Sköpum SAMAN nýjan heim …

„Það sem þú veitir athygli vex“ – þetta er staðreynd sem fæstir andmæla.

Ég var að hlusta á áhugaverða hugmyndafræði um eina af tilgátum þess að sambönd eru betri í upphafi og fari síðan að versna og svo jafnvel að verða bara hreinlega vond sambönd.

Þegar fólk er ástfangið horfir það á og dásamar það sem er gott í fari maka síns.  Alls konar kækir og vondir siðir verða aukaatriði,  fókusinn er ekki á því heldur öllu þessu dásamlega.  Spékoppanum,  fallegu augunum,  hvernig hann/hún snertir þig o.s.frv. –

Hvernig makinn kreystir tannkremstúpuna,  spýtir  út í vindinn, eða klórar sér í rassinum (ef út í það er farið)  er ekki í fókus og skiptir hreinlega engu máli eða er bara sætt í þessu tilviki jafnvel,  vegna þess að það sem hann gerir sem er fallegt verður aðalatriðið. –

Svo ef að þessari athygli á hið jákvæða er ekki viðhaldið,  eða ef við förum að láta atriðin sem voru aukaatriði í upphafi skipta meira máli,  oft vegna þess að við sjálf erum ekkert voða glöð, eða sátt,  þá förum við að setja fókusinn á þau og þau vaxa og VAXA og verða allt í einu orðin að aðalatriði og hið góða jafnvel hverfur í skuggann.

Það sem ég skrifa hér er mjög mikil einföldun,  en ég held að þetta sé rétt.

Þetta gerist sérstaklega ef við höfum farið í sambandið á röngum forsendum, til að bjarga hinum aðilanum frá sjálfum sér (stundum) eða  erum ekki sátt í eigin skinni, – ef við sinnum okkur ekki sjálf, en ætlumst til að hamingja okkar, gleði og friður séu öll færð okkur af makanum.    Þá förum við í hlutverk betlarans og við fáum ekki það sem við viljum. –  Ef við erum í hlutverki þess sem veit að hann hefur nóg og er nóg.  Förum í sambandið af sjónarhóli fullnægjunnar.  Af sjónarhóli þess sem  er með lífsfyllingu, gerir sér grein fyrir að hann/hún þarf að hafa  ástina í hjartanu, gleðina og friðinn,  innra með sér,  þá er mun auðveldara að fókusera og vera þakklát fyrir það sem makinn hefur fram að færa.

Á yndisleika hans og um leið eykst öryggi makans. –

Því auðvitað dregur það fólk niður að vera stanslaust undir gagnrýnisaugum, og það er verið að efast um það.

Það er verið að röfla um þetta og tauta um hitt. –

Annað sem ég hlustaði á,  það var um mikilvægi þess að taka sameiginlegar ákvarðanir.   Það er að vera „co-creators“ –   Ef að konan fær þá hugmynd um að þessa helgi vilji HÚN að farið sé í garðvinnu,  þá er uppsprettan ekki hjá manninum og þá gæti vantað innspýtinguna og löngunina til að fara að vinna í garðinum.   Þetta gæti verið akkúrat öfugt ef að maðurinn hefði SJÁLFUR fengið hugmyndina,  eða hugmyndin hefði fæðst í notalegu spjalli:  „Hvað ættum við að gera saman um helgina“ – og hún hefði eins og stendur þarna „fæðst“ í spjallinu.

Þá væru hjónn orðin sam-skaparar.

Ef við ætlum að troða okkar sköpun upp á hinn þá erum við farin að hefta frelsi hins og við erum verur frelsisins.

Það er grundvallandi að við upplifum frelsi í sambandi,  og það gerum við ekki ef að það er verið að troða upp á okkur „Þú skalt“ – „Þú átt“ – „Mér finnst að þú ættir að gera það sem ÉG vil. –

Þetta er einhvers konar þvingun á mér eða minni sköpun upp á þig og öfugt.

Mér finnst þetta útskýra býsna margt, – þess vegna finnst mér alveg frábær t.d. hugmynd konu sem var á námskeiði hjá mér,  konu sem var búin að vera í hjónabandi í 40 ár sem sagði að fjölskyldan,  ekki bara hún og maðurinn, heldur börnin þegar þau voru heima,  hefðu haldið fund vikulega þar sem þau ræddu hvað væri framundan,  óskir, langanir, þarfir og bjuggu til plan fyrir vikuna.   Þar settu þau líka fjölskyldureglur sem ALLIR fengu að taka þátt í. –

Við erum alltaf að læra,  og læra að skilja líka.  Skilja hvert annað.

Best er að við getum skapað þannig og unnið út frá löngun og eigin vilja,  ekki einhverju sem er þvingað upp á okkur,  ekki einhverju sem kemur sem valdboð frá maka.   Svo er það ekki unnið, viðkomandi uppsker bæði nöldur og samviskubit  eða unnið í gremju, og samviskubit allt sem unnið er í gremju lætur okkur líða illa.   Þetta er vonlaus staða. –

Veitum athygli því sem vel er gert, hæfileika og yndisleika þeirra sem eru í kringum okkur,  ekki bara í sambandi heldur alls fólks.  Og þökkum fyrir það líka.

Það sem við veitum athygli vex.

Verum skaparar,  en líka sam-skaparar,  en ekki þvinga okkar sköpun upp á aðra,  leyfum okkur að skapa saman.   Er það ekki SAM-VISKA okkar? –

Góð sam-viska? –

Veröldin er okkar, ef við viljum.

Ein hugrenning um “Sköpum SAMAN nýjan heim …

  1. Bakvísun: Sam-skaparar | johannamagnusdottir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s