Sjálfs-álit, eða annað-álit? …

Eftirfarandi pistill er að mestu leyti þýddur upp úr pistli Mel Schwarts – frumheimildina má lesa með því að smella HÉR.   Ég hef bætt inn og tekið úr,  en þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég les um eða fjalla um muninn á self-esteem og other-esteem.  Þetta skiptir gríðarlega miklu máli til að skilja t.d. af hverju við verðum háð áliti annarra eða skoðunum,  eða gerum fólk að dómurum okkar.  Hvernig aðrir „láta okkur líða,  þegar að í raun erum það við sjálf sem eigum að stjórna líðan okkar.

„Hann lét mig fá samviskubit“ –

Ha? – hver lét þig fá samvisubit og hver hefur það vald yfir þér? – Það er þessi hugsun eða upplifun sem við svo sannarlega erum búin að tileinka okkur frá bernsku,  en þurfum nú að aflæra til að koma sjálfstraustinu og innra verðmætamati í eðlilegt horf. –

Að vera virt, samþykkt og tekin gild af öðrum er eðlileg þörf okkar, en við verðum að passa okkur á því að svíkja ekki sjálf okkar til að ná þeirri niðurstöðu.  Við verðum að samþykkja okkur SJÁLF.  

Hvað ef það sem við höfum byggt sjálfstraustið á er fjarlægt?

Sjálfsöryggi, sjálfstraust, sjálfsmat,  og sjálfsálit eru allt orð sem byrja á

SJÁLF

Í raun er þetta svolítið rangt, því að yfirleitt er sjálfsálit í daglegu tali ekkert sjálfsálit, heldur álit annarra.   Sjálfálit eða sjálfsmat ætti að vera byggt á verðmæti okkar og mannhelgi sem lifandi mannvera sem hafa allan rétt á að teljast verðmætar. –

Verðmiði á lífi eða sjálfi  verður ekki settur á  með prófum, afrekum, hverra manna við erum, eða hvernig maki okkar eða barn,  er eða hagar sér.

Móðir unglings sem stendur höllum fæti í samfélaginu er ekki minna verðmæt en móðir unglings sem skarar framúr.  Barnlaus kona er ekki minna verðmæt en kona sem eignast mörg börn.

Á traust eða verðmæti sjálfsins að vaxa eða minnka eftir námsárangri nemandans eða við stöðuhækkun starfsmannsins?

Er það þá ennþá sjálfstraust?   Er það ekki traust á eitthvað annað og það sem kemur að utan,  en ekki traust á sjálfið sem er hið innra?

Samfélagið samþykkir yfirleitt að sjálfstraust sveiflist við einkunnir eða stöðu í þjóðfélaginu,  en það er nauðsynlegt að átta sig á því að það er varla hægt að tala um eitthvað sjálfs þarna,  það er einhvers konar annað-traust, eða traust fengið út á hið ytra.

Pia Mellody, höfundur bókarinnar Facing Codependence talar um self-esteem og other-esteem.

Vegna þess að við gerum okkur ljóst að  traustið er sótt út á við,  getum við líka séð að við gætum haft tilhneygingu til að breyta persónuleikanum og hegðun okkar til að fá fleiri viðurkenningar.

Að vera virt, samþykkt og tekin gild af öðrum er eðlileg þörf okkar, en við verðum að passa okkur á því að svíkja ekki sjálf okkar til að ná þeirri niðurstöðu.

Hvað ef að þetta gengur ekki upp, við fáum ekki góðar einkunnir eða stöðuhækkunina sem við vonuðumst eftir? –

Hvað ef það sem við höfum byggt sjálfstraustið á er fjarlægt?

Hvað ef við missum vinnuna?  Missum við þá sjálfstraustið, vegna þess að það var byggt á starfinu okkar?

Ef að skortur á viðurkenningu eða hrósi, eða jafnvel gagnrýni minnkar sjálfsálit okkar eða sjálfstraust,  er það augljóst að traustið er ekki frá sjálfinu, – heldur er það frá öðru eða öðrum. –  Einhverju að utan, en ekki innan.

Alvöru SJÁLFStraust er ekki háð ytri aðstæðum eða áliti annarra.  Slíkt sjálfsöryggi er staðfesting á sambandi okkar við okkur sjálf.  Kjarni sjálfstrausts er það sem bærist innra með okkur.
Ef við stæðum eftir nakin og berskjölduð,  klæddum af okkur starfið,  fjölskylduna, vinina, eigningar og afrekin,  heilsuna jafnvel – hvað er eftir af okkur?
Hvernig líður okkur með það?  Fyrir utan það sem við höfum misst, líkar okkur við okkur og virðum við þau sem við erum, þegar við tökum ekki lengur tillit til álits annarra? Við mótum og aðlögum svo mikið af hegðun okkar til að eginast „other-esteem“ eða annað traust. -Við bókstaflega sköpum persónuleikagrímur,  sem við sýnum þeim sem við umgöngumst svo þeim líki við okkur.  Í slíkum tilvikum erum við að yfirgefa okkar sanna sjálf til að öðlast samþykki annarra eða fá viðurkenningu frá öðrum.
Þessi hegðun er ekki aðeins sjálfsblekking, heldur eyðileggur samskipti okkar,  vegna þess að hún er langt frá þvi að vera sönn eða ekta.
Hún er í raun ekki heiðarleg.   Þegar við gerum þetta erum við bókstaflega að taka okkar velferð og bjóða hana öðru fólki.  Það kemur þá í hlut þess sem tekur á móti að ákvarða hvort við erum verðug eða verðmæt.  Þetta er ekki heilbrigð staða og er til þess að vinna að eyðingu sálarinnar. Við ættum aldrei að dæma okkur sjálf á grundvelli þess sem við höldum að aðrir sjái okkur.

