Mér brá svolítið við að lesa skilgreiningu Guðna Gunnarssonar á von.
„Von er væl“???
En ég leyfði mér að hugsa þetta lengra og þá í sambandi við muninn á því að vona og því að trúa.
Kennari segir við nemanda sinn
„Ég hef fulla trú á að þú náir þér á strik í náminu“
eða
„Ég vona að þú náir þér á strik í náminu“
Hvað er sterkara? ..
Auðvitað sjá það allir.
Annað er algjör traustsyfirlýsing og hitt er svona „reyndu nú að ná þér á strik“
Kannski ekki væl.
Þar sem verið er að kenna fólki hvatningu er því ekki sagt að segja með innlifun:
„Ég ætla að reyna að gera þetta“
eða
„Ég ætla að vona að ég geti þetta“ …
kemur varla eitthvað „yessss“ hljóð á eftir þessum setningum eða sannfæringakraftur ..
Heldur er fólk hvatt til að segja:
„Ég ætla að gera þetta“
eða
„Ég trúi að ég geti gert þetta“ ..
Í þessum tilfellum virkar vonin eins og það að reyna, virkar sem útgöngudyr.
Þess vegna kaupi ég það alveg að í sumum tilfellum er vonin hálfgert væl.
„Oh ég vona að ég geti þetta“
Ég trúi að trúin flytji fjöll og ég held að við megum fara að trúa miklu heitar. Og auðvitað að beina trúinni í jákvæðan farveg.
Sleppa tökunum á því að trúa að allt fari til fjandans hjá okkur, að okkur takist ekki þetta eða hitt o.s.frv. – Það er fortíðin. Við erum á reiti X núna og megum alveg trúa að góðir og jafnvel dásamlegir hlutir séu að fara að gerast.
Bara með því að setja þá tilfinningu í líkamann, segja upphátt og sjálfsögðu af einlægni – án alls viðnáms:
„Ég trúi því að eitthvað dásamlegt sé að fara að gerast“ …
Við ætlum ekki að þvinga það fram, ekki vona það, ekki reyna það og alls ekki stjórna því. Bara vita það eins og að vita með vissu hvar vinnustaðurinn okkar er eða bíllinn eða hvað sem við vitum að er öruggt. –
Við höfum öll von og megum vera vongóð, en tökum þetta skrefinu lengra. Höfum trú.
Ég er ekki að tala um eina trú eða trú tengda trúarbrögðum eða þess vegna ekki tengda trúarbrögðum. Heldur bara að hafa trú eins og að hafa traust. –
Treysta því að heimurinn færi okkur það sem okkur er ætlað og hætta að æða um eins og hauslausar hænur, til hægri vinstri, í einmitt „von“ um að eitthvað gott komi til okkar. –
Setjum niður mynd, innra með okkur eða á blað hvað það er sem við viljum? – Flestir eru ekki að biðja um neitt sem þeir eiga ekki skilið, en helsta viðnámið verður þó oftast „ég á þetta ekki skilið“ – það er svona innri tilfinning (sem ekki allir vita af) sem kemur iðulega upp einmitt þegar hlutirnir fara að ganga upp! –
Þá hugsa margir, „úff þetta er of gott til að vera satt, best að drepa þetta í fæðingu“ .. Eða „Oh, þetta getur nú varla varað lengi, þetta góða tímabil – nú er bara tímaspursmál hvenær ég fell, dett aftur niður o.s.frv.“ ..
Já, það gerist ef við TRÚUM því. –
„Be careful what you wish for“ – Því að þó það sé ekki óskin þín að góðu hlutirnir hætti að gerast, þá ertu e.t.v. byrjuð eða byrjaður að trúa því að þeir endist ekki og – trúin flytur fjöll. –
Þess vegna þurfum við að hreinsa ræturnar á gömlu „trúnni“ – „Our old beliefs“ og fá okkur nýja. –
Ef að eitthvað gengur síðan ekki upp, hvað þá? – Er það ekki bara undantekningin? –
Leyfum okkur að trúa á hið góða, leyfum okkur að trúa að við förum að njóta þess að lifa en ekki að þrauka lífið. –
Ekki væla, reyna eða vona á hlutina, heldur TRÚA. –
If I can see it I can be it
How many disappointments would disappear if people just stopped hoping?
Hope is disagreement with what is. It is longing for other and perhaps more than we already have.
Those who are in peace with themselves and theirs, needs nothing.
When people stop hoping all disappointment in the world will vanish.
http://ingahel.com/