Að láta sig náungann varða …

Ég leitaði í gær eftir andheitinu við athygli, eða því sem ensku er kallað indifference. Ástæðan var meðal annars tilvitnun sem höfð er eftir Elie Wiesel um að indifference eða tómlæti væri verra en hatur. –  Hann útskýrir þetta í ræðu sem hægt er að skoða með að smella á hér í lok pistilsins. –
Þetta er s.s. ræða Elie Wiesel, þar sem hann meðal annars fjallar um þetta tómlæti, eða afskiptaleysi. Gætum við t.d. bjargað fleiri börnum þessa heims.
– Ég horfði á fallegt myndband í gær þar sem litlum yndislegum hundi var bjargað af götunni, – ég játa það alveg ég grét yfir þessu myndbandi, og er ekki að gera lítið úr því, – allt líf á athygli skilið, dýr og mannfólk.
Mér var um leið hugsað til barna þessa heims sem eru sjúk, liða skort, væru týnd og hungruð og hvort að við værum að veita þeim nægilega athygli – eða koma þau okkur ekki við? – Ég veit að það er algengt að segja „Við getum ekki bjargað heiminum“ – björgum okkur sjálfum. – EN það má ekki fara út í það að við látum okkur ekki hvert annað varða, að við veitum ekki hinum þjáða athygli og gerum það sem í okkar valdi stendur til að bjarga honum. –

„Því hungraður var ég en þér gáfuð mér ekki að eta, þyrstur var ég en þér gáfuð mér ekki að drekka, gestur var ég en þér hýstuð mig ekki, nakinn en þér klædduð mig ekki, ég var sjúkur og í fangelsi en ekki vitjuðuð þér mín.“ …….


Jesús sagði: „Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð ekki einum minna minnstu bræðra, það hafið þér ekki heldur gert mér.“….

Það er til afskiptasemi og það er til afskiptaleysi, – og eins og Prédikarinn sagði „Allt hefur sinn tíma undir sólinni“ – og þar má bæta við:  Það er tími til að skipta sér af og tími til að skipta sér ekki af, – og við þurfum að hafa visku til að greina á milli. –

það er eflaust þessi gullni meðalvegur þar,  eins og annars staðar sem vert er að feta.

En ég tel að heimurinn í heild sinni sé mjög skakkur,  og stór hluti orsakarinnar er afskiptaleysi okkar í garð hvers annars, og kannski í eigin garð líka? –  Hunsun á okkar eigin tilfinningum? –

Hluti af heiminum er að einangra sig og drekkja sér í ofgnótt hins veraldlega, ofgnótt matar, ofgnótt afþreyingjar og ofgnótt tómlætis – ef hægt er að orða það svoleiðis, ofgnótt af tómi? –   Við tölum um að fylla upp í tóm-stundir, – hvað er það? –

Hluti af heiminum er þjakaður, þjáður og hungraður – af hungri, vosbúð, kulda – afskiptaleysi. –

Andlegt  –  líkamlegt? –   sumum líður kannski svona andlega eins og litla voffanum, – eru alveg í rusli, einir úti í horni, hræddir – hafa ekki sýn,  þó þau hafi sjón. –

– Heimurinn þarf jafnvægi, – alveg eins og hver og ein manneskja þarf að finna hið innra jafnvægi. –

Hvað gerum við svo eftir lestur svona pistils? –  grunnforsenda þess að gera breytingar er að skilja ástandið,  þekkja hvar veikleikinn liggur og svo breyta. –  Veita sjálfum okkur athygli og veita náunganum athygli.  „Allir sem ferðast með barn setji súrefnisgrímuna á sig fyrst og aðstoði síðan barnið.“ –

Það þýðir að allir sem eru búnir að setja á sig súrefnisgrímuna eru tilbúnir að aðstoða barnið. –

Fyrsta skrefið er að veita athygli. –  Láta sig náungann varða. –

Ekki fara í niðurrif og hugsa „hvað get ég og hef ég EKKI gert“ – heldur  „hvað get ég gert?“ –  Ef þú hefur horft á myndbandið með litla hvuttanum setja fókusinn á björgunina,  á að það var fólk sem bjargaði honum, hjúkraði og hann varð hress 😉

RÆÐA ELIE WIESEL

Smá „áróður“ hér í lokin:

og meira hér:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s