Merkileg mynd þykir mér, – því þó ég hafi aðeins lært um orkustöðvar, sem sumir segja „húmbúkk“ – þá er reynslan sú að sumt fólk upplifir mismunandi hluti þegar farið er í gegnum mismunandi stöðvar. –
Hver stöð á sér líka lit, eins og margir vita.
Ég ætla ekkert að fara í það sérstaklega hér, – en ég hef sérstaklega orðið vör við tvennt í hugleiðslunni, – það er að þegar ég fer í gegnum hálsstöðina, bláa litinn fer fólk oft að hósta, – og þarf jafnvel að fá sér vatn, og þegar ég fer í gegnum hjartastöðina, græna litinn, – þá verður fólk oft mjög tilfinninganæmt og jafnvel grætur eða a.m.k. tárast. –
Tilfinningarnar setjast að í líkamanum okkar, hvað sem hver segir! 😉 ..
Þegar líkaminn fer að segja okkur eitthvað þurfum við að hlusta á hann og virða.
Stundum byrjar hann að hvísla, en við gerum ekkert í því og það er ekki fyrr en hann fer að öskra að eitthvað gefur eftir og við förum að gera eitthvað í því.
Tjáning í hvaða formi sem er; orði, list, sköpun eru aðferðir við að losa um það sem er fast, – „Expression“ við erum að setja eitthvað út. „Suppression“ eða andheitið – við erum að bæla, eða halda inni. –
Ef við viljum breyta einhverju í lífi okkar, ef okkur finnst farvegurinn vondur og við upplifum ekki að við séum að lifa lífinu lifandi, – heldur þrauka lífið, þá þurfum við að sjá eða skynja hvaðan sársaukinn kemur, – segja það upphátt, hversu „asnalegar“ sem tilfinningarnar eru, þær eru þarna. Tjáningin er „delete“ takkinn. Skömmin hatar t.d. að láta tala um sig, því þá minnkar hún. (Brené Brown).
Í hugleiðslu og jóga losum við um hömlur, stíflur, gamlar tilfinningar, höftin við tjáninguna o.s.frv. –
Litirnir hafa skýringu, – hvað er t.d. að vera „blátt áfram?“ – er það ekki að tjá sig og ætli það sé tilviljun að hálsstöðin er blá? –
Það er hægt að spekúlera miklu meira í þessu, fegin að þessa mynd rak á fjörur mínar frá góðri konu hér á Facebook! ..
Hugleiðsla er ein af leiðunum til að opna fyrir þá endalausu uppsprettu gleði, friðs og kærleika sem við eigum innra með okkur. Í rýminu sem við höldum svo oft að sé tómt. „Emptyness of heart“ – og við reynum að fylla með víni, súkkulaði, mat, utanlandsferðum, öðru fólki, vinnu …. o.s.frv. en við upplifum það áfram tómt því við erum ekki að veita því athygli, – erum ekki að veita OKKUR athygli og tilfinningum okkar. –
Bendi hér á morgunhugleiðslur sem eru að hefjast í Lausninni á mánudögum og miðvikudögum kl. 8:00 – 9:00 – smellið HÉR – Ath! hægt að mæta í staka tíma, sbr. auglýsingu.
Heimild með myndinni er HÉR
Merkilegt ! Hugleiðslan hjá þér Jóhanna gerði mér gott og gerði mikið fyrir mig og ég mun pottþétt koma aftur til þín í hugleiðslu 🙂 Ekki spurning. Ég er svona ein af þeim sem á svoldið erfitt með að tjá mig munnlega við fólk sem ég þekki lítið en er góð að tjá mig skriflega 😀 Kannski þetta hafa eitthvað með eineltið að gera sem ég varð fyrir í grunnskóla eða eitthvað annað, enda hefur lífið hjá mér ekkert verið neitt dans á rósum,einsog hjá flestum, held ég !
Kveðja
María