ÉG SAMÞYKKI MIG – ÉG FYRIRGEF MÉR – ÉG TREYSTI MÉR – ÉG ELSKA MIG – ÉG VIRÐI MIG

Image   Er að láta framleiða  svona bolla (hjartað mun að vísu vera hinum megin á bollanum)  fyrir mig sem koma til með að fylgja á námskeiðum þeim tengdum.  Ég býð þá líka  til sölu, – á bollanum er hjarta og inni í því stendur áminning um ýmislegt sem er gott að drekka með kaffi, kakó eða te, nú eða bara með vatni i bolla! 😉  en það eru þessar jákvæðu staðhæfingar:

ÉG SAMÞYKKI MIG  (við erum nefnilega meistarar í að afneita sjálfum okkur og Guðni Gunnarsson hjá Rope Yoga stöðinni segir að við afneitum okkur 800 sinnum á dag – sel það ekki dýrara en ég keypti það)

ÉG FYRIRGEF MÉR  (já, já, við megum gera mistök – megum missa okkur, klikka og vera ófullkomin, eftir því lengur sem við erum í ásökun, samviskubiti eða sektarkennd, svo ekki sé talað um skömminni því verr líður okkur,  svo fyrirgefning er bráðnauðsynleg gjöf)

ÉG TREYSTI MÉR  (Sjálfstraust er grundvöllur þess að aðrir treysti okkur – og við byggjum á trausti í eigin garð)

ÉG ELSKA MIG  (En ekki hvað? –  Elskaðu náungann EINS OG sjálfan þig, ekkert meira eða minna, og því er mikilvægt að elska sjálfa/n sig til að akkúrat geta verið farvegur elskunnar, ég hlustaði á lækni segja það nýlega að væntumþykja til sjálfs sín væri ein besta leiðin til bættrar líkamlegrar og andlegrar heilsu, þetta er ekki bara eitthvað „vúhúhú“)  ..

ÉG VIRÐI MIG   (Sjálfsvirðing er eitthvað sem skiptir gífurlega miklu máli, og um þetta gildir sama og um annað hér,  ef við virðum okkur ekki sjálf af hverju ættu aðrir að gera það? – Þú ert verðmæt sköpun og átt virðingu skilið, ekki síst af sjálfum/sjálfri þér, – virða t.d. mörk þín og virða þarfir þínar og langanir og ekki setja þig alltaf aftast í forgangsröðina)

Ath! Auðvitað stendur ekki það á bollanum sem er í svigunum! 

 Það tekur frá einum degi upp í viku að fá afhenta bolla, – ég kem til með að eiga alltaf nokkra á lager en þá ekki með nafni. –

VERÐ

Ef keyptur er

1 stk  1250 pr. stk     (1500 m/nafni)  

2 stk  1200  pr. stk   (1450 m/nöfnum)

3 stk  1150  pr. stk   (1400 m/nöfnum)

4 stk  1100  pr. stk   (1350 m/nöfnum)

5 stk  1050 pr. stk   (1300 m/nöfnum)

6 stk  1000  pr. stk  (1250 m/nöfnum)

Bollarnir eru keyrðir heim á höfuðborgarsvæðinu,  einnig hægt að nálgast hjá mér  á Holtsgötu 3, 101 Reykjavík eða Síðumúla 13. 3. hæð þar sem ég er með skrifstofu  – hafið bara samband í síma 8956119 eða johanna.magnusdottir@gmail.com  

Þetta er bara eigið framtak til styrktar, –  „johannamagnúsdóttir kompaní“ –  því  þó að gangi rífandi með námskeiðin og viðtöl  sem ég er með og fólk sátt í hjarta og sinni svona allflest,  er það ekki nema ca. 50% starf.  Sumir selja Herbalife, aðrir plástur og enn aðrir (aðrar) bolla 😉 ..

Bolla með nafni verður að greiða fyrirfram, – sendið mér þá pöntun og hvaða nafn á að vera á bolla, tilvalin gjöf fyrir fólk sem er ekki nógu ástfangið af sjálfu sér eða mætti vera í betra sambandi við sjálft sig.

Leggið inn á reikning 0303-26-189   kt. 211161-7019   og látið gjarnan koma tilkynningu á johanna.magnusdottir@gmail.com 

Aðeins er hægt að greiða með peningum eða leggja inn á reikning, er ekki með kreditkortaþjónustu (ennþá). –

Ath! –  Ef að fyrirtæki pantar 40 bolla eða fleiri,  fylgir með klukkutíma pepp-fyrirlestur fyrir starfsfólk skv. samkomulagi! –  Hamingjusamt starfsfólk = betri afköst og rekstur. –  Allir vinna (og vinna). –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s