Ef við ætlum að breyta einhverju í lífi okkar, að losa okkur við aukakíló, fara í einhvers konar lífstílsbreytingu, hætta t.d. að borða viðbættan sykur, fara að stunda meiri útiveru og/eða hreyfingu eða hvað sem er, skiptir miklu máli að gera það á eigin forsendum.
Ekki gera það vegna þess hvað aðrir eru hugsa.
Ef að hvatningin til að breyta er á forsendum annars fólks, forsendum þess hvað hinir eru að hugsa, eða ef við förum að reyna að sanna okkur fyrir öðrum (fjölskyldu, maka, vinum, óvinum eða hverjum sem er) verðum við háð þessari tegund hvatningar, þ.e.a.s. að breyta á forsendum annarra.
Við verðum háð samþykki annarra.
Ef þú vilt breyta úr gömlum sið (jafnvel ósið) í nýjan sið eða ná nýju takmarki finndu skýra og úthugsaða ástæðu til að ná árangri, finndu jafnvel einhvern sem er tilbúin/n að gera þetta með þér, með stuðningi eða einhvern sem vill líka taka þátt á sínum forsendum, gerðu það fyrir sjálfa/n þig og ekki verða þræll almenningsálitsins.
Ekki láta aðra verða „Guð skoðana þinna“ ..
Ekki láta gamlar og neikvæðar hugmyndir um að þú náir ekki árangri halda aftur af þér ..
Tíminn er núna!
Leyfðu þér að trúa að þú getir …
Vertu heiðarleg/ur við sjálfa/n þig …
Leyfðu þér trúa að þú átt skilið að ná árangri ..
Virtu lífið sem þér var gefið ..
Elskaðu það og virtu … þú ert lífið..
Lifðu þínu lífi en ekki annarra.