Að sættast við aðstæður ..

„Accept what is, as you have chosen it“ …  eitthvað á þennan máta skrifar Eckhart Tolle.

Úff, – hugsaði ég fyrst þegar eg las þetta,  það velur sér enginn hörmungar eða vondar aðstæður! ..

En hvað á hann við með þessu?

Í raun er þetta alveg í takt við æðruleysisbænina, eða upphaf hennar.

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt.

Það sem ER getum við ekki breytt.

En við getum farið ýmsar leiðir út frá því sem ER – eða núniu, efir hvernig við tæklum það. –

Það eru alls konar breytingar í okkar lífi sem við veljum ekki sjálf,  eða við veljum a.m.k. ekki meðvitað sjálf.

Veikindi, missir, áföll hvers konar,  eitthvað sem við reiknuðum ekki með – og eitthvað sem við hefðum aldrei valið ef við hefðum mátt ráða. –

Veraldleg áföll eru öðru vísi en t.d. andleg eða heilsufarsleg. –

Þá er ég að tala um muninn á því t.d. að beygla bílinn eða lenda í beyglu sjálfur.

Hvort sem er,  þarf maður á einhverjum tímapunkti að sættast við það sem er,  og þegar sáttinni er náð hefst vöxtur að nýju.

Lífið er hreyfing, og lífið  er vöxtur.   Ef við stöðnum og vöxum ekki út á við er hætta á því að eitthvað fari að vaxa inn á við,  og þá er ég ekki að tala um eitthvað gott heldur eitthvað vont.   Það sem vex inn á við er einhvers konar æxli,  æxli gremju, æxli reiði, æxli afbrýðisemi eða einhverrar vondrar tilfinningar.

Tilfinningar þurfa að eiga farveg út.  „Expression“ – er tjáning.  Við erum að setja eitthvað út.  „Suppression“  – er bæling og við höldum einhverju inni. –

Það er því mikilvægt þetta tvennt, að leyfa tilfinningunum að koma – ekki forðast þær,  bæla eða afneita,  sættast við þær ef þær eru þarna, yrða þær upphátt og halda svo áfram. –

Lissa Rankin læknir hélt fyrirlestur þar sem hún sagði:  „Either you grow or you grow a tumor“ –    Þetta „tumor“ eða æxli getur verið bæði andlegt og líkamlegt, en það hefur alltaf vond áhrif.

Að samþykkja það sem er,  að ná sátt er eins og að búa til jarðveginn fyrir heilbrigðan vöxt,  – þegar sátt er náð er hægt að fara að vaxa á ný. –

Það er að hafa trú á því að þegar einar dyr lokast opnast aðrar.  Við verðum þá að hætta að hanga á hurðarhúninum á þeim læstu og fara að líta í kringum okkur eftir opnum dyrum. –  Við gætum líka öskrað, skammast, barmað okkur og rifist yfir þessum lokuðu til eilífðarnóns.   En viljum við það? –

Leyfum okkur að trúa á nýjan vöxt,  að aðrar dyr bíði – dyr að einhverju óvæntu.

Það getur verið  vont þegar dyrunum er skellt á nefið á manni, og það er svo sannarlega í lagi að gráta yfir því.  Það er bara eitt form útrásar fyrir trjáningu (expression)   En eftir því sem við dveljum lengur við þessar dyr,  er það eins og að eltast við maka sem vill ekki sambúð lengur. –   Það veldur stöðnun.  Fókusinn er þá á því sem var,  og/eða það sem er utan við okkur sjálf,   í staðinn fyrir að stilla hann á það sem verður,  og/eða inn á við.

Nýtt upphaf hefst þegar við förum að líta upp,  sjá að það eru fleiri dyr og virða fyrir okkur möguleikana. –  Það byggir á okkar ákvörðun og hugrekki.

Guð – gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt,
kjark til að breyta því sem ég get breytt
og visku til að greina þar á milli.“

2 hugrenningar um “Að sættast við aðstæður ..

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s