Hvað ef þú segir „Týpískt fyrir mig“ .. þegar jákvæðir hlutir gerast í lífinu?

Ég var að hlusta á ákveðna lífsspeki,  heimsfílósófíu eða hvað sem á að kalla það.

Hún er sú að við þurfum ekki að skapa drauma okkar,  þeir séu þegar skapaðir, það eina sem við þurfum að gera sé að leyfa þeim að rætast.

Getum við tekið undir það?

Ég held að þarna sé ekki aðeins lítið sannleikskorn, heldur mjög stór sannleikur.

Flestir átta sig nefnilega á því,  þegar farið er að skima eftir hindrunum í að ná árangri,  að þær hindranir séu þeir sjálfir. – Þ.e.a.s. að hindranirnar séu innra með okkur.

Úrtöluraddir, hvort sem þær eru að utan eða innan verða alltaf okkar eigin,  því að það þarf okkur sjálf til að samþykkja þær. –

Ítrekað horfir maður á myndbönd af fólki sem hefur heyrt einhvern segja, jafnvel lækninn sinn, eitthvað á þá leið að það geti ekki, og muni aldrei geta eitthvað. – Meira að segja eru sumir sem hafa lamast, en ná ótrúlega fljótum bata, ekki síst vegna jákvæðni og ákveðni í bland við læknavísindin, – eins og hún Fanney Þorbjörg sem lenti í skíðaslysinu í Geilo. Sumir eru lamaðir andlega, og þurfa að koma sér á fætur. –

Ef við trúum að við séum óheppin,  sjáum við ekki tækifærin.

Darren Brown, sem er best þekktur sem dáleiðari og fyrir að uppræta svikamiðla, gerði þátt um fólk í heilu þorpi.   Hann kom þeim sögusögnum af stað, með hjálp fréttamanna og kvikmyndaliðs, að í þorpinu væri stytta sem kölluð var „Lucky Dog“ – Til að gera langa sögu stutta,  fóru ýmsir að trúa að styttan færði þeim heppni og hvað gerðist? –  Jú,  fólkið fór að leyfa heppninni að vinna með sér, fór að trúa að það gæti verið heppið, og varð reyndar „heppnara“. –  Einn náunginn taldi sig ekki heppinn,  en Darren Brown og tökuliðið sýndi fram á að hinn óheppni veitti ekki athygli því góða sem honum var fært.

Þeir gerðu meira að segja tilraun á honum.  Sendu auglýsingabæklinga heim og inn á milli settu þeir skafmiða,  ef hann hefði skafið af honum hefði hann unnið sjónvarp. –  Einhver ræddi við „óheppna“ manninn daginn eftir og hann hefði ekki skafið af skafmiðanum eða séð hann. –

Þeir gerðu ýktari tilraun og settu 50 punda seðil á stéttina sem maðurinn var vanur að ganga, – hann gekk fram hjá honum.   Að lokum stilltu þeir upp á bíl stóru skilti þar sem þeir settu nafnið hans og „Call this number“ –   Ég held að bíllinn hafi keyrt þrisvar fram hjá manninum áður en hann áttaði sig á því að það var verið að tala til hans. –

Þessi maður lokaði á sín tækifæri,  hann leyfði ekki draumum sínum að rætast.

Þessu var þó snúið við, – og mæli ég með að fólk horfi á þennan þátt á Youtube. Smelli honum hér í lok pistilsins, ásamt öðru efni.

Við höfum eflaust flest heyrt að við sköpum okkar heim. – E.t.v. er hann þegar skapaður,  en við sjáum hann ekki, gefum honum ekki tækifæri vegna þess að við erum vantrúuð á hann og við höfum innra með okkur gamla hugmyndafræði að við séum t.d. ekki heppin. –

Hvað segjum við þegar við erum óheppin? – „Týpískt fyrir mig“ .. og það hljómar auðvitað eins og hin týpíska eða hinn týpíski þú sé bara að upplifa endalausa óheppni. –  Fæstir segja „Týpískt fyrir mig“ – þegar góðir hlutir gerast. – Halda frekar að það sé jafnvel undantekningin. –

Í stað þess að segja „Mig langar að vera áhrifaríkur skapari “ –  segjum við   „Mig  langar að vera áhrifaríkur „leyfari“. –      Andheiti leyfara er hamlari. –

Leyfari þess að láta drauma mína rætast.  Láta það sem þegar er skapað njóta sín. –

Við þurfum að losa um þessar innri hömlur, úrtöluraddir, hindranir og stíflur. –

Þær eru e.t.v. orðnar býsna þéttar,  eins og stífla eða varnargarður sem stöðvar flæði árfarvegs. –  Við verðum að losa þessa stíflu stein fyrir stein. –

Steinarnir eru gamlar hugsanir sem eru orðnar að stíflu.  Gömul skömm sem situr ef til vill eins og stífla og virðist óbifanleg.   (Munum þá eftir „Trixinu“  að skömm er losuð með því að tala um hana, hún þolir það engan veginn, því með því að tala um hana minnkar hún!) ..

Hugurinn okkar er svo magnaður og við erum mögnuð,  við þurfum bara að leyfa okkur að vera það. –  Við erum öll stjörnur  (að minnsta kosti stjörnuryk)  og það er meira að segja vísindalega sannað! –

Þess vegna er það í eðli okkar að skína. –

Leyfðu þér að skína. –

“The atoms of our bodies are traceable to stars that manufactured them in their cores and exploded these enriched ingredients across our galaxy, billions of years ago. For this reason, we are biologically connected to every other living thing in the world. We are chemically connected to all molecules on Earth. And we are atomically connected to all atoms in the universe. We are not figuratively, but literally stardust.”
― Neil deGrasse Tyson

Hér er eitt videó um mann sem hætti að hlusta á úrtöluraddir og leyfði:

og svo sagan um „The Lucky Dog“

Ein hugrenning um “Hvað ef þú segir „Týpískt fyrir mig“ .. þegar jákvæðir hlutir gerast í lífinu?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s