Allir út úr skápnum sem tilfinningaverur „Vertu þú sjálfur – farðu alla leið“ ….

Seinni hluti fyrirsagnar er m.a.  vísun í upphafið á lagi sem kom í kollinn á mér í morgun …“Vertu þú sjálfur – farðu alla leið“ ….

Það eru margir í sjálfsleit, – og hreinlega að læra að vera þeir sjálfir. –

Því ef við erum ekki við sjálf hljótum við að vera einhver önnur, ekki satt? – Kannski erum við bara mamma eða pabbi? – Eða vinir okkar? –  Kannski erum við að troða okkur í piparkökumót sem passar okkur ekki? –

Það eru ýmis ljón á veginum, –

  • Hvernig veistu hvenær þú ert þú sjálf eða sjálfur? –
  • Hvað gerist þegar þú ferð að vera þú sjálf eða sjálfur?
  • Hvernig tekur samfélagið á móti þessari nýju/sönnu útgáfu af þér sjálfri/sjálfum? – skiptir það þig máli ef þú ert hin sanna eða hinn sanni þú?

„Sannleikurinn gerir þig frjálsa/n“ …

Brené Brown,  sem er rannsóknarprófessor og fyrirlesari  hefur skoðað mannlega hegðun og mannleg samskipti,  og tekið óteljandi viðtöl þar að lútandi, segir að það sé alltaf betra að geta tjáð sig um sögu sína, söguna um það hver þú ert en að flýja frá henni eða afneita. –

Við þekkjum flest frásögur fólks af því að koma út úr skápnum sem samkynhneigð/ur – sem er jú það sama og fella hlutverkagrímu, – halda leyndarmál um sjálfan sig.  Ef þetta leyndarmál er haldið, er það oft vegna þess að viðkomandi þorir ekki að horfast í augu við samfélagið og upplifa viðbrögð þess. –  Samfélagið,  þá bæði sína nánustu og þeirra sem fjær standa. –

Einu sinni var það þannig á Íslandi að fólk þurfti að flýja land vegna dómhörku í garð samkynhneigðra. En tímarnir hafa breyst og mennirnir (samfélagið) með. –

En hvað eru margir inní skápnum,  með grímu, með leyndarmál sem þau væru ekki með,  ef að samfélagið væri ekki eins dómhart? –  Hversu marga gæti samfélagið frelsað ef það væri umburðalyndara og sýndi meiri samhug? –

Það að vera maður sjálfur,  – þýðir ekki að við hættum að taka tillit til annarra, vera náunganum náungi o.s.frv. –  Auðvitað stefnum við alltaf inn á hinn gullna meðalveg sem er um leið hinn öfgalausi vegur sannleikans. –

Mér finnst allta gott að vitna í Carlos Castenada:

“A path is only a path, and there is no affront, to oneself or to others, in dropping it if that is what your heart tells you . . . Look at every path closely and deliberately. Try it as many times as you think necessary. Then ask yourself alone, one question . . . Does this path have a heart? If it does, the path is good; if it doesn’t it is of no use.”

Ef það er kærleikur í því sem við erum að gera,  hefur það gildi, annars ekki.  –

Þessi kærleikur gildir út á við, en líka inn á við. –

Hann gildir þannig að þú samþykkir þig og verðir ekki þinn versti óvinur og/eða dómari. –

Hvernig notum við þessa grímu í daglegu lífi, þannig að við samþykkjum okkur ekki? –

dæmi:

Anna og Gulla eru samstarfskonur og eru að rökræða.   Anna segir eitthvað særandi við Gullu,  Gulla lætur eins og ekkert sé, en segir bara að þetta komi ekki Önnu ekkert við, og snýr sér svo við,  því ekki vill hún að Anna sjái tárin sem eru að spretta fram, – og gengur svo inn á skrifstofu. –

Hvað er raunverulega í gangi þarna?

  • Gulla vill ekki leyfa Önnu sjá hvað hún er viðkvæm og hvað orð Önnu hafa sært hana. –
  • Gulla er með grímu,  skjöld eða  inní skápnum – því hún skammast sín fyrir viðkvæmni sína.   Hún vill að Anna haldi að hún sé „sterk“ ..
  • Gulla er ekki heiðarleg við Önnu því að Anna veit kannski ekki að orðin sem hún notar eru særandi.
  • Gulla er í raun óttaslegin,  en hugrekkið felst í því að ganga í gegnum þá tilfinningu en ekki flýja hana, –  láta vita hvernig okkur líður og samþykkja viðkvæmni sína en ekki afneita,  en hún er partur af okkur sjálfum. –
  • Ef að Anna hefur sagt viljandi eitthvað til að særa Gullu, þarf hún að sjá afleiðingarnar, – til að hún læri af því, og því væri það í hennar hag – kannski myndi hún ekki nota þessi leiðinda komment aftur,  þegar Gulla segði henni hreint út og frá eigin brjósti – út frá sjálfri sér en ekki með ásökun,  hvernig hún upplifði framkomu hennar. –
  • Ef að Anna gerði lítið úr viðkvæmni Gullu eða gerði grín að því,  er það hún sem er dómhörð en ekki Gulla,  sem er heiðarleg og er hún sjálf. –

