Eftirfarandi pistill var upprunalega birtur í maí 2012, – inngangurinn hér (skáletrað) er viðbót, en annars er hann óbreyttur.
Sögnin „að heila“ – og nafnorðið „heilun“ – er komið af því að vera heil.
Heilun er því í raun opinberun eða afhjúpun á okkur sjálfum, það að koma að fullu í ljós.
Það er í raun ekki verið að lækna neitt sem er brotið eða skemmt. Þegar þú ferð í heilun eða heilar þig, ertu að muna þig heilan.
Að lifa heil, er að lifa af heilindum. – Að vera sönn og að vera við sjálf.
Besta leiðin til að lækna sig, heila sig, er að sjá okkur heil.
—-
Margir upplifa að þeir séu skörðóttir, brotnir, með tómarúm í hjarta o.s.frv. ..
Það er eins og segir: „upplifun“ – og á meðan að við trúum henni þá er hún sönn og við lifum samkvæmt því.
Við reynum að fylla í skörðin, bæta okkur upp með öðru fólki, – við fyllum í tómu rýmin með alls konar afþreyingu, mat, áfengi .. fíkn sem á að plástra sárið sem myndaðist þegar holan/rýmið/brotið myndaðist.
Það er e.t.v. búið að vera til og að öllum líkindum frá bernsku.
En ef þetta verður til huglægt, er þá ekki hægt að lækna það huglægt líka? –
Þessi rými eða brot verða til við sársauka, ofbeldi eða sorg.
Við missi, höfnun, langvarandi neikvæð skilaboð, einelti o.s.frv. –
Eini heilarinn okkar erum við sjálf.
Það er vegna þessarar ástæðu að talað er um „self-love“ sjálfs-ást eða sjálfs-kærleik sem besta lækninn.
Ef að einhver utanaðkomandi, viljandi eða óviljandi, nær að særa okkur, þurfum við „innanaðkomandi“ að heila okkur. –
Í staðinn fyrir að viðhalda opnu sári, holu í hjarta, þá förum við að horfa öðru vísi á okkur. Við græðum sárin. –
Sársauki verður sárs-minnkun. –
Ef að skörðin okkar myndast huglægt, þá ER öruggt að þau eru ekki þarna. Það er aðeins spurning um sjónarhorn. Eina manneskjan sem viðheldur þeim erum við sjálf. –
Þú ert ekki brotin/n, Þú ert ekki ónýt/ur, skörðótt/ur.
Þú ert ekki með innra tómarúm.
Þú þarft bara að sjá þig, finna þig og elska þig.
Eckhart Tolle sagði söguna um betlarann við veginn sem sat á kassa og var búinn að betla í mörg ár, maður gekk að honum og spurði af hverju hann væri að betla, hvort hann hefði ekki kíkt í kassann sem hann sæti á. – Betlarinn hafði ekki gert það, en maðurinn benti honum á að kíkja. Betlarinn sá sér til mikillar furðu að kassinn var fullur af gulli. –
Hver og ein manneskja er full af gulli. Hver og ein manneskja ER heil.
Á meðan við samþykkjum það ekki höldum við áfram að betla.
Betla það sem aðrir geta gefið, vímuefni , vinna, annað fólk, – eða hvað sem við upplifum að okkur vanti eða skorti. –
Það er ekkert skrítið að við betlum því að það er búið að segja okkur að við séum e.t.v. ekki heil. –
Ég vil leyfa mér að segja að fagnaðarerindið sé; Við erum heil, við þurfum bara að hætta að trúa að við séum það ekki og fara að trúa að við séum heil og að við séum NÓG. –
Allt hið utanaðkomandi er bónus, það á ekki að vera uppfylling í okkur sjálf, eitthvað tómarými sem aldrei fyllist. Við tökum á móti því sem heilar manneskjur.
Í Davíðssálmi 23 er sagt:
„Mig mun ekkert skorta“ – sem þýðir „Ég er nóg – mig vantar ekki neitt“ –
og
„Bikar minn er barmafullur“ – sem þýðir líka að „Ég hef nóg“ ..
Við sækjum ekki gleðina út á við, kærleikann, friðinn. –
Allt þetta er innra með okkur og það þarf bara að virkja það – sjá það og finna. –
Aðferðin við að sjá, finna, heila er að koma heim til okkar, lifa með okkur, sjá okkur. – En margir eru orðnir aftengdir sjálfum sér. –
Öll þráum við þessa fullnægju, þessa Paradísarheimt, þessa upplifun að vera heil og nóg. –
Ef við stöndum í myrkri er vonlaust að sjá gullið í kassanum, og það er vonlaust að sjá nokkurn hlut. – Þess vegna verðum við að upplifa ljósið og leyfa því að lýsa, sýna okkur hvað við erum dásamleg, endalaus uppspretta lífs, gleði, friðar og kærleika. –
Við erum börn náttúrunnar, við erum náttúra og náttúran getur kennt okkur.
Böðum okkur í sjó og vötnum, göngum berfætt í grasinu, leggjumst í lyngið. Öndum að okkur vindinum, og föðmum önnur börn náttúrunnar. –
Leggðu lófann á hjartað þitt, lygndu aftur augum og finndu fyrir þér.
Og já, þú ert dásemarvera.
Lifum heil. –
Það ætti að vera afsteypa af þér í hverri blómabúð Jóhanna …
Æ takk elskuleg!
Bakvísun: Sjálfs-álit, eða annað-álit? … | johannamagnusdottir
Great blogg