„Ég þarf að drífa mig í að ……“
Ég hef sjálf notað þetta orðalag mikið í gegnum tíðina. „Ég þarf“ .. eins og það sem ég ætla að gera eða langar til að gera sé kvöð. –
Orð skipta gríðarlegu máli og orðin eru máttugri en marga grunar.
„Ég þarf að létta mig“ –
„Ég þarf endilega að fara að halda saumaklúbb.“ –
„Ég þarf að fara að heimsækja hana ömmu gömlu á hjúkrunarheimilið.“ –
„Ég þarf að fara að taka til í geymslunni.“ –
„Ég þarf að fara að finna mér mann, til að grilla með og chilla“ 😉
„Ég þarf að fara að mennta mig.“ –
Orðið „þarf“ skapar ákveðna hindrun sem við setjum upp innra með okkur, – það er neikvætt gildishlaðið, eins og þegar við segjum við einhvern „þú skalt“ – „þú átt“ – gætum við sagt þú „þarft“… Jákvætt væri aftur á móti „Þú mátt“ eða „Þú getur“ .. og svo í framhaldi .. „ef þú vilt“ …
Hættum að þurfa og gerum bara ……