Þessi samskipti gætu verið milli hjóna, para, foreldris og barns.   Heiðarleiki í samskiptum,  að segja frá því hvernig okkur líður,  fá fólk til að segja sér hvað er að, ef það er farið að skella hurðum eða herpa saman varirnar,  eða gefa þér „The silent treatment“ og þú veist ekkert af hverju. –

Við sem tökum á móti tilfinningum annarra, hvort sem við gerum það sem vinnufélagar, systur, bræður, foreldrar, ömmur eða afar megum ekki gera lítið úr tilfinningum annarra.  Þá erum við að dæma þær út frá okkar forsendum og gera lítið úr.  Sérstaklega á þetta við gagnvart börnum. –  Jafnvel þótt við séum ekki sammála,  þá verðum við að prófa að máta okkur í þeirra spor, – við þurfum ekki að samþykkja að þau hafi rétt, heldur aðeins að virða. – Það eru alltaf orsakir á bak við tilfinningar. –   Kannski eru viðbrögðin það sem við köllum „óeðlileg“ – en hvað liggur þá á bak við það? –  Aldrei niðurlægja eða gera lítið úr. –

Það er hugrekki að tala saman.  Spyrja,  „hvað er að?“ – jafnvel þó þú vitir að svarið geti verið óþægilegt og þá sérstaklega fyrir þig. –

En þannig ertu þú sjálfur,  þannig ertu þú sjálf og ferð alla leið. –

Upphafsspurningarnar voru m.a. : „Hvernig vitum við hvort að við erum við sjálf?“ –

Leiðin er frá hausnum á öðrum, yfir í okkar höfuð og þaðan niður í hjarta. –

Paulo Coelho rithöfundur,  skrifaði að ef við kynnum tvö orð á öllum tungumálum, myndum við aldrei týnast hvar sem við værum í heiminum.

Þessi orð eru „Hjálp“ og „Takk“ …

Það er ekki veikleikamerki að biðja um hjálp, heldur hugrekki og styrkur, –  það sýnir þorið að sýna hver þú ert:  „Manneskja sem biður um hjálp“ .. og auðvitað þökkum við fyrir veitta hjálp,  og þakklætið er besta bænin því að þakklæti laðar að sér þakklæti. –

Fyrsta skrefið í að biðja um hjálp, er að viðurkenna fyrir sjálfum/sjálfri sér að þurfa hjálp. – Það er hluti þess sem fólk kallar „letting go“ – eða sleppa takinu.

Það er ágæt byrjun, að byrja að biðja alheiminn/Guð/æðri mátt/lífið um hjálp,  það er ótrúlega oft sem það er fyrsta skrefið í bata og frelsi. –

Biðja um hjálp við að koma fram eins og þú ert, viðkvæm, ófullkomin manneskjan: þú – en um leið svo dásamlega sönn og heiðarleg. –  Hætt að þykjast, vera með grímu og halda leyndarmál sem halda þér niðri og hefta þig frá því að lifa lífinu lifandi vera.

Að vera til. –

Að vera til,  er að finna til. –  Að finna til er að upplifa tilfinningar sínar. –  Ef við bælum þær, flýjum, deyfum afneitum, erum við að sýnast en ekki vera. –

Við þurfum því öll að koma út úr skápnum sem tilfinningaverur, bæði karlar og konur. –

Samfélagið þarf bara að taka sig saman í andlitinu og samþykkja lífið og fólkið eins og það er. –  Það er ekki endilega auðveldasti vegurinn að feta, að ganga veg sannleikans,  en það er vegurinn til frelsis. –

Hvaða veg velur þú? ….

Ath. – Er með einkaviðtöl, fyrirlestra, hugleiðslur, námskeið og hóptíma hjá Lausninni  http://www.lausnin.is  og hægt er að hafa samband í síma 617-3337  eða johanna@lausnin.is til að fá nánari upplýsingar. –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s