Þegar þú tekur frá nokkrar mínútur á hverjum degi til að kyrra hugann, munt þú uppgötva svolítið gott; hið hversdagslega lif mun fara að virka mun óhversdagslegt. Þú munt fara að njóta hins smáa og hversdagslega sem þú tókst ekki eftir áður. – Þú verður frekar fullnægð/ur, og bara almennt hamingjusamari/söm. –
Í stað þess að fókusera á það sem gengur illa í lífi þínu og er í ólagi, ferðu að veita athygli og hugsa um það sem sem gengur vel og er í lagi. –
Veröldin mun ekki breytast, en sýn þín á hana. Þú ferð að veita athygli velvild og hlýju annars fólks, í stað neikvæðni þeirra og reiði. –
(Jack Canfield)
Ég hef verið með hugleiðslunámskeið undanfarna mánuði, sem hafa gefist vel. Hver tími verður 90 mínútur – (Einn og hálfur tími) á mánudögum frá 18:30 – 20:00.
Næsta námskeið er hið fjórða í röðinni, en þau eru öll sjálfstæð svo það er alltaf hægt að stökkva með á lestina. –
Við byrjum 16. apríl og verður námskeiðið 3 skipti og kostar 4.500.- krónur.
Ég er með disk í bílnum mínum sem heitir „Faðmur“ – í sorg og gleði þar sem Kristín Erna Blöndal flytur. – Mér líður alltaf vel í umferðinni með hana syngjandi með sinni blíðu rödd, sem er að vísu stundum trufluð með minni eigin þegar ég tek undir! – 😉 .. Eftirfarandi er ljóð sem er eitt af mínum uppáhalds og ætla ég að textann í hugleiðslunni sem grunn.
16. apríl
Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð.
23. apríl
Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð.
30. apríl
Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar?
Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig.
(Frostenson – Sigurbjörn Einarsson)
Nánari upplýsingar johanna@lausnin.is
Skráningarform opnar fljótlega á heimasíðu Lausnarinnar, annars er hægt að senda mér póst og gefa upp nafn, kt. og símanúmer. 😉