ánauð aðstæðna og fólks í staðinn fyrir að fara dýpra inn í aðstæður eða tengjast þeim/því sem særir okkur enn fastar. Það er rétt vegna þess að því meira sem við biðjum fólk um að sleppa tökunum, þess fastar heldur það.
    Óskin verður að koma innan frá – og allir verða að eiga sitt „aha“ moment. Engin/n verður þvingaður eða þvinguð til breytinga. EKki frekar en hægt er að segja fólki að trúa. Trúin og allt sem ER kemur innan frá, frá uppsprettunni – sem vill okkur vel og er hreinn kærleikur.
    Sá/sú sem VILL hlusta  heyrir og sá/sú sem VILL sjá sér, en það er spurning hvort að viljinn sé fyrir hendi, það eru þessar endalausu hindranir og þessi mikla mótstaða (resistance) sem við erum að glíma við. Jú við öll.
    1095045_563187810407763_647635916_n