Horfum til sólar ..

  

Blómin hafa vit á því að snúa sér að sólu. –  Við höfum val, vilja og vit, en það er þetta með viljann og vitið sem er enn að bögglast fyrir mér og fleirum. –

Blóm er ekki alltaf að hugsa, – það bara snýr sér eðlislægt að sólu. 

Ég hlustaði á Sirrý í morgunútvarpi Bylgjunnar í gær og talaði hún um manninn sem sat á naglanum. –  Það er þessi fúli á móti sem lifir og hrærist í holræsinu,  sá sem gagnrýnir allt og alla en kemur aldrei með lausnir. – Reiði maðurinn sem horfir ekki til sólar og situr á nagla. –  (Við eigum þetta flest öll til).

Það hlýtur að vera sárt að sitja á nagla, og það þýðir auðvitað að allt eða flest sem maðurinn segir er sagt út frá sársauka. –

„Af hverju gerir ekki einhver eitthvað?“  Öskrar hann,  en áttar sig ekki á því að hann er einhver. –

Við getum fordæmt sóðaskapinn í umhverfinu,  en göngum kannski eins og algjörir slúbbertar um líkama okkar og sál. –  Um heimilið eða bílinn. –   Þetta byrjar alltaf heima og heima er þar sem hjarta okkar er.

Jákvæðni leiðir af sér jákvæðni
Neikvæðni leiðir af sér neikvæðni

Það er þessi ítrekun á bergmáli lifsins,  „What goes around comes around“ –

Það er okkar að horfa til sólar, standa upp úr stólnum (ég tala nú ekki um ef að það er nagli í honum), okkar að reita arfann úr blómabeði lífs okkar,  gefa blómunum rými,  sá nýjum fræjum og leyfa svo sólinni, vindinum og rigningunni vinna sitt verk í friði  (það er að sleppa tökunum og treysta). –

Með ósk um  GLEÐILEGT SUMAR  í hjartanu þínu  ♥

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s