Við höfum tækifæri til að breyta…. NÚNA ..

Eftirfarandi hefur gengið á netinu í þó nokkurn tíma og er rakið til þess sem hjúkrunarfræðingur safnaði saman, eða voru hugrenningar fólks á dánarbeði. Í þessum orðum fólst heilmikil eftirsjá.

1. Ég vildi óska þess að ég hefði haft hugrekki til þess að lifa lífinu trúr sjálfum eða sjálfri mér.

Algengast var að fólk sæi eftir þessu. Þegar fólki verður ljóst að lífið er næstum á enda og horfir skýrum augum til baka, er auðvelt að sjá hversu margir draumar hafa ekki ræst. Flest fólk hefur ekki einu sinni heiðrað helminginn af draumum sínum og varð að deyja vitandi að það var vegna ákvarðana sem það hafði tekið eða ekki tekið.

2. Ég vildi að ég hefði ekki unnið svona mikið.

Þetta kom frá öllum karlkyns sjúklingunum sem ég hjúkraði. Þeir misstu af æsku barna sinna og félagsskap maka síns. Konur töluðu líka um þessa eftirsjá. En af því að þær voru flestar af eldri kynslóð, höfðu margir kvensjúklingarnir ekki verið útivinnandi. Allir karlmennirnir sem ég hjúkraði, sáu mikið eftir að eyða svo miklu af lífi sínu á hlaupabretti vinnutilverunnar.

Með því að einfalda lífsstíl þinn og taka meðvitaðar ákvarðanir á leiðinni, er mögulegt að þú þurfir ekki jafn mikla innkomu og þú heldur. Og með því að skapa meira rými í lífi þínu, verðurðu hamingjusamari og opnari fyrir nýjum tækifærum, þeim sem hæfa betur þínum nýja lífsstíl.

3. Ég vildi að ég hefði haft hugrekki til að tjá tilfinningar mínar.

Margt fólk hélt aftur af tilfinningum sínum til þess að halda friðinn við aðra. Þar af leiðandi sætti það sig við tilveru meðalmennsku og varð aldrei að því sem það gat orðið í raun og veru. Margir þróuðu með sér sjúkdóma sem tengdust biturleikanum og gremjunni sem þetta hafði í för með sér.

Við getum ekki stjórnað viðbrögðum annarra. Þó fólk bregðist við í upphafi, þegar þú breytir hvernig þú ert með því að tala heiðarlega, færir þetta samskiptin engu að síður á endanum uppá algjörlega nýtt og heilbrigðara stig. Annaðhvort það eða óheilbrigðu tengslin hverfa úr lífi þínu. Í báðum tilfellum vinnur þú.

4. Ég vildi að ég hefði haldið sambandi við vini mína.

Oft gerði fólk sér ekki fullkomlega grein fyrir þeim verðmætum sem felast í gömlum vinum, þar til það var komið á sínar síðustu vikur og ekki var mögulegt að finna þá. Margir sjúklinganna voru orðnir svo fastir í eigin lífi, að þeir höfðu með árunum látið gullna vináttu renna sér úr greipum. Margir iðruðust djúpt að hafa ekki gefið vináttusamböndum þann tíma og orku sem þau áttu skilið. Allir sakna vina sinna þegar þeir eru að deyja.

Það er algengt, hjá öllum þeim sem eiga önnum hlaðninn lífsstíl, að láta vináttusambönd renna útí sandinn.. En þegar þú horfist í augu við að dauði þinn nálgast, hverfa veraldleg smáatriði lífsins. Fólk vill koma skipulagi á fjármál sín ef það getur. En raunverulegt mikilvægið felst ekki í peningunum eða stöðunni. Það vill koma lagi á hlutina meira til hagsbóta fyrir þá sem það elskar. Venjulega er fólk samt orðið of veikt og þreytt til þess að geta sinnt þessu verkefni. Á endanum snýst þetta allt um ást og tengsl. Það er allt sem er eftir á lokavikunum, ást og tengsl.

5. Ég vildi óska þess að ég hefði leyft mér að vera hamingjusamari.

Það kemur á óvart hversu algengt þetta atriði er. Það var ekki fyrr en komið var að leiðarlokum að margir gerðu sér grein fyrir að hamingja er val. Fólk hafði staðið fast í gömlum mynstrum og venjum. Svokölluð “þægindi” þess kunnuglega flæddi yfir, bæði inn í tilfinningar þess og áþreifanlegt líf. Óttinn við breytingar fékk fólk til þess að þykjast ánægt fyrir öðrum og sjálfum sér. Þegar það vildi djúpt inni hlæja almennilega og leyfa sér aftur að fíflast í lífi sínu.

Þegar þú liggur banaleguna, er fjarri huga þínum hvað öðrum finnst um þig. Hversu dásamlegt er að geta sleppt og brosað aftur, löngu áður en þú ert að deyja.

Lífið er val. Það er ÞITT líf. Veldu meðvitað, veldu viturlega, veldu heiðarlega. Veldu hamingju.

og hvernig hljómar þetta þá ef við veljum hamingju? –

1. Ég er svo fegin að ég hafði hugrekki til þess að lifa lífinu trúr sjálfum eða sjálfri mér.

2. Ég er svo fegin/n að ég forgangsraðaði betur og hætti að vinna allar stundir.

3. Það var svo dásamlegt þegar ég uppgötvaði frelsið við að tjá tilfinningar mínar.

4. Ég er svo þakklát/ur að hafa verið í svona góðu sambandi við vini mína.

5. Það yndislegasta var að uppgötva að það var ég sem varð að LEYFA mér að upplifa hamingjuna.

Hamingjan er til staðar og hamingjan er í þér – sumir segja hún sé þú – hún er alla veganna þar sem þú ert.  Vertu þá á staðnum og vertu með þér 😉 …

Hamingjan er í hversdagsleikanum!  Image

Ein hugrenning um “Við höfum tækifæri til að breyta…. NÚNA ..

  1. Dásamlegt 🙂 Því ég er að gera akkúrat núna það sem mig langar til,lifa lífinu og njóta þess að vera til 😀

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s