Með lófann á eldavélinni ..

„Ég er vön að halda lófanum á eldavélarhellunni,  mér finnst það vont hún er of heit og ég meiði mig, en mér er sagt að það sé hið rétta,  hendin var lögð þarna þegar ég var lítil stelpa,  mamma mín gerði það alltaf og reyndar mamma hennar og allir í minni fjölskyldu hafa gert það.   Þetta er það sem ég hef lært.

Reyndar eru það mjög margir í samfélaginu sem halda lófanum á eldavélinni,  það er bara það sem við gerum og við erum vön.“-

En hvað gerist ef ég tek lófann af hellunni? –

„Úff, hvað það er gott, þvílíkur léttir“  – en er það eðlilegt ef að flestir eru með lófann fastan á hellunni? –

Eitthvað í þessa átt er dæmisagan hennar Esther Hicks í meðfylgandi „You-tube“ ræmu, – og skora ég á alla sem vilja taka lófann af eldavélinni að hlusta vel.  –

Kannski erum við að framkvæma einhverja lærða hegðun sem í raun lætur okkur liða illa, en kunnum ekki við að brjóta upp því að við værum að gera eitthvað öðruvísi? –

Hvað ef að ég tek lófann af hellunni,  er ég þá ekki búin að rjúfa keðjuna? –  Mun þá dóttir mín leggja lófann á helluna eða sér hún að það virkar vel fyrir mömmu að vera frjáls frá hellunni? –

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s