„I am free“ ….

“I am free, and I am waiting for you to follow me” ….   svolítið Jesúsarlegt er það ekki? ..

Ég rakst fyrir tilviljun á þetta myndband úr myndinni/söngleiknum “Tommy” – en ég hef aldrei séð hana alla,  en áhugi minn er vakinn enda líka augljósar vísanir þar sem Tommy gengur á vatninu – eða sjónum og hann kallar á veiðimennina, “follow me” …

Oft hef ég hlustað á “See me, feel me, touch me, heal me!, … o.s.frv.” –  enda það sem maðurinn þarfnast. –  Innblásturinn er í raun frá því sem um var rætt á námskeiðinu sem ég var að leiðbeina á í gær, –

„Lausn eftir skilnað“ –

Mikilvægi þess að vera:  séður, skynjaður, snertur, heilaður.

Mikilvægi þess að vera heil og lifa heil.

Til þess þurfum við að sjá, skynja og snerta á tilfinningum okkar.  Veita sjálfum okkur athygli,  sjálfs-virðingu.

Við þurfum að horfast í augu við okkur sjálf, samþykkja og játast okkur í styrkleika og veikleika.

Titill þessa pistils er titillinn á lagi hljómsveitarinnar Who, þar sem Roger Daltrey syngur:

I’m Free-I’m free
And freedom tastes of reality,
I’m free-I’m free,
And I’m wating for you to follow

If I told what it takes
to reach the highest high,
You’d laugh and say “nothings that simple”
But you’ve been told many times before
Messiahs pointed to the door
And no one had the guts to leave the temple!

I’m free-I’m free
And freedom tastes of reality
I’m free-I’m free
And I’m wating for you to follow me

Chorus:

How can we follow?
How can we follow?

S A N N L E I K U R I N N   F R E L S A R

Ein hugrenning um “„I am free“ ….

 1. Takk fyrir að deila þessum texta með okkur, ég held ég noti hann í eigin blogfærslu.

  Ég er ekki viss um að það sem maðurinn þráir og langar sé það sama og hann þarfnast, reyndar er ég alveg viss um að það er ekki þannig.
  Ég er heldur ekki viss um að það sé hægt að tala um sjálfsvirðinu sem það sama og að vera heill, reyndar er ég alveg viss um það.
  Sjálfþekking væri ef til vill nær lagi og sá sem veit hvað hann er, veit að hann er ekki neitt, og þá meina ég ekkert.
  Sannleikurinn frelsar, en sannleikurinn hefur ekkert með langanir, þrár og hugmyndir okkar að gera. Allt það er blekking.
  Sannleikurinn er fyrir utan og án alls sem við getum upp hugsað og á meðan við getum ekki látið vera að búa til allt þetta bull þá er hann fjarri.
  Kórinn söng, „How can we follow?“ Það er ekkert hvernig, engin leið að sannleikanum, engar æfingar eða kerfi, ekkert sem við getum lesið og lært, ekkert sem aðrir geta kennt okkur.
  Við einfaldlega snúum okkur frá blekkingunni og að sannleikanum. Það er allt og sumt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s