Hugurinn og hálfa leiðin …

Við þekkjum eflaust flest orðtakið „Hugurinn ber þig hálfa leið“ og það er mikilvægt að hafa það í huga þegar við erum að vinna að einhverju takmarki eða til að ná árangri. –

Það sem er átt við með því að hugurinn beri eða færi okkur er að það að vera komin með takmarkið eða sýnina í hugann þá erum við komin af stað,  en mikilvægt að gera sér grein fyrir að við erum aðeins komin HÁLFA leið. –

Það er s.s. ekki nóg að hugsa „happy thougts“ og telja að þannig  náum við árangri, – þessar hugsanir hjálpa okkur við að koma okkur úr skrefunum, upp úr sófanum eða einhverju hjólfari sem við erum föst í,  en ef við framkvæmum ekkert, ef við erum aðeins í anda en ekki líkama þá er ansi mikil hætta á að árangur náist ekki. –

Við þurfum að hafa  1. SÝN   2. TRÚ á sýnina  3. FRAMKVÆMD  og að sjálfsögðu þurfum við að sjá hvert viðnámið er,  innri og ytri hindranir. –

Gerum alls ekki lítið úr góðum hugsunum, – og hamingusömum,  því að alveg eins og hugurinn getur borið okkur hálfa leið áfram,  getur hann borið okkur hálfa leið aftur á bak! –  Hugurinn eða hugsanir okkar geta verið innri hindranir, neikvæðar hugsanir í eigin garð. –

Stundum erum við búin að hugsa okkur hálfa leið áfram, og jafnvel framkvæma líka, en þá byrjar niðurrifið og þá hugsum við okkur til baka og líkaminn eltir. –

Þetta er svona klassískt t.d. þegar við byrjum á einhverju verkefni, eða förum í ræktina og svo byrjar e.t.v. einhver ytri hindrun sem verður að innri hindrun. –

Dæmi: Við byrjum í ræktinni,  þvílíkt búin að standa okkur,  förum reglulega 3-4 sinnum í viku. – Svo fáum við flensuna,  og liggjum í 2 vikur. –  Hvað þá? –

Er þá allt ónýtt eða tökum við upp þráðinn. –  „Æ, ég nenni ekki aftur“ …. ferlega er ég óheppin/n – fá bara flensu – oh,  ég sem var komin/n í svo góðan gír“ – og við förum að nota flensuna eða e.t.v. eitthvað annað sem afsökun og þá er innri hindrun,  eða hugsanir búnar að taka yfir og við förum aftur í gamla farið, í sófann eða hvað sem við köllum það. –

Hugur og líkami verða að fylgjast að og byggja hvort annað upp. –

Við þekkjum alveg þessi gagnvirku áhrif.

Ef við nærum líkamann með hollustu hefur það jákvæð áhrif á hugann líka.  Ef við nærum hugann með hollustu hefur það jákvæð áhrif á líkamann líka. –

Það er stórmál að gera stórvægilegar breytingar á lífi sínu, en alveg eins og að klífa stórt fjall tökum við það skref fyrir skref en ekki í einu stökki. –

Til að komast úr farinu og halda sig við það þarf m.a. að:

Losa sig við hugsanir sem eru neikvæðar og úreltar, t.d. eins og „hvað þykist þú vera“ – „þú ert nú meira fíflið“  – „Hvað ætli fólk haldi“ …

Vera raunsæ,  skoða hvað við þurfum að gera til að ná árangri.   T.d. ef við ætlum að hlaupa maraþon,  hvernig undirbúum við okkur, hvaða tæki þurfum við o.s.frv. –

Þekkja veikleika okkar og viðurkenna,  því að ef við sjáum þá ekki er vonlaust að breyta. – Og vera tilbúin að beita okkur smá aga til að breyta úr vondum siðum í góða,  það sem oft er kallað lífstílsbreyting. –

Hætta að telja okkur trú um að við eigum ekki gott skilið,  eða ef okkur fer að ganga vel að geta ekki glaðst yfir því vegna þess að öðrum gengur ekki eins vel. –  Ekki fara að deyfa ljós okkar til að geðjast öðrum.  Ef aðrir þola það ekki er það þeirra vanlíðan og svekkelsi við að ná ekki árangrinum sem þú ert að ná sem veldur að þeir reyna að draga þig niður með sér. –

„Ætlarðu að halda áfram í þessari vitleysu“ ..

„Heldurðu að þér takist þetta nokku?“ …

„Þú hefur nú reynt þetta áður!“ …

Stundum þarf hluti af lífstílsbreytingu hreinlega að vera það að sortéra fólkið sem við umöngumst,  eða a.m.k. að setja því mörk.

Það gerum við með þessum margumtöluðu „ég“ boðum,  það er að segja við tölum út frá eigin brjósti en förum ekki í ásökunargírinn. –

Dæmi:

Ég er að vinna í sjálfsuppbyggingu minni og það sem þú segir hjálpar ekki til við það,  svo mér þætti voðalega vænt um að þú drægir ekki úr mér með neikvæðu tali um mín hjartans mál og það sem ég tel vera að gera mér gott. –

Því vissulega eru þetta mál hjartans,  bæði líkamleg og andleg uppbygging. –

Ef að viðkomandi getur ekki tekið þessari ábendingu,  þá er hann ekki beint vinveittur þér eða hvað? –

En leyfum huganum halda áfram að bera okkur hálfa leið,  skrifum niður markmiðin okkar og sýn,  höfum sjálf trú á henni – það er það sem við getum gert þó að aðrir í kringum okkur hafi það e.t.v. ekki, – og missum ekki fókus. –

Að sjálfsögðu er mikilvægt að gangan sé ánægjuleg og þess vegna er miklu betra að hugsa jákvæðar hugsanir alla leið,  en að það sé bara ánægja þegar að takmarkinu er náð. –  Það á bara að vera punkturinn yfir i – ið. –

Á hverri einustu sekúndu getum við breytt stefnu,  við getum ákveðið að fara til hægri eða vinstri, afturábak eða áfram. –

Ef við förum afturábak þá erum við að fara í fortíðina og það hjálpar okkur auðvitað ekki að takmarki okkar, – ef takmarkið er til hægri förum við til hægri, ef það er til vinstri förum við þangað, og ef það er beint áfram förum við þangað.  –  Við förum alltaf rétt ef skrefið sem við tökum er skref í átt að því sem við erum að vinna að,  eða viljum gera.

Ef takmarkið er heilbrigði í sál og líkama,  sem hlýtur að vera takmark okkar allra,  þá íhugum við hvort að skrefið sem við erum að taka sé skref í þá átt. –

Er það að fara út og anda að sér fríska loftinu skref í átt að heilbrigði? –

Eru það að fara út og anda að sér fríska loftinu í gegnum sígarettu skref í átt að heilbrigði? –

Aðalmálið er að fara þangað sem við viljum fara og ekki láta neitt stoppa okkur.  Hvorki innri né ytri raddir.

og gleymum ekki

njóta og gera það sem við raunverulega viljum.

Höfum sýn, tökum eitt lítið skref að henni daglega, e.t.v. fleirri – og allt í einu erum við komin þangað. –

Hugurinn fyrst hálfa leið og svo fylgir líkaminn með, skref fyrir skref … alla leið. –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s