Ertu fangi ástar (haturs?) eða í fangi ástar? …

Eftirfarandi er (gróf)  þýðing mín á pistli sem ég held reyndar að sé tekinn beint frá Eckhart Tolle. –  Þarna er m.a. farið inn á lausnina frá meðvirkni, hvorki meira né minna,  og þarna eru líka afskaplega mikilvæg skilaboð til okkar allra. –  Að lifa í meðvitund, að veita sjálfum okkur athygli og hugsunum okkar. –  Skynja ástina innra með okkur, gleðina og friðinn og láta hvorki utanaðkomandi né innri hávaða trufla það. –

En hér er pistillinn. –

Ástar/haturssambönd

Án þess að komast og þangað til að þú kemst í meðvitað viðveruástand,  verða öll sambönd, og sérstaklega náin sambönd, verulega gölluð og að lokum vanvirk.  Þau geta litið út fyrir að vera fullkomin um tíma, eins og þegar þú ert „ástfangin/n“  en óhjákvæmilega verður þessi sýnilega fullkomnun trufluð þegar að rifrildi, árekstrar, óánægja og andlegt eða jafnvel líkamlegt ofbeldi fer að eiga sér stað í auknum mæli.

Það virðist vera svo að flest „ástarsambönd“  verði ástar/haturssambönd fyrr en varir.  Ástin getur þá snúist í alvarlega árás,  upplifun fjarlægðar eða algjöra uppgjöf á ástúð  eins og að slökkt sé á rofa.  Þetta er talið eðlilegt.

Í samböndum upplifum við bæði „ást“ og andhverfu ástar – árás, tilfinningaofbeldi o.s.frv. – þá er líklegt að við séum að rugla saman egó sambandi og þörfinni fyrir að líma/festa sig við einhvern við ást. –  Þú getur ekki elskað maka þinn eina stundina og svo ráðist á hann hina.  Sönn ást hefur enga aðra hlið. –  Ef „ást“ þín hefur andstæðu  þá er hún ekki ást heldur sterk þörf sjálfsins fyrir heilli og dýpri skilning á sjálfinu, þörf sem hin persónan mætir tímabundið.   Það er það sem kemur í staðinn fyrir hjálpræði sjálfsins og í stuttan tíma upplifum við það sem hjálpræði. –

En það kemur að því að maki þinn hegðar sér á þann hátt að hann mætir ekki væntingum þínum eða þörfum,  eða réttara sagt væntingum sjálfsins.  Tilfinningar ótta, sársauka og skorts sem eru inngrónar í meðvitund sjálfsins,  en höfðu verið bældar í „´ástarsambandinu“  koma aftur upp á yfirborðið. –

Alveg eins og í öllum fíknum,  ertu hátt uppi þegar fíkniefnið er til staðar, en óhjákvæmilega kemur sá tími að lyfið virkar ekki lengur fyrir þig.

Þegar þessar sársaukafullu tilfinningar koma aftur,  finnur þú jafnvel enn sterkar fyrir þeim en áður,  og það sem verra er,  að þú sérð núna maka þinn sem orsök þessara tilfinninga.  Það þýðir að þú sendir þær út og ræðst á hann með öllu því ofbeldi sem sársauki þinn veldur þér.

Þessi sársauki getur kveikt upp sársauka maka þíns, og hann ræðst á þig til baka.  Á þessu stigi er sjálfið meðvitað að vona að þessi árás eða þessar tilraunir við stjórnun verði nægileg refsing til að minnka áhuga maka þíns á því að breyta hegðun sinni, svo að sjálfið geti notað árásirnar aftur til að dylja eða bæla sársauka þinn. –

Allar fíknir kvikna vegna ómeðvitaðrar afneitunar á að horfast í augu við og fara í gegnum eigin sársauka.  Allar fíknir byrja með sársauka og enda með sársauka.  Hverju sem þú ert háð/ur – alkóhóli – mat – löglegum eða ólöglegum fíkniefnum eða manneskju – ertu að nota eitthvað eða einhvern til að hylja sársauka þinn. –

Þess vegna – þegar bleika skýið er farið framhjá –  er svona mikil óhamingja,  svo mikill sársauki í nánum samböndum. –   Þau draga fram sársauka og óhamingju sem er fyrir í þér.  Allar fíknir gera það.  Allar fíknir ná stað þar sem þær virka ekki fyrir þig lengur,  og þá finnur þú enn meiri sársauka.

Þetta er ein af ástæðum þess að flestir eru að reyna að sleppa frá núinu – frá stundinni sem er núna – og eru að leita að hjálpræði í framtíðinni. –  Hið fyrsta sem það gæti mætt ef fókus athygli þeirra er settur á Núið er þeirra eigin sársauki og það er það sem það óttast.  Ef það aðeins vissi hversu auðvelt það er að ná mættinum í Núinu,  mættinum af viðverunni sem eyðir fortíðinni og sársauka hennar,  raunveruleikinn sem eyðir blekkingunni. –

Ef við aðeins vissum hversu nálægt við erum okkar eigin raunveruleika, hversu nálægt Guði. –

Að forðast sambönd er tilraun til að að forðast sársauka og er því ekki svarið. – Sársaukinn er þarna hvort sem er.  Þrjú misheppnuð sambönd á jafn mörgum árum eru líklegri til að þvinga þig inn í að vakna til meðvitundar heldur en þrjú ár á eyðieyju eða lokuð inni í herberginu þínu.  En þú gætir fært ákafa viðveru inn í einmanaleika þinn,  sem gæti líka virkað. –

Frá þarfasambandi  til upplýsts sambands. 

