Heimurinn ert þú
„Guðs ríki er innra með yður“ ..
„Because the cosmos is also within us.“ (Carl Sagan)
„Be the Change you wan´t to see i the world“ – (Gandhi)
Vert þú breytingin sem þú vilt sjá í heiminum. –
Með því að sinna þér sem góður umhverfisverndarsinni, bjóða þér upp á góða andlega og líkamlega næringu, – huga vel að velferð þinni.
elska
virða
sættast
treysta
fyrirgefa
þakka
og lifa í meðvitund
Fegurðin lífsins liggur í því hvernig lifandi verur eru tengdar. Í tengingu við aðrar manneskjur og í tengingunni við náttúruna.
Fátt er því mikilvægara en að samskipti „heimanna“ séu góð, – því vond samskipti skapa ljótleikann.
Heimur sem er heilbrigður og í jafnvægi hefur ekki áhuga né þörf fyrir að meiða aðra. Sjálfsheilun er því forsenda okkar fyrir góðum samskiptum.
smá aukaefni og „bein útsending:“
Brosi nú í kampinn þar sem hjá mér liggur yndislegt líf, hundurinn Simbi sem kúrir hér við mjöðmina mína, og það er eins og hann viti að ég er að skrifa um hann því hann fór að sleikja á mér hendina, en það er ekkert sem hann stundar venjulega.