Hver er dómarinn? –

Sannleikurinn í sinni tærustu mynd er að það eru ekki hinir sem dæma okkur.  Þeir gætu haft skoðanir á okkur,  en það er í raun fáránlegt að upphefja skoðun þeirra sem dóm.

Engin/n getur dæmt þig nema þú gefir honum eða henni  leyfi eða vald til að vera dómari þinn.  Af hverju ættir þú að setja venjulega manneskju í dómaraskikkju og gefa henni algjört vald?  Eina persónan sem þú gætir þurft að gefa slíkt vald er dómari sem vinnur í réttarsal; allir aðrir eru bara fólk með skoðanir.

Með heilbrigðara  sjálfstrausti,  gætum við átt auðveldara með að þola skoðanir hvers annars,   án þess að uppfæra þær í þungan áfellisdóm.

Traust eða öryggi verður að skapast að innan, og getur síðan skinið út á við.  Þegar við setjum fókusinn út á við til að fá samþykki,  erum við að leita á röngum stað.  Með þvi að gera það erum við að gera lítið úr uppruna okkar í veikri tilraun til að öðlast hamingju.  Slík fullnægja verður háð hinu ytra og yfirborðskennd og gerir lítið úr persónulegum þroska okkar.  Þessi stígandi ytri viðurkenningar er annað traust „other -esteem.“ 

Sjálfstraust er ekki háð öðrum. –

Þegar við setjum upp þetta drama til að fá samþykki, sköpum við vandamál sem tengjast upplifun af höfnun.  – Þetta málefni höfnunar er hægt að leiða á rangan veg.  Með heilbrigt sjálfstraust,  upplifir viðkomandi ekki að honum sé hafnað.  Það er í raun höfnun á eigin sjálfi sem hvetur fólk til að leita samþykkis hjá öðrum, –  Í slíkum tilfellum erum við ekki sátt við okkur sjálf og við leitum eftir samþykkinu frá öðrum.  Ef við fáum ekki þetta samþykki,  stundum við það að segja að okkur hafi verið hafnað.

Raunveruleikinn er sá að við höfnum  okkur sjálfum þegar við bjóðum öðrum að dæma.  Hversu mikið við erum móttækileg fyrir áliti annarra á okkur er líklega í samræmi við stigið eða planið  sem sjálfstraust okkar liggur á.

Að hugsa upp á nýtt um skilning okkar á sjálfstrausti gæti verið hjálplegt við að endurmeta menningarlegar væntingar okkar til hamingju.

Næstum allir foreldrar myndu segja að þeir ættu stóran hlut í sjálfstrausti barna sinna.  Kennarar og annað fagfólk leggja mikla áherslu á þroska sjálfsverðmætis eða sjálfsvirðingu barna.  Samt má mótmæla því að flestir aðilar eru ekki farnir að skilja sjálfs-traust.

Ef að nemandi sem er vanur að fá A verður þunglyndur yfir því að fá B,  er það mjög skýrt að einkunnirnar eru það sem breyta sjálfsörygginu (eða réttara sagt ytra-örygginu).

Þegar þetta ytra minnkar,  einkunn lækkar upplifir nemandinn sig verðminni. – Það kemur augljóslega að utan.

Vellíðan  nemandans er þá háð ytri þáttum.  Sama má segja um iþróttaafrek og fleira sem við skiljanlega hvetjum börnin okkar til.

Það er þó gagnrýnivert að afrekin eða einkunnirnar verði það sem þau hengja sjálfstraust sitt á,  því þá er viðkomandi orðin/n nokkurs konar fangi lágs sjálfstrausts. –

Sjálfstraust er hinn sanni grunnur heilbrigðra samskipta við okkur sjálf og við aðra.  Alvöru sjálfs-traust umbreytir sambandi sem byggt er á þörf, sem er svo algengt í flestum samböndum.  Það frelsar okkur þannig að við förum að þrífast almennilega, þegar að hlutir eins og höfnun og dómharka víkja.

Þegar þú áttar þig á því og sérð að verðmæti þitt kemur innan frá,  opnast líf þitt eins og lótusblóm sem hefur legið í dvala. –

Gott er í framhaldi af þessum pistli að lesa pistilinn sem segir að við séum ekki skemmd,  sjá hér.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s