Tilfinningar – bannaðar eða leyfðar? –

„Ef ég væri ekki norræn kona myndi ég fella tár“ …  sagði íslensk kona einu sinni í ræðupúlti. – Ég held ég hafi stolið þessu einu sinni við skólaslit,  en það passaði að vísu ekki mjög vel því ég felldi tár við hver skólaslit, eða þessi sex sem ég var viðstödd og hélt utan um. –

Ekki bæla tilfinningarnar,  tjáum þær og veittu þeim athygli um leið. –  Þannig hreinsum við þær út. –  Til að verða frjáls þurfum við að veita þeim frelsi.  „Express them“  .. er að hleypa þeim lausum,  suppress er að „banna“ þeim að koma út. –

Þetta var stutta útgáfan,  en lengri útgáfan kemur hér. –

Flest höfum við einhvern tímann bælt tilfinningar okkar, og meira að segja í jarðarförum erum við sum að hamast við að halda aftur af tárunum.  Stundum vegna þess að okkur finnst við ekki hafa þekkt hinn látna nógu vel til að gráta eins mikið og okkur langar. –

Það þýðir að við erum farin að pæla í því hvað hinir hugsa ef við erum að gráta og erum þá komin úr eigin haus og úr viðveru. – „Out of presence“ –

Það hafa allir sínar ástæður til að gráta í útför,  að sjálfsögðu gráta þeir nánustu sinn söknuð og sorg eftir þeim eða þeirri sem látin/n er,  stundum grátum við vegna þess að við finnum þeirra sorg og finnum til með nánustu ættingjum.

Stundum grátum við vegna okkar sjálfra, – við grátum vegna þess að við eigum inní okkur erfiðar tilfinningar sem þurfa að grátast út. –  Tónlistin, söngurinn, umhverfið og heilagleikinn, allt af þessu eða eitt gerir það að verkum að eitthvað losnar um. –  Það er hið besta mál. –

Bældar tilfinningar geta gert okkur veik. –

Við annað hvort bælum þær (bönnum okkur að láta þær út)  eða við gefum þeim frelsi. –

Orðið e-motion þýðir eiginlega hreyfing.   Að finna til er ekki stöðnun.   Og ef við virðum það ekki.  Frystum tilfinningar,  kannski vegna þess að við erum á norðlægum slóðum? –   Þá verða þær auðvitað bara að frostköggli innra með okkur og kannski endum við bara sem ísjaki? –

Af hverju virka sumir svona kaldir? – Er það ekki vegna frosinna tilfinninga.

Express  your emotions =  Láttu tilfinningarnar út, tjáðu þig.

Suppress your emotions =  Haltu tilfinningunum inni,  þegiðu.

Auðvitað er ekki alltaf staður og stund til að tjá allar tilfinningar, og sumar er gott að tjá aðeins þeim serm við treystum,  því þær geta verið mjög sárar og ef að móttakandinn hæðist að þeim eða gerir lítið úr þeim snýst dæmið oft í höndum okkar. –

Tilfinning getur verið tjáð með tárum, með því að tala og með því að öskra. – Tilfinning er líka tjáð með sköpun. –

Eckhart Tolle leggur ríka áherslu á að þegar við tjáum okkur,  þegar við hleypum til dæmis reiðinni út þá veitum við því athygli,  því annars byggist hún bara upp á nú. – Við verðum að „vera vitni“ að eigin tilfinningaútrás. –

Hvort líst okkur betur á orðið tilfinningaútrás eða tilfinningainnrás? –

Við þurfum að vera sem áhorfendur að eigin tilfinningaútrás, ekki dæma okkur fyrir það. –

Til að verða frjáls gætum við þurft að byrja á að tjá okkur frjálslega – en alltaf veita tjáningunni athygli. –

Tilfinningar eru orka, – sem við þurfum að sleppa lausri. –  Stöðnuð orka innra með okkur er ávísun á eitthvað vont. –  Það þarf hugrekki til að tjá sig, það þarf berskjöldun,  sem þýðir að harði skrápurinn sem búið er að byggja upp,  einmitt vegna fyrri áfalla þarf að hverfa, –  til að hleypa tilfinningum inn og til að hleypa tilfinningum út. –

Það er nefnilega sami farvegur fyrir sorg og gleði,  hatur og ást. –  Þannig að ef við lokum á vondar tilfinningar þá lokum við líka á góðar tilfinningar – eins og ást, gleði … o.s.frv. –

Eckhart Tolle talar um tilfinningar  í þessu myndbroti af Youtube

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s