Hvort sem við búum ein eða með maka,  er lykilinn að vera meðvituð og auka enn á vitund okkar með því að beina athyglinni enn dýpra í Núið.

Til þess að ástin blómstri,  þarf ljós tilvistar þinnar að vera nógu sterkt til að þú látir ekki hugsuðinn í þér eða sársaukalíkama þinn taka yfir og og ruglir þeim ekki saman við hver þú ert.

Að þekkja  sjálfa/n sig sem Veruna á bak við hugsuðinn, kyrrðina á bak við hinn andlega hávaða,  ástina og gleðina undir sársaukanum,  er hjálpræðið, heilunin, upplýsingin.

Að aftengja sig sársaukalíkamanum er að færa meðvitund inn í sársaukann og með því stökkbreyta honum.  Að aftengja sig hugsun er að vera hinn þögli áhorfandi hugsana þinna og hegðunar, sérstaklega hins endurtekna mynsturs huga þíns og hlutverkanna sem sjálfið leikur.

Ef þú hættir að bæta á „selfness“  missir hugurinn þennan áráttueiginleika,  sem er í grunninn áráttan til að DÆMA, og um leið að afneita því sem er,  sem skapar átök, drama og nýjan sársauka.  Staðreyndin er sú að á þeirri stundu sem þú hættir að dæma,  með því að sættast við það sem er, hver þú ert,  ertu frjáls frá huganum.  þá hefur þú skapað rými fyrir ást, fyrir gleði og fyrir frið.

Fyrst hættir þú að dæma sjálfa/n þig, og síðan maka þinn.  Besta hvatningin til breytinga í sambandi er að samþykkja maka sinn algjörlega eins og hann er,  án þess að þurfa að dæma hann eða breyta honum á nokkurn hátt.

Það færir þig nú þegar úr viðjum egósins.  Allri hugarleikfimi og vanabindandi „límingu“ við makann er þá lokið.  Það eru engin fórnarlömb og engir gerendur lengur,  engin/n ásakandi og engin/n ásökuð/ásakaður.

ÞETTA ERU LÍKA ENDALOK ALLRAR MEÐVIRKNI,  að dragast inn í ómeðvitað hegðunarmynstur annarrar persónu og þannig að ýta undir að það haldi áfram.

Þá munuð þið annað hvort skilja –  í kærleika – eða færast SAMAN dýpra inn í Núið,  inn í Verundina.  Getur þetta verið svona einfalt? –  Já það er svona einfalt.  (segir Tolle)

Ást er tilveruástand.  „State of Being“ –  Ást þín er ekki fyrir utan; hún er djúpt innra með þér.  Þú getur aldrei tapað henni, og hún getur ekki yfirgefið þig.  Hún er ekki háð öðrum líkama,  einhverju ytra formi.

Í kyrrð meðvitundar þinnar,  getur þú fundið hinn formlausa og tímalausa veruleika eins og hið óyrta lif  (andann?) sem kveikir í þínu líkamlega formi.  Þú getur þá fundið fyrir þessu sama lífi djúpt innra með öllum öðrum manneskjum og öllum verum.  Þú horfir á bak við slæðu forms og aðskilnaðar.  Þetta er upplifun einingarinnar.   Þetta er ást.

Jafnvel þó að einhverjar glætur séu möguleikar, getur ástin ekki blómstrað nema þú sért endanlega laus við að skilgreina þig í gegnum hugann og að meðvitund þín verði nógu sterk til að eyða sársaukalíkamanum –  eða þú getir a.m.k. verið meðvituð/meðvitaður sem áhorfandi.  Þá getur sársaukalíkaminn ekki yfirtekið þig og með því farið að eyða ástinni.  Eða vera eyðileggjandi fyrir ástina. –

Smellið hér til að lesa Orginalinn

Og hér er tengill á Eckhart Tolle sjálfan þar sem hann les þennan texta upp úr bók sinni „The Power of Now“ –

(Ath! þeir sem kannast ekki við hugtakið „sársaukalíkami“  þá er það líkaminn sem laðar að sér vonda hluti sem þú undir niðri veist að koma bara til með að auka á vansæld þína. –   Offitusjúklingur leitar í það sem fitar hann,  sá sem er að reyna að hætta að reykja fær sér sígarettu,   sá sem þarf að byggja sig upp andlega leitar eftir vandamálum og leiðindafréttum og „nærist“ þannig – nærir sársaukalíkama sinn.  –   Þekkir þú einhvern sem hegðar sér svona? –

Það að koma sér úr skaðlegum aðstæðum,  getur bæði verið líkamlegt og huglægt.  Að sjálfsögðu lætur enginn bjóða sér árásir annarra eða ofbeldi, – og því er sjálfsagt að koma sér þaðan.  En meginatriði er að komast úr skaðlegum aðstæðum sjálfs sín,  þegar við erum okkar eigin verstu skaðvaldar. –   Fylgjumst með hvað við gerum,  verum okkar eigin áhorfendur,  sjáum,  viðurkennum og lærum.

En með samhug en ekki dómhörku. –

2 hugrenningar um “Ertu fangi ástar (haturs?) eða í fangi ástar? …

  1. Bakvísun: Mest lesið á árinu 2013 | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s